Fleiri og dýrari ökutækjatjón hafa orðið nú en í fyrra

Síðustu vikur hafa verið þungar í tjónum. Hér hefur orðið …
Síðustu vikur hafa verið þungar í tjónum. Hér hefur orðið átta bíla árekstur í Kópavogi.

Fleiri og meiri tjón urðu á ökutækjum fyrstu vikur þessa árs en á sama tíma í fyrra, samkvæmt upplýsingum frá tryggingafélögum. Líklega á veðrið og erfið færð sinn þátt í því.

Hjá Verði tryggingum var tjónatíðni ökutækja tæplega 10% meiri í janúar 2018 en hún var í janúar 2017. Einnig varð aukning í tjónum í nær öllum flokkum trygginga og jókst tíðni allra tjóna um 12% á milli ára.

Tíðnin segir þó ekki alla söguna því fjárhæðir tjónanna hækkuðu einnig á milli ára. Þannig var hvert tjón að meðaltali tæpum 20% dýrara í janúar 2018 en í sama mánuði 2017. Þegar ökutækjatjón voru skoðuð sérstaklega þá voru þau tæpum 22% meiri í krónum talið nú en í fyrra, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert