Vilja byggja 12 íbúða hús við Þóroddsstaði

Nýbyggingin á að verða í vinkil við Þóroddsstaði og verður …
Nýbyggingin á að verða í vinkil við Þóroddsstaði og verður með sömu formgerð. Húsið verður þrjár hæðir. Tölvumynd/Hornsteinar

Hornsteinar arkitektar ehf. hafa lagt fram umsókn til Reykjavíkurborgar um breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar nr. 22 við Skógarhlíð. Á þessari lóð stendur þekkt hús í burstabæjarstíl, Þóroddsstaðir. Hér er því um að ræða nýjan þéttingarreit í borginni.

Í breytingunni felst að skilgreina notkun lóðarinnar undir íbúðabyggð og heimila uppbyggingu húsnæðis. Heimilt verði að byggja allt að 18 íbúðir á lóðinni, að hámarki 6 íbúðir í núverandi húsi (Þóroddsstöðum) og að hámarki 12 íbúðir í nýbyggingunni. Útlit á að taka mið af formgerð Þóroddsstaða. Miðað er við að íbúðirnar verði litlar.

Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti að auglýsa framlagða tillögu en vísaði málinu áfram til borgarráðs. Ráðið tók málið fyrir á fundi sínum á fimmtudaginn en frestaði afreiðslu þess, að því er fram kemur í umfjöllun um byggingaráform þessi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert