Skjálfti af stærð 3,9 við Grímsey

Jörð heldur áfram að skjálfa í grennd við Grímsey.
Jörð heldur áfram að skjálfa í grennd við Grímsey. Kort/Veðurstofa Íslands

Jörð hélt áfram að skjálfa við Grímsey í kvöld og rétt fyrir miðnætti mældist jarðskjálfti af stærð 3,9 um 12 kílómetra norðaustur af eynni. Alls hafa 11 skjálftar, 3 eða stærri, mælst í grennd við Grímsey síðasta sólarhring. 

Skjálftahrinan er sú mesta í Grímsey frá 2013. Hrinan er á stóra Tjörnesbrotabeltinu og hefur jarðskjálfta­hrina um 10-12 km norðaust­an við Gríms­ey staðið nær óslitið frá 14. fe­brú­ar. 

Sigþrúður Ármanns­dótt­ir, sér­fræðing­ur á Veður­stofu Íslands, sagði í samtali við mbl.is fyrr í dag að óvenjumikið hefði verið af skjálftum á svæðinu það sem af væri ári. 

Frétt mbl.is: Mesta skjálftahrina í Grímsey frá 2013

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert