Fundu ástina í Costco og barn á leiðinni

Síðustu mánuðir í lífi Þóreyjar og Ómars hafa verið eins ...
Síðustu mánuðir í lífi Þóreyjar og Ómars hafa verið eins og í ævintýri.

Einhverjir vilja meina að áhrif Costco á íslenska smásöluverslun séu veruleg. Aðrir telja áhrifin ofmetin. Á þessu eru skiptar skoðanir og eflaust túlkunaratriði hvort er rétt. Það er hins vegar óhætt að fullyrða að áhrif Costco á líf Þóreyjar Sigurjónsdóttur og Ómars Arnar Magnússonar hafi verið veruleg og eflaust dramatískari en nokkurn tíma þau áhrif sem Costco hefur haft á smásöluverslun á Íslandi.

Þórey og Ómar eru nefnilega að upplifa eina skemmtilegustu nútímaástarsögu síðari tíma. Sagan er lyginni líkust og mun eflaust vekja von í brjóstum margra sem löngu hafa gefist upp á leitinni að hinni sönnu ást.

Fyrir rúmum níu mánuðum, rétt eftir opnun Costco hér á landi, fundu þau hvort annað í einum stærsta Facebook-hópi landsins, Keypt í Costco Ísl. – Myndir og verð. Reyndar var það Ómar sem fann Þóreyju og hún var ekki alveg á þeim buxunum að gefa honum tækifæri. Sem betur fer sló hún þó til. Nú eru þau trúlofuð, eru að festa kaup á sinni fyrstu íbúð og eiga von á barni í vor, nánar tiltekið þann 24. maí, daginn eftir ársafmæli Costco á Íslandi. En ekki hvað? „Þegar við fengum þessa dagsetningu þá héldum við að það væri verið að grínast í okkur,“ segir Þórey skellihlæjandi í samtali við mbl.is.

Fyrir átti hún tvö börn fyrir og Ómar þrjú. Nýjasta viðbótin verður því sjötta barnið í fjölskyldunni þar sem mikil hamingja ríkir.

Honum fannst ég sæt og „pókaði“ mig“

Sagan hefst á sakleysislegri athugasemd Þóreyjar við umræðu í Costco-hópnum, sem dugði til að kveikja áhuga Ómars og gekk hann beint til verks.

„Það var einhver sem hafði póstað einhverju sniðugu í tengslum við grænmeti og ég kommentaði í gríni á það. Ég man ekki einu sinni hvað, en hann sá það sem ég skrifaði, fannst það fyndið og smellti á prófílinn minn á Facebook. Honum fannst ég sæt og „pókaði“ mig og sendi mér svo skilaboð. Þetta var hálfasnalegt eitthvað,“ segir Þórey sem getur ekki varist hlátri þegar hún rifjar þetta upp.

Hún var þá búin að vera einstæð í fjögur ár og löngu búin að gefast upp á leitinni að hinum eina rétta. Átti mörg misheppnuð deit að baki og nennti varla að standa í slíku veseni lengur. Hún var komin í ákveðna rútínu sem snerist um börnin hennar tvö og hana sjálfa, fór sjaldan út og hélt hún hefði einfaldlega ekki rými fyrir aðra manneskju í lífi sínu.

Að reyna að finna ástina á börum bæjarins eða á Tinder, líkt og margir gera, var heldur ekki að heilla hana. Það var ekki rétti vettvangurinn, að hennar mati.

Fyrstu samskiptin ekki áhugaverð

Hún bjóst heldur ekki við því að Costco yrði hennar vettvangur, þó vissulega væri hún spennt fyrir komu opnun verslunarinnar, líkt og fjöldi Íslendinga. Það hvarflaði allavega ekki að henni að koma Costco til landsins myndi hafa jafn afgerandi áhrif á líf hennar og átti eftir að koma í ljós.

Þórey segir þau mjög lík og þeim líði eins og ...
Þórey segir þau mjög lík og þeim líði eins og þau hafi þekkst miklu lengur en raun ber vitni.

„Ég var búin að vera lokuð fyrir öllu svona í langan tíma. Vinkonur mínar höfðu samt verið að ýta á mig að gera eitthvað í þessu. Ég var bara svo svartsýn orðin á að eitthvað myndi gerast. Ég var dottin í þennan pakka að ég nennti ekki að hafa fyrir þessu. Ég hafði tekið tímabil þar sem ég var að deita en ég átti aldrei neina samleið með þeim sem ég var að hitta. Vinkonur mínar hvöttu engu að síður til að tala við hann þannig ég ákvað að prófa,“ segir Þórey og vísar þar til upphafs samskipta hennar og Ómars.

Hún segir spjall þeirra engan veginn hafa verið áhugavert í fyrstu og það virtist sem hvorugt þeirra hefði tíma fyrir samskiptin. „Við spjölluðum eitthvað saman á Facebook, en það var ekkert áhugavert. Yfirleitt skiptir þetta fyrsta samtal svo miklu máli og það vekur frekari áhuga, en þetta var ekki þannig. Við vorum bæði rosalega upptekin þannig ég bjóst við að þetta myndi fjara út.“

Reyndi að koma sér undan stefnumóti

Fljótlega tók Ómar þó af skarið og bauð Þóreyju á stefnumót. Eitthvað sem hún hafi ekki búist við og boðið kom henni í opna skjöldu.

„Ég sagði já, en var samt ekkert viss um að ég ætlaði að fara á þetta deit. Svo var ég ótrúlega upptekin og sá ekki fram á að fá pössun, þannig ég bjóst ekki við því að það yrði af þessu. Ég sendi honum heila ritgerð í skilaboðum um að ég hefði aldrei neinn lausan tíma og hefði lítinn möguleika á pössun. Hann las hins vegar allt annað út úr skilaboðunum og fannst eins og ég hefði fullt af lausum tíma. Mér fannst ég ekki hafa neinn tíma, en hann sá allan tímann sem ég hafði raunverulega lausan fyrir utan það sem ég taldi upp.“

Ómar sá sér því leik á borði og stakk upp á því að þau myndu hittast á fimmtudegi, í sömu vikunni og samtalið fór fram. Þórey viðurkennir að henni hafi brugðið hressilega en sagði engu að síður já því hún hafði jú játað boðinu áður.

„Svo fór ég í kaffi til vinkonu minnar þar sem ég velti því fyrir mér hvernig ég gæti komið mér út úr þessu. Mér fannst þetta ekki alveg málið. En vinkonu minni fannst alveg fáránlegt að ég ætlaði ekki að fara. Hún sagði að þetta væri örugglega draumaprinsinn minn, en ég kæmist ekki að því nema ég færi. Ég var bara búin að gera þetta svo oft og af hverju átti hann að vera merkilegri en einhver annar?“

Kíkti í heimsókn og fór ekki aftur heim

Vinkona Þóreyjar gaf sig hins vegar ekki og hún gat því ekki annað en farið. „Hún gaf mér ekki kost á öðru þannig ég ákvað að prófa eitt deit,“ segir Þórey hlæjandi, en stefnumótið átti sér stað í byrjun júní á síðasta ári. Aðeins nokkrum dögum eftir að brandari um grænmeti hafði leitt Ómar inn á Facebook-síðu Þóreyjar.

Á aðfangadag skellti Ómar sér niður á skeljarnar og bað ...
Á aðfangadag skellti Ómar sér niður á skeljarnar og bað Þóreyju um að giftast sér.

„Við fórum út að borða og það var alveg ótrúlega gaman. Við erum nákvæmlega eins að öllu leyti. Þetta var því ótrúlega skrautlegt og skemmtilegt deit.“ Það fer ekki á milli mála hve ástfangin Þórey er þegar hún lýsir fyrsta stefnumótinu, en óhætt að segja að þau hafi smollið saman strax. „Þetta er allt svo ótrúlega gaman,“ segir hún einlæg.

Eftir fyrsta stefnumótið hittust þau þó ekkert í þrjár vikur, en að þeim tíma liðnum fóru hjólin að snúast. Og það ansi hratt. „Ég fór til hans á fimmtudegi þremur vikum síðar og fór ekkert heim aftur um sumarið. Svo flutti hann inn til mín í lok ágúst.“

Vissi ekki að allt gæti gengið svona upp

Þórey trúði því ekki að það gæti verið svona áreynslulaust og eðlilegt að sameina tvær fjölskyldur og hefja líf með öðrum einstaklingi.

„Ég var komin í þann pakka að ég gerði ekki neitt, fór ekki neitt og var orðin sátt við það. Ég var líka komin með mjög fastmótaðar hugmyndir um hvernig allt þyrfti að vera ef ég fyndi einhvern. Þetta var mjög fjarlægt. Það hafði ekki hvarflað að mér, áður en ég hitti hann, að hlutirnir gætu verið svona eins og þeir eru. Ég gat ekki að þessu gert. Þetta gerðist bara. Maður reynir oft að finna eitthvað við manneskjuna til að ýta henni frá sér, en ég gat það ekki í þessu tilfelli.“

Þórey kíkti í heimsókn til Ómars og fór ekki heim ...
Þórey kíkti í heimsókn til Ómars og fór ekki heim aftur fyrr en hann fylgdi henni þangað og flutti inn.

Um jólin fór Ómar svo niður á skeljarnar og bað Þóreyju um að giftast sér. „Það var jólagjöfin,“ segir Þórey kímin. „Þetta er auðvitað mjög stuttur tími og við erum bæði meðvituð um það. Allir sem þekkja okkur bæði vita að þetta er lyginni líkast og þannig hefur það verið frá upphafi. Okkur finnst eins og við höfum þekkst í miklu lengri tíma. Við erum svo ótrúlega lík. Allt í einu varð allt sem var svo flókið í hausnum á mér, svo ótrúlega einfalt. Það passaði allt. Börnin, lífið og plönin, allt sem við erum að gera.“

Barnið fær Costco-Baby smekk

Þórey viðurkennir að þau hafi bæði jafn gaman af því að kíkja í Costco. „Það er gaman að geta sameinast í því. Fyrst þegar við fórum saman þá fannst okkur fannst okkur tilvalið að sýna vinunum frá því á Snapchat.“

Samband Þóreyjar og Ómars og það hvernig þau kynntust hefur verið óþrjótandi uppspretta brandara í vinahópum þeirra beggja og víðar. Vinkonur Þóreyjar héldu til að mynda fyrir hana barnaboð eða „babyshower“ á dögunum, sem að sjálfsögðu var með Costco ívafi. Létu þær meðal annars útbúa smekk fyrir ófætt barnið með áletruninni: Costco-Baby. En væntanlega er um fyrsta íslenska Coscto-barnið að ræða.

Sem betur fer hafa þau bæði mikinn húmor fyrir þessu öllu saman. „Okkur finnst líka báðum skemmtilegra að segja frá þessari sögu heldur en sögu af Tinder,“ segir Þórey kímin að lokum.

mbl.is

Innlent »

Fylgjast með fótspori ferðamannsins

Í gær, 22:00 Í ágúst árið 2010 voru um 30.000 ferðamenn staddir á Íslandi samstundis. Á sama tíma árið 2017 voru þeir orðnir 90.000. Út er komin ný skýrsla um vísa til þess að meta fótspor ferðamanna hér á landi. Meira »

Sara Nassim tilnefnd til Grammy-verðlauna

Í gær, 21:45 Þrítug íslensk kona, Sara Nassim Valadbeygi, er tilnefnd til Grammy-verðlaunanna sem framleiðandi tónlistarmyndbands söngkonunnar Tierra Whack, Mumbo Jumbo. Fjögur önnur myndbönd eru tilnefnd í sama flokki og Mumbo Jumbo. Grammy-verðlaunin verða afhent í Los Angeles 10. febrúar. Meira »

7 tilnefndir til Íslensku þýðingaverðlaunanna

Í gær, 21:33 Sex þýðingar og sjö þýðendur eru tilnefndar til Íslensku þýðingaverðlaunanna þetta árið. Verðlaunin, sem eru veitt fyrir vandaða þýðingu á fagurbókmenntaverki, hafa verið veitt árlega frá 2005 en til þeirra var stofnað til að vekja athygli á ómetanlegu framlagi þýðenda til íslenskra bókmennta. Meira »

Kaupendur vændis virðast ansi víða

Í gær, 21:23 „Þetta er ekki einstakt mál, það er mikilvægt að það komi fram,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis, um mál fatlaðrar konu sem talið er að um 50 karlmenn hafi keypt vændi af. Meira »

Brotist inn í hús í Borgarnesi

Í gær, 20:34 Lögreglan á Vesturlandi biður fólk að vera á varðbergi gagnvart mannaferðum eftir að brotist var inn í íbúðarhús í Borgarnesinu á áttunda tímanum í kvöld og m.a. stolið þaðan skartgripum. Meira »

Enginn forgangur fyrir Árneshrepp

Í gær, 20:30 Að fresta vegaframkvæmdum um Veiðileysuháls enn einu sinni yrði ákvörðun um að leggja Árneshrepp í eyði, segir í umsögn um tillögu að samgönguáætlun. Þingmenn kjördæmisins segjast tala máli hreppsins en hafi engan sérstakan forgang fengið. Meira »

Stærsta hlutverk Íslendings

Í gær, 20:20 Leikkonan Hera Hilmarsdóttir fer með aðalhlutverk í nýrri stórmynd Peter Jackson, Mortal Engines. Í gær var haldin sérstök Nexus-forsýning þar sem Hera mætti og tók við fyrirspurnum í lok sýningarinnar. Ragnar Eyþórsson, kvikmynda- og sjónvarpsrýnir síðdegisþáttar K100, var á staðnum. Meira »

Ísland færist ofar á lista yfir veiðar

Í gær, 20:00 Ísland er í 17. sæti á meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims, með um 1,3% hlutdeild þess aflamagns sem veitt er á heimsvísu, og sú þriðja stærsta þegar litið er til ríkja Evrópu. Meira »

„Þetta gæti verið svo miklu verra“

Í gær, 19:42 „Við höfum ekki ástæðu til að ætla að samdráttur í ferðamennsku verði eitthvað í líkingu við það sem samdrátturinn hjá WOW verður á næsta ári. Að þetta muni þýða færri sæti fyrir ferðamenn á leið til Íslands. Auðvitað getur það verið en það er ekkert sem segir að þannig verði það.“ Meira »

Leggst gegn sölu Lækningaminjasafns

Í gær, 19:20 Samfylkingin á Seltjarnarnesi leggst gegn því að Lækningaminjasafnið verði selt til þriðja aðila. „Húsið hefur alla burði til þess að verða stolt og prýði bæjarins,“ segir í bókun flokksins um húsið, sem bærinn auglýsti til sölu í síðustu viku. Meira »

Skógarmítill, kvef og kynlíf

Í gær, 18:30 Vefurinn heilsuvera.is er samstarfsverkefni Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Embættis landlæknis. Vefnum er ætlað að koma á framfæri til almennings áreiðanlegum upplýsingum um heilsu, þroska og áhrifaþætti heilbrigðis, ásamt því að opna aðgengi einstaklinga inn á eigin sjúkraskrá. Meira »

Vill snúa vörn í sókn fyrir íslenskuna

Í gær, 18:13 Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur mælt fyrir þingsályktunartillögu um að efla íslensku sem opinbert mál á Íslandi. Í tillögunni er lagt til að Alþingi álykti „um mikilvægi íslenskrar tungu og nauðsyn þess að tryggja að tungumálið verði áfram notað á öllum sviðum íslensks samfélags“. Meira »

Embættisskylda að senda málið áfram

Í gær, 18:00 Már Guðmundsson seðlabankastjóri segist hafa rætt við Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra Samherja, í síma sumarið 2012 og þá hafi talið borist að því að svokallað Samherjamál yrði sett í sáttaferli. Það hefði þá falið í sér einhverjar breytingar á fyrirkomulagi og verklagi hjá Samherja. Meira »

Siðareglurnar nái varla yfir mál Ágústs

Í gær, 17:40 „Þessi mál eru að mörgu leyti ólík þó að bæði séu alvarleg. Ég held að siðareglur þingsins nái varla yfir hans mál,“ segir Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, aðspurður hvort hann telji mál Ágústs Ólafs Ágústssonar þess eðlis að siðanefnd Alþingis ætti að taka það fyrir. Meira »

Hlaut 18 mánaða dóm fyrir nauðgun

Í gær, 17:21 Karlmaður var dæmdur í 18 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudag fyrir nauðgun sem átti sér stað í maí í fyrra, er hann var 17 ára gamall. Stúlkan sem hann braut gegn var þá ólögráða og hafði farið með frænku sinni, kærasta hennar og ákærða í skemmtiferð austur í sveitir. Meira »

Flokksskírteini í stað hæfni stjórnenda

Í gær, 16:06 Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, sagði í sérstakri umræðu á Alþingi um Íslandspóst að flestum hefði verið komið í opna skjöldu með hversu alvarleg staða fyrirtækisins væri orðin, sem sé sérstaklega alvarlegt vegna þess að það er í eigu ríkisins. Meira »

„Hef verið kurteis hingað til“

Í gær, 15:17 „Ég hef verið kurteis hingað til en nú krefst ég þess að þessari vanvirðingu við þing og þjóð verði hætt og að ég fái svar við þessum réttmætu spurningum mínum,“ sagði Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, undir dagskrárliðnum störf þingsins. Meira »

„Rosalega mikið högg“

Í gær, 14:06 „Þetta er náttúrulega bara hörmulegt, það er bara þannig,“ segir Orri Þrastarson, varaformaður Flugfreyjufélags Íslands, í samtali við mbl.is um uppsagnir fjölda starfsmanna WOW air sem tilkynnt var um í dag. Meira »

Flestir brunar á heimilum í desember

Í gær, 13:46 Tölfræði tjóna hjá VÍS sýnir að flestir brunar á heimilum eiga sér stað í desember og þar fast á eftir fylgir janúar. Algengustu brunar á þessum tíma eru vegna kerta og eldavéla og eru nú þegar farnar að koma inn tilkynningar um bruna vegna kertaskreytinga. Meira »
Sumarhús við gullna hringinn..
- Gisting fyrir 5-6, leiksvæði og stutt að Geysi, Flúðum og Gullfossi. Velkomin....
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar viðartegundir og litir, smíðað eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 61...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH, NORWEGIAN & DANISH f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA, DANSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: AUTUMN/HAUST: ...