Ískaldir ferðamenn elska Ísland

Ferðamenn komu til Íslands þrátt fyrir rysjótt veður og kulda.
Ferðamenn komu til Íslands þrátt fyrir rysjótt veður og kulda. Ásdís Ásgeirsdóttir

Fyrst á vegi blaðamanns eru hjón frá Ítalíu með litla stúlku. „Við erum frá Ítalíu. En ég fæddist hér!“ segir Rósa Ýr Rancitelli sem hingað er komin ásamt eiginmanninum Alessandro Amadei og yngsta barni af þremur, Dorotheu Líf. „Mamma mín er íslensk og ég bjó hér til fimm ára aldurs. Ég tala líka smá íslensku!“ segir Rósa og hlær. „Við erum frá litlum bæ á austurströnd Ítalíu. Það er rétt hjá Rimini. Pabbi minn er ítalskur en hann kom hingað á leið til Bandaríkjanna en hann kynntist mömmu minni og endaði á að vera hér í tíu ár,“ segir hún en foreldrarnir búa á Ítalíu. Rósa vinnur í bókabúð og maður hennar er kokkur með áherslu á lífrænan mat.

„Ég kom núna því ég elska veturinn á Íslandi og við vildum heimsækja ömmu sem er 98 ára. Ég elska snjóinn og storma, við höfum ekki þannig á Ítalíu,“ segir Rósa sem dvaldi hér í tíu daga og sýndi eiginmanni og barni það helsta.

Alessandro segist kunna vel við Ísland um vetur og finnst ekkert of kalt. „Best kann ég að meta hversu allt er rólegt hér, fólkið er afslappaðra en á Ítalíu. Þetta er lítil borg og hægt að ganga um allt og borgin umvefur mann. Landslagið er líka einstakt,“ segir hann. „Og íslenskur himinn er allt öðruvísi.“

Blaðamaður spyr hvort það sé munur á íslenskum konum og ítölskum. „Þær íslensku eru fallegri,“ segir hann og þau skellihlæja.

Rósa, Dórothea og Alessandro kunna vel að meta íslenskan vetur.
Rósa, Dórothea og Alessandro kunna vel að meta íslenskan vetur. Ásdís Ásgeirsdóttir

Fóru í leynilega lónið

New York-búarnir Rose Feuer, Harold Treiber og Sarene Shanus eru stödd í Rammagerðinni á Skólavörðustíg að versla þegar blaðamaður ákveður að trufla. 

Spurð um ástæðu ferðarinnar svarar Sarene: „Við héldum að við myndum sjá norðurljósin, sem við höfum ekki enn séð. Og það að koma til Íslands var á allra óskalista. Við látum kuldann ekkert stöðva okkur, enda oft kalt í New York. En við héldum líka að landslagið yrði fallegt svona hulið snjó og að það yrði minna um ferðamenn, sem reyndist rétt. Þetta hefur verið stórkostlegt. Algjörlega. Að sjá víðáttuna og sjá sólina koma upp yfir landinu,“ segir hún.

„Og fólkið hér er mjög vingjarnlegt,“ skýtur Harold inn í.

„Við höfum ferðast um Suðurland, sáum svörtu ströndina og dvöldum í kringum Vík. Svo fórum við gullna hringinn og líka í leynilega lónið,“ segja þau en blaðamaður hefur ekki hugmynd um hvar það er. „Það er líka leynilegt,“ segir Harold og brosir.

Ameríkanarnir voru alsælir með dvölina þótt norðurljósin hafi ekki látið ...
Ameríkanarnir voru alsælir með dvölina þótt norðurljósin hafi ekki látið sjá sig. Ásdís Ásgeirsdóttir

Komum til að sjá norðurljósin

Fjórar vinkonur frá Kína eru staddar við styttuna af Leifi Eiríkssyni hjá Hallgrímskirkju þegar blaðamann ber að garði og truflar þær við myndatökur. Þær eru til í spjall og byrja á að segja frá hvaða borg þær eru en það reynist erfitt að skilja kínverskuna. Blaðamanni heyrist þær segja Conshong. Þær gefast upp á að reyna að koma þessu til skila og láta nægja að segja að þær séu frá Suður-Kína. Man Chen, Suki Chen, Suyi Zhao og Chinki Chen vinna allar við hönnun af einhverju tagi og kynntust í gegnum vinnuna. Þær ákváðu að skella sér í ferð til Norðurlanda. 

„Við erum hér í fyrsta sinn. Við komum vegna náttúrunnar, sem er stórkostleg, og norðurljósanna,“ segja þær.  Þær kunna vel að meta íslenska veturinn. „Það er aldrei snjór í Kína, þar er heitt, alla vega þar sem við búum. Við vissum eitthvað um Ísland, við lásum okkur til á netinu,“ segja þær.


Það sem kom þeim mest á óvart er víðáttan. „Við sjáum fjöllin frá borginni. Og maður sér langt,“ segir Chinki.

Vinkonurnar frá Kína sögðu víðáttuna hér áhugaverða.
Vinkonurnar frá Kína sögðu víðáttuna hér áhugaverða. Ásdís Ásgeirsdóttir

Erasmus-nemar á ferð

Vinkonurnar með löngu nöfnin, þær Ainhoa Arriero Castano og Beatriz Cabezas Rodriguez, eru frá bæ nálægt Madríd á Spáni. Það kemur fljótt í ljós að önnur þeirra er hér skiptinemi.
„Ég er að læra hérna líffræði í gegnum Erasmus, ég kom hingað í ágúst. Ég ætla að vera hér í ár,“ segir Ainhoa og sparar ekki stóru orðin. „Ég elska að vera hérna, ég á engin orð. Það er stórkostlegt og allt öðruvísi en á Spáni, bæði menningin og landslagið,“ segir hún. „Ég er orðin vön kuldanum,“ segir hún brosandi.

Vinkona hennar, Beatriz, er einnig Erasmus-nemandi, en í Belgíu. Hún kom hingað að heimsækja vinkonu sína.

Vinkonurnar frá Spáni eru Erasmus-nemar. Þær segja íslenska karlmenn kaldari ...
Vinkonurnar frá Spáni eru Erasmus-nemar. Þær segja íslenska karlmenn kaldari í viðmóti en þá spænsku. Ásdís Ásgeirsdóttir

Ungu konurnar hafa skoðun á íslenskum karlmönnum. „Þeir eru mjög ólíkir þeim spænsku!“ segir Ainhoa. „Þeir eru svo kaldir hér, þeir halda sig í fjarlægð. Ég er vön að heilsa öllum með faðmlagi og tveimur kossum en hér heilsast allir með handabandi. Nú er ég að venjast því.“ 
Við kveðjumst og þessar brosmildu vinkonur halda á braut út í kuldann, alsælar.

Ítarlegri viðtöl eru við ferðamenn í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Aðskilnaði akstursstefna jafnvel flýtt

19:55 Ráðherra samgöngumála útilokar ekki að aðskilnaði akstursstefna á Reykjanesbraut við Hafnarfjörð verði flýtt, en hann fundaði með forsvarsfólki Stopp-hópsins svokallaða í fyrradag. Meira »

Ákærð fyrir tæp 30 þjófnaðarmál

19:33 Framlengt gæsluvarðhald konu ákærðrar fyrir hátt í 30 stuldi hefur verið staðfest af Landsrétti. Landsréttur taldi ólíklegt að hin ákærða myndi hætta að brjóta af sér áður en niðurstaða fengist í málinu. Meira »

Veita 100 m.kr. til neyðaraðstoðar í Jemen

19:14 Utanríkisráðuneytið ætlar að verja 100 milljónum til neyðaraðstoðar í Jemen. Mun framlagið skiptast jafnt milli tveggja stofnana Sameinuðu þjóðanna sem eru í landinu og sinna neyðaraðstoð. „Neyðin er slík að hver mínúta skiptir máli,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Meira »

Tóku landganga úr notkun vegna veðurhams

18:56 Taka þurfti alla landganga úr notkun á Keflavíkurflugvelli nú síðdegis vegna vindhraða. Stigabílar eru heldur ekki í notkun af sömu ástæðu og segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, 12 flugvélar frá Icelandair sem fara áttu í loftið síðdegis nú bíða þess að komast af stað. Meira »

Eldur í verkstæði á Neskaupstað

17:55 Tveir voru fluttir með sjúkrabíl á sjúkrahúsið í Neskaupstað vegna gruns um reykeitrun, eftir að eldur kviknaði í litlu verkstæði á Norðfirði um klukkan 15:30 í dag. Meira »

Kærðu sölu á kjöti af heimaslátruðu til lögreglu

17:51 Matvælastofnun hefur óskað eftir að lögregla taki til rannsóknar markaðssetningu á lambakjöti af heimaslátruðu á bændamarkaði sem haldinn var á Hofsósi í lok septembermánaðar. Meira »

Kópavogsbær sýknaður af kröfum Lauga

17:30 Landsréttur hefur sýknað Kópavogsbæ af skaðabótakröfum Lauga vegna ákvörðunar bæjarins um að hafna tilboði fyrirtækisins í leigu á líkamsræktaraðstöðu við sundlaugar í bænum. Þar með staðfesti Landsréttur sýknudóm Héraðsdóm Reykjaness síðan í febrúar síðastliðnum. Meira »

Segir tillögur Miðflokksins fjármagnaðar

17:28 „Það er ekki hægt að leggja alla pósta saman og segja að verið sé að auka útgjöld, það er ekki rétt aðferð,“ segir Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, í samtali við mbl.is um breytingartillögur flokksins við fjárlagafrumvarpið. Meira »

Unnið að því að meta skemmdirnar

17:04 Ekkert liggur enn fyrir um umfang skemmdanna sem urðu á farþegaþotu WOW air á flughlaði St. Louis flugvallarins í gær, né hversu langan tíma mun taka að gera við vélina. Að sögn upplýsingafulltrúa WOW air er nú unnið að því að meta skemmdirnar og hvert framhaldið verði. Meira »

Tími aðgerða að renna upp

16:52 Ríkisstjórnin hefur samþykkt að skipa starfshóp til þess að útfæra sértækar aðgerðir sem eiga að gera ungu og tekjulágu fólki kleift að kaupa sér íbúðarhúsnæði, en félags- og jafnréttismálaráðherra lagði fram tillögu þess efnis á fundi ríkisstjórnarinnar í dag. Meira »

Hika ekki við að svíkja gefin loforð

16:36 „Í vikunni varð ljóst að stjórnvöld ætla ekki að eiga frumkvæði að því að jafna kjörin og beita skatt- og bótakerfinu til jöfnuðar. Slíkar breytingar þarf greinilega að sækja fast og eru það vonbrigði.“ Þannig hefst pistill Drífu Snædal, forstjóra ASÍ. Meira »

Eiríkur hlýt­ur verðlaun Jónas­ar

16:32 Eiríkur Rögnvaldsson hlaut í dag verðlaun Jónas­ar Hall­gríms­son­ar þegar þau voru afhent við hátíðlega athöfn á Höfn. Við sama tækifæri tók Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson við sérstakri viðurkenningu á degi íslenskrar tungu fyrir verkefnið Skáld í skólum. Meira »

Dómur í kynferðisbrotamáli mildaður

16:30 Landsréttur hefur dæmt karlmann í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn 17 ára stúlku árið 2015 og dæmt hann til að greiða henni 1.3 milljónir króna í miskabætur. Héraðsdómur Reykjaness hafði einnig dæmt manninn í 18 mánaða fangelsi en það var ekki bundið skilorði. Meira »

Mengunin hverfur með „Soda Stream“

16:22 „Þetta er í sjálfu sér einföld aðferð,“ segir Edda Sif Pind Aradóttir, verkefnastjóri hjá CarbFix teymi á Hellisheiði. Undanfarin 11 ár hefur aðferð verið þróuð sem hefur skilað sér í því að nú eru þau farin að binda um 10 þúsund tonn árlega af losun Hellisheiðarvirkjunar og meirihlutann af brennisteinsvetninu sem verksmiðjan losaði. Meira »

Mikið vatnsveður á höfuðborgarsvæðinu

16:15 Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa og Breiðarfirði. Búast má við hvössum vindi og snörpum vindkviðum við fjöllum og færð er varasöm fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Fólk er beðið um að kanna hvort niðurföll séu í lagi. Meira »

Sagt upp fyrirvarlaust eftir 44 ár

15:56 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Vöku hf, björgunarfélag, til að greiða karlmanni á sjötugsaldri rúmar 2,8 milljónir króna með dráttarvöxtum í skaðabætur fyrir að hafa sagt honum fyrirvaralaust upp störfum, án uppsagnarfrest, eftir 44 ára starf hjá fyrirtækinu. Meira »

Vilja lækka skatta og auka útgjöld

15:55 Miðflokkurinn segir of mikinn útgjaldavöxt í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar og leggur til að auka útgjöld ríkissjóðs um 2,4 milljarða króna. Þá leggur flokkurinn einnig til í breytingartillögum sínum við frumvarpið að tekjur verði 4,8 milljörðum minni. Meira »

Banksy lofi nýju verki verði Jón dæmdur

15:42 Listamaðurinn Banksy virðist hafa fengið veður af umræðunni um verk Jóns Gnarr, en hann sendi borgarstjóranum fyrrverandi skilaboð í dag og sagðist myndu senda Jóni nýtt verk yrði hann dæmdur fyrir að eyðileggja verkið. Meira »

Margir lesa á íslensku sér til gamans

14:59 Nær helmingur landsmanna sagðist að jafnaði lesa sér til gamans í hverri viku samkvæmt nýjustu könnun MMR á lestrarvenjum, eða 42%. 68% svarenda kváðust hafa lesið bækur á íslensku sér til skemmtunar síðustu tólf mánuði. Meira »