Ískaldir ferðamenn elska Ísland

Ferðamenn komu til Íslands þrátt fyrir rysjótt veður og kulda.
Ferðamenn komu til Íslands þrátt fyrir rysjótt veður og kulda. Ásdís Ásgeirsdóttir

Fyrst á vegi blaðamanns eru hjón frá Ítalíu með litla stúlku. „Við erum frá Ítalíu. En ég fæddist hér!“ segir Rósa Ýr Rancitelli sem hingað er komin ásamt eiginmanninum Alessandro Amadei og yngsta barni af þremur, Dorotheu Líf. „Mamma mín er íslensk og ég bjó hér til fimm ára aldurs. Ég tala líka smá íslensku!“ segir Rósa og hlær. „Við erum frá litlum bæ á austurströnd Ítalíu. Það er rétt hjá Rimini. Pabbi minn er ítalskur en hann kom hingað á leið til Bandaríkjanna en hann kynntist mömmu minni og endaði á að vera hér í tíu ár,“ segir hún en foreldrarnir búa á Ítalíu. Rósa vinnur í bókabúð og maður hennar er kokkur með áherslu á lífrænan mat.

„Ég kom núna því ég elska veturinn á Íslandi og við vildum heimsækja ömmu sem er 98 ára. Ég elska snjóinn og storma, við höfum ekki þannig á Ítalíu,“ segir Rósa sem dvaldi hér í tíu daga og sýndi eiginmanni og barni það helsta.

Alessandro segist kunna vel við Ísland um vetur og finnst ekkert of kalt. „Best kann ég að meta hversu allt er rólegt hér, fólkið er afslappaðra en á Ítalíu. Þetta er lítil borg og hægt að ganga um allt og borgin umvefur mann. Landslagið er líka einstakt,“ segir hann. „Og íslenskur himinn er allt öðruvísi.“

Blaðamaður spyr hvort það sé munur á íslenskum konum og ítölskum. „Þær íslensku eru fallegri,“ segir hann og þau skellihlæja.

Rósa, Dórothea og Alessandro kunna vel að meta íslenskan vetur.
Rósa, Dórothea og Alessandro kunna vel að meta íslenskan vetur. Ásdís Ásgeirsdóttir

Fóru í leynilega lónið

New York-búarnir Rose Feuer, Harold Treiber og Sarene Shanus eru stödd í Rammagerðinni á Skólavörðustíg að versla þegar blaðamaður ákveður að trufla. 

Spurð um ástæðu ferðarinnar svarar Sarene: „Við héldum að við myndum sjá norðurljósin, sem við höfum ekki enn séð. Og það að koma til Íslands var á allra óskalista. Við látum kuldann ekkert stöðva okkur, enda oft kalt í New York. En við héldum líka að landslagið yrði fallegt svona hulið snjó og að það yrði minna um ferðamenn, sem reyndist rétt. Þetta hefur verið stórkostlegt. Algjörlega. Að sjá víðáttuna og sjá sólina koma upp yfir landinu,“ segir hún.

„Og fólkið hér er mjög vingjarnlegt,“ skýtur Harold inn í.

„Við höfum ferðast um Suðurland, sáum svörtu ströndina og dvöldum í kringum Vík. Svo fórum við gullna hringinn og líka í leynilega lónið,“ segja þau en blaðamaður hefur ekki hugmynd um hvar það er. „Það er líka leynilegt,“ segir Harold og brosir.

Ameríkanarnir voru alsælir með dvölina þótt norðurljósin hafi ekki látið ...
Ameríkanarnir voru alsælir með dvölina þótt norðurljósin hafi ekki látið sjá sig. Ásdís Ásgeirsdóttir

Komum til að sjá norðurljósin

Fjórar vinkonur frá Kína eru staddar við styttuna af Leifi Eiríkssyni hjá Hallgrímskirkju þegar blaðamann ber að garði og truflar þær við myndatökur. Þær eru til í spjall og byrja á að segja frá hvaða borg þær eru en það reynist erfitt að skilja kínverskuna. Blaðamanni heyrist þær segja Conshong. Þær gefast upp á að reyna að koma þessu til skila og láta nægja að segja að þær séu frá Suður-Kína. Man Chen, Suki Chen, Suyi Zhao og Chinki Chen vinna allar við hönnun af einhverju tagi og kynntust í gegnum vinnuna. Þær ákváðu að skella sér í ferð til Norðurlanda. 

„Við erum hér í fyrsta sinn. Við komum vegna náttúrunnar, sem er stórkostleg, og norðurljósanna,“ segja þær.  Þær kunna vel að meta íslenska veturinn. „Það er aldrei snjór í Kína, þar er heitt, alla vega þar sem við búum. Við vissum eitthvað um Ísland, við lásum okkur til á netinu,“ segja þær.


Það sem kom þeim mest á óvart er víðáttan. „Við sjáum fjöllin frá borginni. Og maður sér langt,“ segir Chinki.

Vinkonurnar frá Kína sögðu víðáttuna hér áhugaverða.
Vinkonurnar frá Kína sögðu víðáttuna hér áhugaverða. Ásdís Ásgeirsdóttir

Erasmus-nemar á ferð

Vinkonurnar með löngu nöfnin, þær Ainhoa Arriero Castano og Beatriz Cabezas Rodriguez, eru frá bæ nálægt Madríd á Spáni. Það kemur fljótt í ljós að önnur þeirra er hér skiptinemi.
„Ég er að læra hérna líffræði í gegnum Erasmus, ég kom hingað í ágúst. Ég ætla að vera hér í ár,“ segir Ainhoa og sparar ekki stóru orðin. „Ég elska að vera hérna, ég á engin orð. Það er stórkostlegt og allt öðruvísi en á Spáni, bæði menningin og landslagið,“ segir hún. „Ég er orðin vön kuldanum,“ segir hún brosandi.

Vinkona hennar, Beatriz, er einnig Erasmus-nemandi, en í Belgíu. Hún kom hingað að heimsækja vinkonu sína.

Vinkonurnar frá Spáni eru Erasmus-nemar. Þær segja íslenska karlmenn kaldari ...
Vinkonurnar frá Spáni eru Erasmus-nemar. Þær segja íslenska karlmenn kaldari í viðmóti en þá spænsku. Ásdís Ásgeirsdóttir

Ungu konurnar hafa skoðun á íslenskum karlmönnum. „Þeir eru mjög ólíkir þeim spænsku!“ segir Ainhoa. „Þeir eru svo kaldir hér, þeir halda sig í fjarlægð. Ég er vön að heilsa öllum með faðmlagi og tveimur kossum en hér heilsast allir með handabandi. Nú er ég að venjast því.“ 
Við kveðjumst og þessar brosmildu vinkonur halda á braut út í kuldann, alsælar.

Ítarlegri viðtöl eru við ferðamenn í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Eins og að ganga inn í aðra veröld

Í gær, 23:45 „Ég ólst upp við mikla tónlist á mínu æskuheimili, pabbi er mjög músíkalskur og hann spilar á mörg hljóðfæri. En ég var alltaf frekar feimin og byrjaði ekki að syngja fyrr en ég var orðin táningur. Þegar ég byrjaði í Versló fór ég alveg á fullt í þetta, tók þátt í öllu sem ég gat í skólanum, öllum söngleikjum og söngkeppnum,“ segir Elín Harpa Héðinsdóttir. Meira »

Konan sigursælust

Í gær, 22:50 Kona fer í stríð í leikstjórn Benedikts Erlingssonar stóð uppi sem sigurvegari á Edduhátíðinni 2019 sem lauk á ellefta tímanum í kvöld. Kvikmyndin hafði verið tilnefnd til 10 verðlauna og vann þau öll, m.a. sem kvikmynd ársins, fyrir leikstjórn, handrit, leikkonu í aðalhlutverki og tónlist. Meira »

Smakkar ekki kökuna fyrr en hún hefur unnið

Í gær, 22:40 „Ég hef fyrst og fremst áhuga á faginu og metnað til að gera vel og framleiða góða vöru fyrir viðskiptavinina,“ segir Sigurður Már Guðjónsson, höfundur köku ársins 2019. Meira »

Egill Eðvarðsson heiðraður

Í gær, 22:35 Heiðursverðlaunahafi Eddunnar í ár er Egill Eðvarðsson, sem hefur starfað við íslenska sjónvarps- og kvikmyndagerð í hartnær 50 ár – og er enn að. Hann kveðst þó aldrei hafa leitt hugann sérstaklega að því að sjálfur ætti hann eftir að standa á sviðinu og taka á móti Eddu-verðlaunum. Meira »

Lagði Þjóðverjum lið við val á lagi

Í gær, 22:25 Einar Bárðarson dæmdi í kvöld í söngvakeppni þýska ríkissjónvarpsins (d. Unser lied für Israel), en Einar er landsmönnum meðal annars kunnugur fyrir að hafa samið lagið Birta (e. Angel) sem var framlag Íslands í Eurovision árið 2001 auk fjölda annarra slagara. Meira »

Eldur kom upp í bifreið á Bústaðavegi

Í gær, 22:14 Eldur kom upp í bifreið á gatnamótum Bústaðavegar og Litluhlíðar um áttaleytið í kvöld.  Meira »

Í verkfall fyrir loftslagið: Myndir

Í gær, 22:05 Fjöldi fólks, aðallega ungs fólks og nemenda, kom saman á Austurvelli í dag til þess að mótmæla aðgerðaleysi vegna loftslagsbreytinga. Ljósmyndari mbl.is fór á staðinn. Meira »

Vinna með virtu fólki í bransanum

Í gær, 21:45 „Við vorum búnir að vera á sama stað í átta ár og þurftum á ákveðinni breytingu að halda. Það er gott að prófa nýja hluti og kannski að taka skrefið upp á við,“ segir leikstjórinn Gunnar Páll Ólafsson. Meira »

Fjúkandi fiskikör í Ólafsvík

Í gær, 21:38 Lögreglan í Ólafsvík hefur lokað fyrir umferð á hafnarsvæði bæjarins vegna fiskikara og ruslatunna sem fjúka um svæðið. Auk hífandi roks er sjávarstaða afar há, en vindhviður í Ólafsvík hafa farið allt upp í 27 metra á sekúndu í kvöld. Meira »

1,6 milljónir fyrir ólögmæta handtöku

Í gær, 21:30 Landsréttur dæmdi karlmanni 1,6 milljónir króna í skaðabætur vegna handtöku og gæsluvarðhalds sem hann sætti í tvo sólarhringa auk einangrunar í sex sólarhringa. Maðurinn var grunaður um kynferðisbrot gegn 16 ára gamalli stúlku í félagi við fjóra aðra menn. Meira »

Sátu fastir um borð vegna hvassviðris

Í gær, 21:16 Um 500 farþegar sátu fastir um borð í þremur flugvélum á Keflavíkurflugvelli um tíma í kvöld vegna hvassviðris, en landgangar flugvallarins eru teknir úr notkun þegar vindhraði fer upp í 50 hnúta. Meira »

Hungurganga á Austurvelli

Í gær, 20:25 „Fólk á lægstu launum, örorkulífeyri og eftirlaunum hefur ekki nægar tekjur til að lifa út mánuðinn. Þetta á við um tugþúsundir einstaklinga og fjölskyldna. Það er þjóðarskömm.“ Þetta kemur fram í texta vegna mótmæla sem haldin verða á Austurvelli á morgun. Meira »

Aðrar leiðir til að láta vita

Í gær, 20:00 Niclas Walter, forstjóri InfoMentor, rekstraraðila skólaupplýsingakerfisins Mentor, segir fyrirtækið vita af öllum skrefum sem skráður notandi kerfisins tók þegar hann fann veikleika í kerfinu sem gerði að verkum að hann gat sótt upplýsingar um kennitölur hundruða barna og forsíðumyndir þeirra. Meira »

Hækkun lægstu launa gefi ranga mynd

Í gær, 19:55 Samkvæmt kröfugerð Eflingar sem lögð var fram 10. október 2018 skal auka bil á milli launaflokka og aldursþrepa og segja Samtök atvinnulífsins hækkun lægstu byrjunarlauna eina og sér því gefa ófullnægjandi mynd af kröfugerðinni. Hún feli í sér að lægstu laun hækki minnst í krónum og prósentum en hæstu umsömdu laun hækki mest bæði í prósentum og krónutölum. Meira »

„Útlitið nánast aldrei jafn dökkt og nú“

Í gær, 19:30 Fulltrúar fjögurra japanskra fyrirtækja segja það grafalvarlegt mál ef engin íslensk loðna kemur inn á markaðinn í ár. Í fyrra keyptu japönsk fyrirtæki tuttugu þúsund tonn af loðnu frá Íslandi en auk þess eru Japanar helstu kaupendur loðnuhrogna. Meira »

Forskot Airbnb aukið með verkföllum

Í gær, 19:20 Áhyggjur af afleiðingum verkfallsaðgerða Eflingar fara vaxandi innan gistingageirans, bæði hvað varðar orðspor Íslands sem áfangastaðar og samkeppnisstöðu fyrirtækja inna geirans gagnvart skuggahagkerfinu. Þetta segir Kristófer Oliversson, formannður Félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu. Meira »

Eygló hreppti verðlaunin

Í gær, 18:50 Eygló Harðardóttir myndlistarkona hlaut í gærkvöldi Íslensku myndlistarverðlaunin fyrir árið 2018 og voru þau afhent við hátíðlega athöfn í Iðnó. Verðlaunin hlaut hún fyrir sýninguna Annað rými sem sett var upp í Nýlistasafninu. Hlaut Eygló eina milljón króna í verðlaun. Meira »

Fundurinn upplýsandi fyrir báða aðila

Í gær, 18:45 Fulltrúar VR og Almenna leigufélagsins munu funda aftur á mánudag og engin ákvörðun hefur verið tekin um að taka fé VR úr stýringu hjá Kviku banka. Þetta staðfestir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í samtali við mbl.is. Meira »

Reyndist lögreglumaður en ekki þjófur

Í gær, 18:08 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst nýverið tilkynning um yfirstandandi innbrot í raðhús í umdæminu þar sem skuggalegt par á miðjum aldri hafði fundið sér leið inn í húsið í gegn um bílskúrinn. Meira »
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Hagstæð verð, sjá meðal annars: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ...
4 manna hornklefi Infrarauður Saunaklefi tilboð til 279.000 var 350.000
Verð 350.000 Topp klefar.Tilboð 279.000 (er á leiðinni 2-3 vikur ) Hiti frá 3...
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar - Leigusamningar T...