Sala á íslenskum bókum hefur aukist um 10%

Ingimar Jónsson forstjóri Pennans.
Ingimar Jónsson forstjóri Pennans.

„Það hefur verið ánægjuleg vitundarvakning um nauðsyn þess að börn og ungmenni lesi. Sú söluaukning sem við sjáum í verslunum okkar á barna- og unglingabókum og íslenskum bókum yfir höfuð rímar við þessa vakningu.“

Þetta segir Ingimar Jónsson, forstjóri Pennans, en Morgunblaðið greindi í vikunni frá óánægju fyrrverandi formanns Félags íslenskra bókaútgefenda, Egils Arnar Jóhannssonar, með stöðu bókabúða. Staðhæfði hann að úrval íslenskra bóka færi minnkandi en aukin áhersla væri lögð á vörur fyrir ferðamenn.

Ingimar vísar þessum fullyrðingum Egils á bug í Morgunblaðinu í dag og tók í kjölfarið saman tölur um sölu fyrir blaðið. „Niðurstaðan er sú að á síðustu tveimur árum hefur sala á íslenskum bókum og íslenskum barnabókum aukist um 10% í fjölda eintaka. Þessi árangur hefur náðst með markvissum aðgerðum í samstarfi við bókaútgefendur,“ segir Ingimar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert