Eldaði fyrir Bayern München

Daníel Rittweger segir óneitanlega hafa verið áskorun að elda án ...
Daníel Rittweger segir óneitanlega hafa verið áskorun að elda án þess að nota smjör, rjóma eða salt. Þessi innihaldsefni voru hins vegar á bannlista hjá Bayern München. Ljósmynd/Aðsend

Það er ekki hver sem er sem fær að elda ofan í þýska fótboltaliðið Bayern München. Það fékk þó íslensk-þýski kokkurinn Daníel Rittweger að gera eftir að hafa borið sigur úr býtum í matreiðslukeppni. Daníel, sem útskrifaðist í síðustu viku úr kokkanáminu, starfar nú á sínum öðrum Michelin-stjörnu-veitingastað.

Daníel segir í samtali við mbl.is óneitanlega hafa verið gaman að fá að elda fyrir liðið.

„Ég er búinn að vera að taka þátt í matreiðslukeppnum víða um Þýskaland og hefur gengið mjög vel og hef yfirleitt lent í fyrsta eða öðru sæti,“ segir Daníel. Ein verðlaunin voru þó í óvenjulegri kantinum — að fá að elda fyrir fótboltalið Bayern München í tvo daga.

Daníel með markmanninum Manuel Peter Neuer. Leikmennirnir voru ánægðir með ...
Daníel með markmanninum Manuel Peter Neuer. Leikmennirnir voru ánægðir með réttina sem hann bauð þeim upp á. Ljósmynd/Aðsend

 Ekki smjör, salt eða rjómi 

„Yfirkokkurinn byrjaði á að útskýra fyrir mér hvað leikmennirnir borðuðu yfirleitt,“ segir Daníel og kveður leikmennina jafnan byrja daginn á því að fá sér múslí til að fá orku. „Síðan fá þeir heitan mat í hádeginu. Kokkurinn sagði mér að í hann mætti ekki nota smjör, rjóma eða salt,“ rifjar hann upp og viðurkennir að það hafi verið svolítið áskorun að elda án þessara þriggja hráefna sem flestir kokkar nota mikið af.

„Annars borða þeir eiginlega allt þess utan,“ bætir hann við og kveðst hafa boðið leikmönnunum upp á japanska miso-súpu, salat með túnfiski, avókadó og sesamolíu og kjúklingakarrí með hrísgrjónum. „Þeir voru bara sáttir við matinn og sögðu þetta vera gott,“ segir Daníel sem fékk mynd af sér með þeim Thomasi Müller og Manuel Neuer til minningar.

Daníel á íslenska móður, myndlistarkonuna Svanhvíti Valgeirsdóttur, og bjó fjölskyldan hér á landi um nokkurra ára skeið. Ég var í skóla hér á landi og útskrifaðist úr Menntaskólanum í Hamrahlíð árið 2011,“ segir Daníel. „Við fluttum síðan aftur út fyrir fimm eða sex árum og ég fór í skóla í Belgíu, en faðir Daníels, Peter Rittweger, er þýskur diplómat og starfar í Brussel. Daníel leiddist hins vegar námið og ákvað að prufa eitthvað nýtt.

„Ég hef alltaf haft áhuga á matreiðslu og ákvað bara að gera eitthvað sem mér fannst skemmtilegt,“ segir Daníel. Hann hélt því næst til kokkanáms í Hamborg í Þýskalandi og útskrifaðist sem fulllærður kokkur í síðustu viku. Meðfram þriggja ára kokkanámi var hann síðan að vinna á veitingastaðnum Louis T. Jacob, þar sem kokkurinn Thomas Martin státar af tveimur Michelin-stjörnum. 

Daníel var duglegur að taka þátt í matreiðslukeppnum meðfram náminu ...
Daníel var duglegur að taka þátt í matreiðslukeppnum meðfram náminu og gekk vel. Hér er hann og liðsfélagar hans með Chefs Culinar Team Cup verðlaunin sem þau hlutu í Düsseldorf. Ljósmynd/Aðsend

 Má ekki vera einn vatnsdropi á diskinum

Nú er hann hins vegar kominn aftur til Belgíu og vinnur á öðrum tveggja stjörnu Michelin-veitingastað, Nuance, þar sem sjónvarpskokkurinn Thierry Theys ræður ríkjum. Daníel kveðst kunna mjög vel við sig á nýja staðnum.

„Þetta er aðeins öðruvísi en það sem ég var að gera í Hamborg. Á Thomas Martin var matseldin í klassískum frönskum anda en þetta er meira nýtt og öðruvísi. Yfirkokkurinn er mjög ungur sjálfur og það eru líka allir mjög ungir sem vinna á þessum stað,“ segir hann og bætir við: „Þetta er spennandi og nýtt. Við erum líka mikið að prófa nýja hluti og notum mikið að japönskum hráefnum í matinn.“

Daníel segir vissulega fylgja því álag að starfa sem kokkur á veitingastað sem er með tvær Michelin-stjörnur. „Þetta er mikil vinna og vinnuvikan er á bilinu 70-80 tímar. Við byrjum yfirleitt klukkan átta eða níu á morgnana og erum stundum að til eitt eða tvö á nóttunni.“

Þá geti það verið stressandi komi gestur á staðinn sem ætlar að borða einn og gerir mikið af því taka myndir af matnum. „Þá veit maður aldrei alveg hvort þetta sé mögulega einhver frá Michelin, því ef svo er þá má ekki vera einn einasti vatnsdropi á diskinum sem ekki á að vera þar.“

Daníel dreymir um að opna sinn eigin veitingastað á Íslandi ...
Daníel dreymir um að opna sinn eigin veitingastað á Íslandi í framtíðinni. Ljósmynd/Aðsend

 Margir flottir staðir á Íslandi

Daníel kveðst vel geta hugsað sér að elda á Íslandi í framtíðinni. „Það eru margir flottir veitingastaðir á Íslandi sem hafa verið opnaðir á síðustu árum,“ segir hann og bætir við að mögulega komi hann eitthvað heim á næsta ári. „Ég er búinn að hafa samband við nokkra veitingastaði og svo sjáum við bara til.

Síðan langar mig líka einhvern tímann að opna minn eigin stað á Íslandi, það er bara spurning um hvenær því fyrst þarf maður að safna sér reynslu og skoða heiminn.“

mbl.is

Innlent »

Fjórtán verkefni tengd hjúkrunarrýmum

19:03 Alls eru fjórtán verkefni í farvatninu á vegum ríkisins tengd hjúkrunarrýmum og eru þau mislangt á veg komin. Þetta segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. 50 aldraðir liggja á bráðadeildum. Meira »

Báðir ökumenn fluttir á Landspítala

18:50 Ökumaður annars bílsins sem lenti í árekstri á Gaulverjabæjarvegi laust fyrir klukkan 17 í dag var fluttur á Landspítala með þyrlu Landhelgisgæslunnar, sem lenti þar klukkan rúmlega 18 í kvöld. Meira »

50 hafi keypt vændi af fatlaðri konu

18:41 Grunsemdir eru uppi um að í kringum fimmtíu karlmenn hafi keypt vændi af fatlaðri konu á nokkurra mánaða tímabili. Konan hefur leitað til Bjarkarhlíðar, sem er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Meira »

Sóttu svartfugl í jólamatinn

18:33 „Svartfuglinn er styggur og að skjóta hann er talsverð kúnst,“ segir Sævar Guðjónsson á Mjóeyri við Eskifjörð.   Meira »

Ómerktir ofnæmisvaldar í sósu

18:15 Matvælastofnun varar neytendur með ofnæmi eða óþol fyrir eggjarauðum, sinnepi, hveiti og/eða selleríi við neyslu á „Ópal heitreyktum laxabita m/muldum pipar“ frá Ópal Sjávarfangi. Meira »

Nærri helmingur notar síma undir stýri

17:34 Hátt í helmingur landsmanna, 49%, segist hafa notað farsíma undir stýri fyrir símtöl með handfrjálsum búnaði á síðustu tólf mánuðum, en 34% segjast hafa talað í síma við akstur án handfrjáls búnaðar. Meira »

„Hafa enga skyldu til að mæta“

17:20 Miðflokkurinn segir að þeir þingmenn sem hafa verið boðaðir á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hafi enga skyldu til að mæta. „Það er afar fátítt að þingnefndir séu notaðar í jafn augljósum pólitískum tilgangi og átti að gera. Slíkt á ekki að viðgangast.“ Meira »

Harður árekstur á Gaulverjabæjarvegi

17:03 Tveggja bíla árekstur varð á Gaulverjabæjarvegi skammt frá Hraunsá nú rétt fyrir kl 17. Slökkvilið, ásamt lögreglu og sjúkraflutningafólki, er á staðnum og unnið er að því að ná fólki út úr bílunum með klippum. Meira »

„Mig langar til að gera grín að þessu“

16:58 Kári Stefánsson lét ýmis stór orð falla á formlegri opnun jáeindaskanna á Landspítalanum í dag. Í viðtali við mbl.is ræddi hann svo meint afskiptaleysi „hrokafulls heilbrigðismálaráðherra.“ Meira »

Skorar á þingmenn að gefa jólabónusinn

16:22 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, skoraði á þingheim í dag að gefa jólabónus sinn til góðgerðamála og veifaði peningum í ræðustól Alþingis. Meira »

Dæmdir fyrir árás við Kiki

16:09 Tveir karlmenn á þrítugsaldri voru í gær dæmdir í þriggja mánaða fangelsi hvor fyrir líkamsárásir á tvo dyraverði við skemmtistaðinn Kíkí í miðbæ Reykjavíkur. Eru þeir einnig fundnir sekir um að hafa ekki hlýtt fyrirmælum og að annar þeirra hafi bitið lögreglumann. Meira »

Jáeindaskanni loks formlega opnaður

15:55 Formleg opnun jáeindaskannans á Landspítalanum fór fram skömmu eftir hádegi í dag. Hann hefur verið í notkun síðan seint í sumar en er nú kominn á fullan skrið. Meira »

Dæmdur fyrir árás á barn

15:51 Karlmaður um þrítugt var í dag dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir að hafa ráðist gegn fimm ára barni í aftursæti bifreiðar við gatnamót Laugavegs og Snorrabrautar í nóvember í fyrra. Var maðurinn undir miklum áhrifum fíkniefna þegar brotið átti sér stað og sagðist ekkert muna eftir atvikinu. Meira »

„Þetta á ekki að vera svona“

15:38 „Hér er ég komin í dag til að vekja athygli á vandamáli sem hefur verið til staðar í mörg ár. Það er vandamál framhaldsskólanema af landsbyggðinni sem flytja á höfuðborgarsvæðið til að stunda nám,“ sagði Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir í jómfrúarræðu sinni á þingi. Meira »

„Mér blöskrar þetta framferði“

15:33 „Lesi maður blöðin eða veffjölmiðla í dag sér maður að fjórir þingmenn séu að stefna öryrkja,“ sagði Snæbjörn Brynjarsson undir liðnum störf þingsins á Alþingi. Ræddi hann þar um ákvörðun þingmanna Miðflokksins að senda Báru Halldórsdóttur bréf þar sem hún er boðuð til þinghalds í héraðsdómi. Meira »

Hjartað að hverfa vegna bráðnunar

14:47 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, ávarpaði í dag loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna fyrir Íslands hönd. Hann þakkaði IPCC fyrir skýrslu sína um loftslagsmál og lagði áherslu á að Ísland áliti hana mikilvægt leiðarljós í verkefninu sem fram undan væri. Meira »

„Hjákátlegt“ að vera boðuð til þinghalds

14:39 „Það var eiginlega bara svolítið hjákátlegt,“ segir Bára Halldórsdóttir um bréfið sem henni barst í gær þar sem hún er boðuð til þing­halds í Héraðsdómi Reykja­vík­ur vegna beiðni frá lög­manni fjögurra þingmanna Miðflokksins vegna mögulegs einkamáls. Meira »

Björn Ingi nýr verkefnisstjóri almannavarna

14:01 Björn Ingi Jónsson hefur verið ráðinn verkefnisstjóri í almannavörnum hjá lögreglustjóranum á Suðurlandi og hefur störf um komandi áramót. Hann kemur í stað Víðis Reynissonar sem verið hefur í þessu starfi frá ársbyrjun 2016. Meira »

Fjórir mánuðir fyrir hótanir

13:54 Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær karlmann í fjögurra mánaða fangelsi fyrir hótanir og fíkniefnabrot. Þá voru gerð upptæk hjá honum tæplega 900 grömm af kannabisefnum og fjórar kannabisplöntur. Maðurinn játaði brot sín skýlaust, en hann hefur frá árinu 2013 fengið tvo dóma og verið sektaður sex sinnum fyrir fíkniefnatengd mál. Meira »
Hornborð til sölu ódýrt.
Hornborð 65x65 cm. Hæð 45 cm. Vel með farið kr. 900.- Er í Garðabæ s: 8691204...
Til leigu 150-190 m2 nýtt - góð lofthæð
Glænýtt endabil við Lambhagaveg við Bauhaus, með góðri lofthæð, stórri innkeyrsl...
VILTU VITA HVAÐ ER FRAMUNDAN ?
Þeir sem farnir eru segja mér um framtið þína. Tarot og bollar. Tímap. Erla, s. ...
Svefnsófi frá Línunni
Góður og vel með farinn amerískur svefnsófi frá Línunni til sölu. Rúmið sjálft e...