Eldaði fyrir Bayern München

Daníel Rittweger segir óneitanlega hafa verið áskorun að elda án ...
Daníel Rittweger segir óneitanlega hafa verið áskorun að elda án þess að nota smjör, rjóma eða salt. Þessi innihaldsefni voru hins vegar á bannlista hjá Bayern München. Ljósmynd/Aðsend

Það er ekki hver sem er sem fær að elda ofan í þýska fótboltaliðið Bayern München. Það fékk þó íslensk-þýski kokkurinn Daníel Rittweger að gera eftir að hafa borið sigur úr býtum í matreiðslukeppni. Daníel, sem útskrifaðist í síðustu viku úr kokkanáminu, starfar nú á sínum öðrum Michelin-stjörnu-veitingastað.

Daníel segir í samtali við mbl.is óneitanlega hafa verið gaman að fá að elda fyrir liðið.

„Ég er búinn að vera að taka þátt í matreiðslukeppnum víða um Þýskaland og hefur gengið mjög vel og hef yfirleitt lent í fyrsta eða öðru sæti,“ segir Daníel. Ein verðlaunin voru þó í óvenjulegri kantinum — að fá að elda fyrir fótboltalið Bayern München í tvo daga.

Daníel með markmanninum Manuel Peter Neuer. Leikmennirnir voru ánægðir með ...
Daníel með markmanninum Manuel Peter Neuer. Leikmennirnir voru ánægðir með réttina sem hann bauð þeim upp á. Ljósmynd/Aðsend

 Ekki smjör, salt eða rjómi 

„Yfirkokkurinn byrjaði á að útskýra fyrir mér hvað leikmennirnir borðuðu yfirleitt,“ segir Daníel og kveður leikmennina jafnan byrja daginn á því að fá sér múslí til að fá orku. „Síðan fá þeir heitan mat í hádeginu. Kokkurinn sagði mér að í hann mætti ekki nota smjör, rjóma eða salt,“ rifjar hann upp og viðurkennir að það hafi verið svolítið áskorun að elda án þessara þriggja hráefna sem flestir kokkar nota mikið af.

„Annars borða þeir eiginlega allt þess utan,“ bætir hann við og kveðst hafa boðið leikmönnunum upp á japanska miso-súpu, salat með túnfiski, avókadó og sesamolíu og kjúklingakarrí með hrísgrjónum. „Þeir voru bara sáttir við matinn og sögðu þetta vera gott,“ segir Daníel sem fékk mynd af sér með þeim Thomasi Müller og Manuel Neuer til minningar.

Daníel á íslenska móður, myndlistarkonuna Svanhvíti Valgeirsdóttur, og bjó fjölskyldan hér á landi um nokkurra ára skeið. Ég var í skóla hér á landi og útskrifaðist úr Menntaskólanum í Hamrahlíð árið 2011,“ segir Daníel. „Við fluttum síðan aftur út fyrir fimm eða sex árum og ég fór í skóla í Belgíu, en faðir Daníels, Peter Rittweger, er þýskur diplómat og starfar í Brussel. Daníel leiddist hins vegar námið og ákvað að prufa eitthvað nýtt.

„Ég hef alltaf haft áhuga á matreiðslu og ákvað bara að gera eitthvað sem mér fannst skemmtilegt,“ segir Daníel. Hann hélt því næst til kokkanáms í Hamborg í Þýskalandi og útskrifaðist sem fulllærður kokkur í síðustu viku. Meðfram þriggja ára kokkanámi var hann síðan að vinna á veitingastaðnum Louis T. Jacob, þar sem kokkurinn Thomas Martin státar af tveimur Michelin-stjörnum. 

Daníel var duglegur að taka þátt í matreiðslukeppnum meðfram náminu ...
Daníel var duglegur að taka þátt í matreiðslukeppnum meðfram náminu og gekk vel. Hér er hann og liðsfélagar hans með Chefs Culinar Team Cup verðlaunin sem þau hlutu í Düsseldorf. Ljósmynd/Aðsend

 Má ekki vera einn vatnsdropi á diskinum

Nú er hann hins vegar kominn aftur til Belgíu og vinnur á öðrum tveggja stjörnu Michelin-veitingastað, Nuance, þar sem sjónvarpskokkurinn Thierry Theys ræður ríkjum. Daníel kveðst kunna mjög vel við sig á nýja staðnum.

„Þetta er aðeins öðruvísi en það sem ég var að gera í Hamborg. Á Thomas Martin var matseldin í klassískum frönskum anda en þetta er meira nýtt og öðruvísi. Yfirkokkurinn er mjög ungur sjálfur og það eru líka allir mjög ungir sem vinna á þessum stað,“ segir hann og bætir við: „Þetta er spennandi og nýtt. Við erum líka mikið að prófa nýja hluti og notum mikið að japönskum hráefnum í matinn.“

Daníel segir vissulega fylgja því álag að starfa sem kokkur á veitingastað sem er með tvær Michelin-stjörnur. „Þetta er mikil vinna og vinnuvikan er á bilinu 70-80 tímar. Við byrjum yfirleitt klukkan átta eða níu á morgnana og erum stundum að til eitt eða tvö á nóttunni.“

Þá geti það verið stressandi komi gestur á staðinn sem ætlar að borða einn og gerir mikið af því taka myndir af matnum. „Þá veit maður aldrei alveg hvort þetta sé mögulega einhver frá Michelin, því ef svo er þá má ekki vera einn einasti vatnsdropi á diskinum sem ekki á að vera þar.“

Daníel dreymir um að opna sinn eigin veitingastað á Íslandi ...
Daníel dreymir um að opna sinn eigin veitingastað á Íslandi í framtíðinni. Ljósmynd/Aðsend

 Margir flottir staðir á Íslandi

Daníel kveðst vel geta hugsað sér að elda á Íslandi í framtíðinni. „Það eru margir flottir veitingastaðir á Íslandi sem hafa verið opnaðir á síðustu árum,“ segir hann og bætir við að mögulega komi hann eitthvað heim á næsta ári. „Ég er búinn að hafa samband við nokkra veitingastaði og svo sjáum við bara til.

Síðan langar mig líka einhvern tímann að opna minn eigin stað á Íslandi, það er bara spurning um hvenær því fyrst þarf maður að safna sér reynslu og skoða heiminn.“

mbl.is

Innlent »

Thomas vill mæta aftur í skýrslutöku

14:51 Thomas Møller Ol­sen, sem dæmdur var í nítj­án ára fang­elsi fyr­ir að hafa myrt Birnu Brjáns­dótt­ur í janú­ar í fyrra og stór­fellt fíkni­efna­brot, mun mæta í skýrslutöku við aðalmeðferð málsins fyrir Landsrétti þegar það verður tekið fyrir. Mun hann auk þess máta úlpu sem deilt er um í málinu. Meira »

Rökin niðurlægjandi fyrir fatlað fólk

14:32 Málefnahópur Öryrkjabandalagsins hafnar tillögum Sambands íslenskra sveitarfélaga sem hefur farið þess á leit við félags- og jafnréttisráðherra að gildistöku laga um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA), sem á að taka gildi 1. október, verði frestað til áramóta. Meira »

Kaupir Solo Seafood fyrir 8,2 milljarða

14:18 Iceland Seafood International hefur keypt íslenska sjávarútvegsfyrirtækið Solo Seafood ehf. sem er eigandi spænska fyrirtækisins Icelandic Iberica. Meira »

Borgin fylgi málinu eftir alla leið

14:15 „Við fengum stjórnarformann Orkuveitunnar á fundinn til okkar ásamt einum stjórnarmanni og fórum yfir málin saman,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs Reykjavíkur í samtali við mbl.is. Meira »

15 mánuðir fyrir kókaíninnflutning

14:10 Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt Arturas Bieliunas í fimmtán mánaða fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot.  Meira »

Vinnuvélar slá taktinn í miðbænum

13:04 Framkvæmdirnar við Hótel Reykjavík sem nú rís í Lækjargötu hafa ekki farið framhjá þeim sem stunda nám og starfa í miðbænum. Þung taktföst högg stórvirkra vinnuvéla heyrast langar vegalengdir en í næsta nágrenni eru vel á annað þúsund nemendur á hverjum degi í Kvennaskólanum, MR og Tjarnarskóla. Meira »

Spyr um skólaakstur og malarvegi

12:59 Starfsmenn samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins munu á næstunni leggjast í ítarlega skoðun á skólaakstri á Íslandi, í kjölfar fyrirspurnar sem varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, Teitur Björn Einarsson lagði fram til Sigurðar Inga Jóhannssonar ráðherra málaflokkanna. Meira »

Lífeyrissjóðir fjárfesti ekki í siðlausum fyrirtækjum

12:15 BSRB fordæmir harðlega bónusgreiðslur til stjórnenda fyrirtækja og laun sem eru í engu samræmi við raunveruleika launafólks. Í ályktun formannaráðs bandalagsins er skorað á fulltrúa launafólks og atvinnurekenda í stjórnum lífeyrissjóða að berjast gegn bónusgreiðslum og ofurlaunum. Meira »

„Fólk er bara í áfalli“

12:08 „Fólk er bara í áfalli. Því finnst þessar aðgerðir ganga töluvert lengra en góðu hófi gegnir,“ segir Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, um viðbrögð félagsmanna sinna við aðgerðum Icelandair í starfsmannamálum. Meira »

Heiður að taka á móti Íslendingunum

11:45 „Það var okkur mikill heiður að taka á móti fulltrúum íslenskra stjórnvalda um borð í Harry S. Truman,“ segir bandaríski flotaforinginn Gene Black í samtali við varnarmálavefsíðuna Dvidshub.net, um heimsókn utanríkisráðherra og fulltrúa utanríkismálanefndar í flugmóðurskipið í gær. Meira »

Tolli sýnir málverk á flugvelli í boði Isavia

11:43 Sýning á 23 nýjum olíumálverkum eftir Tolla verður opnuð í flugstöðinni á Egilsstöðum á föstudaginn kl. 16. Sýningin er í boði Isavia, rekstraraðila flugvallarins. Meira »

Vill sjá Lánasjóðsfrumvarp í vetur

11:43 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar spurði Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra út í það hvort ekki væri hægt að flýta endurskoðun lagarammans um Lánasjóð íslenskra námsmanna (LÍN) í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Meira »

Snjóar til morguns fyrir norðan

11:33 Það kemur til með að snjóa meira og minna í dag og til morguns á Norður- og Norðausturlandi að sögn veðurfræðings Vegagerðarinnar. Einkum á fjallvegum, en það er heldur kólnandi og þar með lækkandi frostmarkshæð. Krap og snjór einnig á láglendi á utanverðum Tröllaskaga. Meira »

Konur hvattar til að ganga út 24. október

10:59 „Breytum ekki konum, breytum samfélaginu!“ verður yfirskrift kvennafrídagsins 24. október næstkomandi. BSRB, heildarsamtök stéttarfélaga starfsmanna í almannaþjónustu, hvetja konur til að leggja niður vinnu klukkan 14:55 miðvikudaginn 24. október og fylkja liði á samstöðufund á Arnarhóli sem hefst klukkan 15:30. Að fundinum standa samtök kvenna og samtök launafólks. Meira »

Vilja lækka skatta á tíðavörur

10:50 Tíðavörur og getnaðarvarnir falla í lægra þrep virðisaukaskatts, verði nýtt frumvarp, sem þingmenn Pírata, Samfylkingar, Miðflokksins og Flokks fólksins leggja fram, samþykkt. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Píratar er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Meira »

Gera strandhögg í austri og vestri

10:27 Gengið hefur ágætlega það sem af er ári hjá KAPP ehf. í Garðabæ, segir Freyr Friðriksson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins og stofnandi. Fyrirtækið selur, þjónustar og framleiðir kælibúnað, meðal annars til notkunar í sjávarútvegi. Meira »

Innkalla hnetur vegna sveppaeiturs yfir mörkum

10:21 Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur greinir frá því að búið sé að innkalla Delicata Brasilíuhnetur vegna þess að sveppaeitrið aflatoxín greindist í hnetunum yfir mörkum. Meira »

Alltaf óheppilegt að valda óánægju

10:11 „Það er alltaf óheppilegt þegar við erum að valda óánægju hjá okkar starfsfólki en þegar við erum í rekstri þarf alltaf að grípa til aðgerða og taka ákvarðanir,“ segir starfandi forstjóri Icelandair Group, spurður út í þá ákvörðun að láta flugfreyjur og flugþjóna í hlutastarfi ákveða hvort þau vilja ráða sig í fulla vinnu eða láta af störfum. Meira »

Vala Pálsdóttir endurkjörin formaður LS

09:48 Ný stjórn Landssambands sjálfstæðiskvenna var kjörin á aðalfundi sambandsins sem haldinn var í gær. Alls taka 28 konur víðs vegar af landinu sem hafa fjölbreyttan feril og búa að víðtækri reynslu sæti í stjórn og varastjórn. Meira »
KRISTALS LJÓSAKRÓNUR í Glæsibær
Glæsilegar kristalsljósakrónur fyrir falleg heimili. Handskornar kristalsljósak...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
3 manna Infrarauður Saunaklefi www.egat.is/infraredsauna.html
Verð: 289.000 Tilboð 259.000 ef greitt er inn á 30.000 í sept ( kemur eftir cirk...