Ískaldir ferðamenn elska Ísland

Ferðamenn komu til Íslands þrátt fyrir rysjótt veður og kulda.
Ferðamenn komu til Íslands þrátt fyrir rysjótt veður og kulda. Ásdís Ásgeirsdóttir

Fyrst á vegi blaðamanns eru hjón frá Ítalíu með litla stúlku. „Við erum frá Ítalíu. En ég fæddist hér!“ segir Rósa Ýr Rancitelli sem hingað er komin ásamt eiginmanninum Alessandro Amadei og yngsta barni af þremur, Dorotheu Líf. „Mamma mín er íslensk og ég bjó hér til fimm ára aldurs. Ég tala líka smá íslensku!“ segir Rósa og hlær. „Við erum frá litlum bæ á austurströnd Ítalíu. Það er rétt hjá Rimini. Pabbi minn er ítalskur en hann kom hingað á leið til Bandaríkjanna en hann kynntist mömmu minni og endaði á að vera hér í tíu ár,“ segir hún en foreldrarnir búa á Ítalíu. Rósa vinnur í bókabúð og maður hennar er kokkur með áherslu á lífrænan mat.

„Ég kom núna því ég elska veturinn á Íslandi og við vildum heimsækja ömmu sem er 98 ára. Ég elska snjóinn og storma, við höfum ekki þannig á Ítalíu,“ segir Rósa sem dvaldi hér í tíu daga og sýndi eiginmanni og barni það helsta.

Alessandro segist kunna vel við Ísland um vetur og finnst ekkert of kalt. „Best kann ég að meta hversu allt er rólegt hér, fólkið er afslappaðra en á Ítalíu. Þetta er lítil borg og hægt að ganga um allt og borgin umvefur mann. Landslagið er líka einstakt,“ segir hann. „Og íslenskur himinn er allt öðruvísi.“

Blaðamaður spyr hvort það sé munur á íslenskum konum og ítölskum. „Þær íslensku eru fallegri,“ segir hann og þau skellihlæja.

Rósa, Dórothea og Alessandro kunna vel að meta íslenskan vetur.
Rósa, Dórothea og Alessandro kunna vel að meta íslenskan vetur. Ásdís Ásgeirsdóttir

Fóru í leynilega lónið

New York-búarnir Rose Feuer, Harold Treiber og Sarene Shanus eru stödd í Rammagerðinni á Skólavörðustíg að versla þegar blaðamaður ákveður að trufla. 

Spurð um ástæðu ferðarinnar svarar Sarene: „Við héldum að við myndum sjá norðurljósin, sem við höfum ekki enn séð. Og það að koma til Íslands var á allra óskalista. Við látum kuldann ekkert stöðva okkur, enda oft kalt í New York. En við héldum líka að landslagið yrði fallegt svona hulið snjó og að það yrði minna um ferðamenn, sem reyndist rétt. Þetta hefur verið stórkostlegt. Algjörlega. Að sjá víðáttuna og sjá sólina koma upp yfir landinu,“ segir hún.

„Og fólkið hér er mjög vingjarnlegt,“ skýtur Harold inn í.

„Við höfum ferðast um Suðurland, sáum svörtu ströndina og dvöldum í kringum Vík. Svo fórum við gullna hringinn og líka í leynilega lónið,“ segja þau en blaðamaður hefur ekki hugmynd um hvar það er. „Það er líka leynilegt,“ segir Harold og brosir.

Ameríkanarnir voru alsælir með dvölina þótt norðurljósin hafi ekki látið ...
Ameríkanarnir voru alsælir með dvölina þótt norðurljósin hafi ekki látið sjá sig. Ásdís Ásgeirsdóttir

Komum til að sjá norðurljósin

Fjórar vinkonur frá Kína eru staddar við styttuna af Leifi Eiríkssyni hjá Hallgrímskirkju þegar blaðamann ber að garði og truflar þær við myndatökur. Þær eru til í spjall og byrja á að segja frá hvaða borg þær eru en það reynist erfitt að skilja kínverskuna. Blaðamanni heyrist þær segja Conshong. Þær gefast upp á að reyna að koma þessu til skila og láta nægja að segja að þær séu frá Suður-Kína. Man Chen, Suki Chen, Suyi Zhao og Chinki Chen vinna allar við hönnun af einhverju tagi og kynntust í gegnum vinnuna. Þær ákváðu að skella sér í ferð til Norðurlanda. 

„Við erum hér í fyrsta sinn. Við komum vegna náttúrunnar, sem er stórkostleg, og norðurljósanna,“ segja þær.  Þær kunna vel að meta íslenska veturinn. „Það er aldrei snjór í Kína, þar er heitt, alla vega þar sem við búum. Við vissum eitthvað um Ísland, við lásum okkur til á netinu,“ segja þær.


Það sem kom þeim mest á óvart er víðáttan. „Við sjáum fjöllin frá borginni. Og maður sér langt,“ segir Chinki.

Vinkonurnar frá Kína sögðu víðáttuna hér áhugaverða.
Vinkonurnar frá Kína sögðu víðáttuna hér áhugaverða. Ásdís Ásgeirsdóttir

Erasmus-nemar á ferð

Vinkonurnar með löngu nöfnin, þær Ainhoa Arriero Castano og Beatriz Cabezas Rodriguez, eru frá bæ nálægt Madríd á Spáni. Það kemur fljótt í ljós að önnur þeirra er hér skiptinemi.
„Ég er að læra hérna líffræði í gegnum Erasmus, ég kom hingað í ágúst. Ég ætla að vera hér í ár,“ segir Ainhoa og sparar ekki stóru orðin. „Ég elska að vera hérna, ég á engin orð. Það er stórkostlegt og allt öðruvísi en á Spáni, bæði menningin og landslagið,“ segir hún. „Ég er orðin vön kuldanum,“ segir hún brosandi.

Vinkona hennar, Beatriz, er einnig Erasmus-nemandi, en í Belgíu. Hún kom hingað að heimsækja vinkonu sína.

Vinkonurnar frá Spáni eru Erasmus-nemar. Þær segja íslenska karlmenn kaldari ...
Vinkonurnar frá Spáni eru Erasmus-nemar. Þær segja íslenska karlmenn kaldari í viðmóti en þá spænsku. Ásdís Ásgeirsdóttir

Ungu konurnar hafa skoðun á íslenskum karlmönnum. „Þeir eru mjög ólíkir þeim spænsku!“ segir Ainhoa. „Þeir eru svo kaldir hér, þeir halda sig í fjarlægð. Ég er vön að heilsa öllum með faðmlagi og tveimur kossum en hér heilsast allir með handabandi. Nú er ég að venjast því.“ 
Við kveðjumst og þessar brosmildu vinkonur halda á braut út í kuldann, alsælar.

Ítarlegri viðtöl eru við ferðamenn í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Endurskoðaði allt sitt líf

19:45 Geðhvörf virðast vera jafntíð meðal kvenna og karla. Sjúk­dóm­ur­inn grein­ist oft­ast þegar fólk er á aldr­in­um 17-30 ára. Ágúst Kristján Stein­arrs­son, sjálf­stætt starf­andi stjórn­un­ar­ráðgjafi og jökla­leiðsögumaður, var greind­ur með geðhvörf árið 1999 þegar hann var nítj­án ára gam­all. Meira »

Búbblur og bjór af krana

19:38 Búbblubílar eru þekkt fyrirbæri erlendis en í sumar var boðið upp á þessa nýjung hérlendis. Það voru þær Ingveldur Ásta Björsdóttir, Dagbjört Inga Hafliðadóttir og Guðrún Sigríður Ágústsdóttir sem ákváðu að þetta væri kjörið hérlendis fyrir hinar ýmsu uppákomur. Meira »

Gamlar Íslandsmyndir aðgengilegar

19:30 Nú er hægt að streyma gömlum heimildarmyndum sem teknar voru á Íslandi af dönskum kvikmyndargerðarmönnum snemma á síðustu öld í gegnum vef Dönsku kvikmyndastofnunarinnar. Þar má t.a.m. sjá myndir af leiðangri vísindamanna að Grímsvötnum árið 1936. Meira »

Ellefu hleðslustöðvar við flugvöllinn

19:16 Teknar hafa verið í notkun ellefu hleðslustöðvar fyrir rafbíla við Keflavíkurflugvöll sem ætlaðar eru fyrir farþega og starfsfólk á flugvellinum en Isavia hefur tekið rafbíla í sína þjónustu. Meira »

Grunur um íkveikju í eyðibýli

19:01 Tilkynning barst brunavörnum Skagafjarðar um klukkan 18:00 í kvöld um að eldur væri í eyðibýlinu Illugastöðum við Þverárfjallsveg og voru tveir slökkviliðsbílar sendir á staðinn. Meira »

Þjóðarsátt gegn ópíóðafaraldri

18:34 Mikilvægt er að Alþingi Íslendinga taki höndum saman til að stemma stigu við ópíóðafaraldri á Íslandi. Þetta kom fram í máli Þorsteins Sæmundssonar, þingmanns Miðflokksins, í sérstakri umræðu um ópíóðafaraldur og aðgerðir til að stemma stigu við faraldrinum. Meira »

Segja gróðasjónarmið ráða för

18:31 Þrír heiðursborgarar Reykjavíkur, frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri og Friðrik Ólafsson stórmeistari, afhentu borgarstjóra og formanni borgarráðs áskorun í dag þar sem lagst er gegn byggingu hótels í Víkurgarði. Meira »

Par braut gegn dóttur sinni

18:15 Landaréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að karlamaður á Suðurnesjum sæti gæsluvarðhaldi til 3. október en hann er grunaður um gróf kynferðisbrot gegn dóttur sinni og stjúpdóttur. Fréttavefur Ríkisútvarpsins greinir frá þessu. Meira »

Ójöfn laun á dagskrá í næstum öld

17:58 Fram kemur í sérstakri yfirlýsingu frá stjórn Samtaka hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndunum að hjúkrunarfræðingar hafi fengið nóg af launaójöfnuði og kalla þeir eftir pólitískum viðbrögðum til að takast á við ósanngjarnan launamun í störfum sem krefjast sambærilegrar menntunar. Meira »

Þurfum að taka öðruvísi á málunum

17:41 „Traust fólks til stjórnmálamanna er í sögulegu lágmarki,“ sagði Sigríður María Egilsdóttir, þingkona Viðreisnar, á Alþingi. Sigríður er varaþingkona Viðreisnar en hún sat sinn fyrsta þingfund í gær. Meira »

„Algjört skilningsleysi" stjórnvalda

16:52 Bæjarráð Vesturbyggðar hefur sent frá sér ályktun í ljósi fréttaflutnings af fyrirhugaðri samgönguáætlun. Þar segist það harma „algjört skilningsleysi stjórnvalda á brýnni þörf svæðisins fyrir mannsæmandi vegum til og frá svæðinu“. Meira »

Tillaga um rafræna fylgiseðla samþykkt

16:35 Tilraunaverkefni um innleiðingu rafrænna fylgiseðla með lyfjum hefst hér á landi í byrjun næsta árs.  Meira »

Engar rafrettur til barna undir 18 ára

16:30 Félag atvinnurekenda hefur að gefnu tilefni kannað hjá félagsmönnum sínum, sem flytja inn og selja rafrettur og skyldar vörur, hvort þeir selji eða afhendi börnum undir 18 ára slíkar vörur. Meira »

Dagur þorsksins í Húsi sjávarklasans

16:04 Á miðvikudag í næstu viku, 3. október næstkomandi, verður í Húsi sjávarklasans efnt til Dags þorsksins í þriðja sinn. Hús sjávarklasans verður þá opnað öllum áhugasömum og fjöldi íslenskra fyrirtækja mun kynna þær fjölmörgu afurðir sem framleiddar eru úr þorskinum hér á landi og þá tækni sem þróuð hefur verið til að hámarka nýtingu og gæði afurðanna. Meira »

Aðför mistækra karla að kvennastétt

15:51 Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, gagnrýndi Icelandair harðlega á Alþingi í dag. Hann sagði skilaboð frá yfirstjórn til flugfreyja og flugþjóna vera einföld: „Annað hvort farið þið í fullt starf eða verðið rekin. Þið hafið fjóra daga til þess að svara.“ Meira »

Álagning veiðigjalda færist nær í tíma

15:30 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur lagt fram á Alþingi nýtt frumvarp til laga um veiðigjald. Meginmarkmið frumvarpsins er að færa álagningu veiðigjalda nær í tíma, þannig að gjaldtakan sé meira í takt við afkomu sjávarútvegsfyrirtækja. Meira »

Bíll valt á hliðina á Öxnadalsheiði

15:21 Betur fór en á horfðist þegar bíll fór á hliðina á Öxnadalsheiðinni rétt eftir hádegi í dag. Slæm færð er á heiðinni vegna krapa á veginum og missti ökumaður bílsins stjórn á bílnum. „Hann fór á hliðina og aftur á hjólin,“ segir Snorri Geir Snorrason, lögreglumaður hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra. Meira »

„Það er ekki bara eitt hótel í Nuuk“

14:47 „Það hlýtur að vera grafalvarlegt mál ef það birtast rangar upplýsingar á vef Alþingis,“ sagði Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins á þingi í dag. Guðmundur ræddi ferð Íslandsdeildar Norðurlandaráðs til Nuuk en áður hafði honum blöskrað hversu dýr ferðin var. Meira »

Úr klórpytti í draumaaðstöðuna

14:46 Ein helsta þríþrautar-, járnkarls- og hjólreiðakona landsins, Karen Axelsdóttir, slasaðist alvarlega fyrir sex árum þar sem hún var við hjólreiðaæfingar á Spáni. Í dag útilokar hún ekkert. Meira »
Kaupum brotagull og -silfur
Kaupum eðalmálma til endurvinnslu hér heima. Kíkið á heimasíðu okkar þar sem FAS...
Suzuki GS 1000L,Forn, 81, Mótorhjól
Árgerð 1981. Keyrt 13.000 mílur, fornhjól sem þarf að skoða annað hvert ár. Hjó...
Heilsársdekk til sölu
Til sölu mjög lítið notuð Nexen Winguard Winspike heilsársdekk, stærð 235 / 65R ...