Sex ára synjað um öskudagsskemmtun

Katla Rún Baldursdóttir og sonur hennar.
Katla Rún Baldursdóttir og sonur hennar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Katla Rún Baldursdóttir, móðir sex ára drengs í Háteigsskóla, segir farir sínar ekki sléttar á Facebook-síðu sinni sl. miðvikudag, en færslan hefur vakið talsverða athygli.

„Drengurinn minn var svo spenntur að byrja í skólanum í haust. En eftir mánuð fór hann að tala um hvað sér fyndist leiðinlegt og það vildi enginn leika við hann. Honum gengur vel í náminu en honum finnst erfitt að tengjast krökkunum,“ segir Katla í umfjöllun um mál sonar hennar í Morgunblaðinu í dag.

Drengurinn hafi verið sendur heim úr kennslunni og undir það síðasta stundum tvisvar til fjórum sinnum í viku að sögn móður hans vegna hegðunar. Hann hafi verið greindur með ADHD og mótþróaþrjóskuröskun eftir að hann byrjaði í skólanum og hafi fengið meðul við því. Katla Rún segir aðstoðarskólastjórann tvisvar hafa dregið í efa við sig að hún myndi eftir að gefa drengnum lyfin, sem sé ekki rétt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert