Endurskoða lögin nái þau ekki tilgangi

„Auðvitað verður að fylgja þeim reglum sem settar eru. Nú er fyrir dómstólum mál þar sem tekist er á um hvort farið sé að þessum reglum. Ég tel ekki rétt að tjá mig um það efni fyrr en niðurstaða liggur fyrir og hvaða skref tekin yrðu í kjölfarið.“

Þetta sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra neytendamála, þegar Morgunblaðið leitaði álits hennar á fréttum um að smálánafyrirtæki virði ekki settar reglur og stundi ágenga viðskiptahætti.

Fram kom í blaðinu í gær að Neytendasamtökin gera kröfu um að atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið endurskoði starfshætti smálánafyrirtækja og tryggi að þau starfi lögum samkvæmt. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag telja samtökin að þau úrræði sem stjórnvöld hafi til að koma í veg fyrir ólöglega lánastarfsemi dugi skammt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert