Skíðasvæðin opin í dag

Einhverjir munu skella sér á skíði í dag.
Einhverjir munu skella sér á skíði í dag. mbl.is/Ómar

Opið verður í Bláfjöllum og Skálafelli frá klukkan 10 til 17 í dag. Veður á svæðunum er gott og spáin fyrir daginn góð en í nótt kyngdi niður snjó á höfuðborgarsvæðinu.

Fram kemur í tilkynningu að öll helsta þjónusta sé til staðar á bæðum svæðum; veitingasala og skíðaleiga auk þess sem gönguspor hefur verið lagt á báðum stöðum.

Skíðasvæðið í Skarðsdal á Sigluf­irði verður opið frá 10 til 16. Veður er einnig mjög gott þar en frost er á bilinu tvær til þrjár gráður og léttskýjað.

Einnig verður skíðasvæðið í Stafdal á Seyðisfirði opið í dag en það verður opið frá 11 til 16. Þar er örlítil gola, tveggja gráðu frost og smá éljagangur sem fer minnkandi samkvæmt spám. Þar mun á morgun opna topplyfta í fyrsta skipti í vetur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert