Eldaði fyrir Bayern München

Daníel Rittweger segir óneitanlega hafa verið áskorun að elda án ...
Daníel Rittweger segir óneitanlega hafa verið áskorun að elda án þess að nota smjör, rjóma eða salt. Þessi innihaldsefni voru hins vegar á bannlista hjá Bayern München. Ljósmynd/Aðsend

Það er ekki hver sem er sem fær að elda ofan í þýska fótboltaliðið Bayern München. Það fékk þó íslensk-þýski kokkurinn Daníel Rittweger að gera eftir að hafa borið sigur úr býtum í matreiðslukeppni. Daníel, sem útskrifaðist í síðustu viku úr kokkanáminu, starfar nú á sínum öðrum Michelin-stjörnu-veitingastað.

Daníel segir í samtali við mbl.is óneitanlega hafa verið gaman að fá að elda fyrir liðið.

„Ég er búinn að vera að taka þátt í matreiðslukeppnum víða um Þýskaland og hefur gengið mjög vel og hef yfirleitt lent í fyrsta eða öðru sæti,“ segir Daníel. Ein verðlaunin voru þó í óvenjulegri kantinum — að fá að elda fyrir fótboltalið Bayern München í tvo daga.

Daníel með markmanninum Manuel Peter Neuer. Leikmennirnir voru ánægðir með ...
Daníel með markmanninum Manuel Peter Neuer. Leikmennirnir voru ánægðir með réttina sem hann bauð þeim upp á. Ljósmynd/Aðsend

 Ekki smjör, salt eða rjómi 

„Yfirkokkurinn byrjaði á að útskýra fyrir mér hvað leikmennirnir borðuðu yfirleitt,“ segir Daníel og kveður leikmennina jafnan byrja daginn á því að fá sér múslí til að fá orku. „Síðan fá þeir heitan mat í hádeginu. Kokkurinn sagði mér að í hann mætti ekki nota smjör, rjóma eða salt,“ rifjar hann upp og viðurkennir að það hafi verið svolítið áskorun að elda án þessara þriggja hráefna sem flestir kokkar nota mikið af.

„Annars borða þeir eiginlega allt þess utan,“ bætir hann við og kveðst hafa boðið leikmönnunum upp á japanska miso-súpu, salat með túnfiski, avókadó og sesamolíu og kjúklingakarrí með hrísgrjónum. „Þeir voru bara sáttir við matinn og sögðu þetta vera gott,“ segir Daníel sem fékk mynd af sér með þeim Thomasi Müller og Manuel Neuer til minningar.

Daníel á íslenska móður, myndlistarkonuna Svanhvíti Valgeirsdóttur, og bjó fjölskyldan hér á landi um nokkurra ára skeið. Ég var í skóla hér á landi og útskrifaðist úr Menntaskólanum í Hamrahlíð árið 2011,“ segir Daníel. „Við fluttum síðan aftur út fyrir fimm eða sex árum og ég fór í skóla í Belgíu, en faðir Daníels, Peter Rittweger, er þýskur diplómat og starfar í Brussel. Daníel leiddist hins vegar námið og ákvað að prufa eitthvað nýtt.

„Ég hef alltaf haft áhuga á matreiðslu og ákvað bara að gera eitthvað sem mér fannst skemmtilegt,“ segir Daníel. Hann hélt því næst til kokkanáms í Hamborg í Þýskalandi og útskrifaðist sem fulllærður kokkur í síðustu viku. Meðfram þriggja ára kokkanámi var hann síðan að vinna á veitingastaðnum Louis T. Jacob, þar sem kokkurinn Thomas Martin státar af tveimur Michelin-stjörnum. 

Daníel var duglegur að taka þátt í matreiðslukeppnum meðfram náminu ...
Daníel var duglegur að taka þátt í matreiðslukeppnum meðfram náminu og gekk vel. Hér er hann og liðsfélagar hans með Chefs Culinar Team Cup verðlaunin sem þau hlutu í Düsseldorf. Ljósmynd/Aðsend

 Má ekki vera einn vatnsdropi á diskinum

Nú er hann hins vegar kominn aftur til Belgíu og vinnur á öðrum tveggja stjörnu Michelin-veitingastað, Nuance, þar sem sjónvarpskokkurinn Thierry Theys ræður ríkjum. Daníel kveðst kunna mjög vel við sig á nýja staðnum.

„Þetta er aðeins öðruvísi en það sem ég var að gera í Hamborg. Á Thomas Martin var matseldin í klassískum frönskum anda en þetta er meira nýtt og öðruvísi. Yfirkokkurinn er mjög ungur sjálfur og það eru líka allir mjög ungir sem vinna á þessum stað,“ segir hann og bætir við: „Þetta er spennandi og nýtt. Við erum líka mikið að prófa nýja hluti og notum mikið að japönskum hráefnum í matinn.“

Daníel segir vissulega fylgja því álag að starfa sem kokkur á veitingastað sem er með tvær Michelin-stjörnur. „Þetta er mikil vinna og vinnuvikan er á bilinu 70-80 tímar. Við byrjum yfirleitt klukkan átta eða níu á morgnana og erum stundum að til eitt eða tvö á nóttunni.“

Þá geti það verið stressandi komi gestur á staðinn sem ætlar að borða einn og gerir mikið af því taka myndir af matnum. „Þá veit maður aldrei alveg hvort þetta sé mögulega einhver frá Michelin, því ef svo er þá má ekki vera einn einasti vatnsdropi á diskinum sem ekki á að vera þar.“

Daníel dreymir um að opna sinn eigin veitingastað á Íslandi ...
Daníel dreymir um að opna sinn eigin veitingastað á Íslandi í framtíðinni. Ljósmynd/Aðsend

 Margir flottir staðir á Íslandi

Daníel kveðst vel geta hugsað sér að elda á Íslandi í framtíðinni. „Það eru margir flottir veitingastaðir á Íslandi sem hafa verið opnaðir á síðustu árum,“ segir hann og bætir við að mögulega komi hann eitthvað heim á næsta ári. „Ég er búinn að hafa samband við nokkra veitingastaði og svo sjáum við bara til.

Síðan langar mig líka einhvern tímann að opna minn eigin stað á Íslandi, það er bara spurning um hvenær því fyrst þarf maður að safna sér reynslu og skoða heiminn.“

mbl.is

Innlent »

Gæslan í Laugardal betri í kvöld

Í gær, 23:30 „Auðvitað eru alltaf einhverjir sem eru að drekka en meginparturinn af öllum unglingum sem eru þarna inni eru bara í þeim tilgangi að hlusta á góða tónlist og fara svo heim,“ segir Þórhildur Rafns Jónsdóttir deildarstjóri unglingastarfs hjá frístundamiðstöðinni Kringlumýri. Meira »

„Kjöraðstæður fyrir unglingadrykkju“

Í gær, 21:52 Varaformaður foreldrafélags Laugalækjarskóla segir að aðstandendum tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice hafi mistekist að standa við gefin loforð þess efnis að sporna við unglingadrykkju á hátíðinni. Meira »

Las á íslensku fyrir börnin í Rússlandi

Í gær, 21:30 Ævar Þór Benediktsson, vísindamaður og rithöfundur, var nýverið í Rússlandi þar sem hann eyddi dágóðum tíma með rússneskum börnum við leik og fræðslu. Meira »

„Eins rússneskt og það getur orðið“

Í gær, 20:56 „Þetta var eins rússneskt og það getur orðið,“ segir Eyþór Jóvinsson leikstjóri um matarboð í uppsveitum Volgograd sem honum var boðið í. Eyþór gistir hjá rússneskri stelpu í Volgograd á meðan dvöl hans í Rússlandi stendur yfir. Meira »

Tryggingamiðstöðin býður í Lykil

Í gær, 20:48 Tryggingamiðstöðin hf. (TM) hefur sett fram skuldbindandi kauptilboð í alla hluti í Lykli fjármögnun hf. Frá þessu var greint í fréttatilkynningu til Kauphallarinnar síðdegis í dag. Meira »

Einstök tengslastund og slökun

Í gær, 20:30 Hin svissneska Valerie Gaillard býður upp á vatnsmeðferðarnámskeið fyrir börn í Lágafellslaug í Mosfellsbæ um næstu helgi. Þar gefst foreldrum, ömmum, öfum eða öðrum tækifæri til að koma með börn og njóta nús. Meira »

Jarðskjálfti í öskju Öræfajökuls

Í gær, 18:34 Jarðskjálfti af stærð 2,7 mældist í öskju Öræfajökuls á tólfta tímanum í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni fylgdu nokkrir minni skjálftar í kjölfarið. Meira »

„Nígería skreið yfir Íslendinga“

Í gær, 18:15 Leikurinn gegn Nígeríu á Volgograd Arena fór ekki á þann veg sem Íslendingar hefðu kosið. Margir á Twitter eru daprir vegna úrslitanna, en þó vitum við flest að enn er von og Íslandi gæti farið áfram úr D-riðlinum með sigri gegn Króatíu í Rostov á þriðjudag. Meira »

„Við sitjum ekki í Rostov!“

Í gær, 18:13 Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir og Ómar Ingi Bragason eru stödd í Volgograd en þau hafa fylgt landsliðinu eftir í fyrstu tveimur leikjunum og ætla sér nú til Rostov í síðasta leik landsliðsins í riðlakeppninni. Þau segja gaman í Rússlandi þrátt fyrir tap. Meira »

Berdreymin kona vann 36 milljónir

Í gær, 18:05 Konu á besta aldri sem hafði lottað fyrir síðasta laugardag dreymdi um helgina að hún hefði unnið stóra vinninginn. Hún ákvað því að fara á sölustað í vikunni til að láta skoða miðann. Þar fékk hún hins vegar þau svör að ekki væri hægt að greiða vinninginn á staðnum þar sem upphæðin væri of há. Meira »

Birkir Már hlaðinn lofi á Twitter

Í gær, 15:57 Þjóðin fylgdist spennt með fyrri hálfleiknum í leik Íslands og Nígeríu. Margir gáfu sér þó tíma til að taka augun af skjánum annað veifið og tísta um það sem fyrir augu bar í Volgograd eða annað tengt leiknum mikilvæga. Meira »

Fjölmenni í Hljómskálagarðinum

Í gær, 15:49 Það viðrar ágætlega til fótboltaáhorfs og stuðningsmenn Íslands hafa fjölmennt í Hljómskólagarðinn til að fylgjast með leik Íslands og Nígeríu á HM í fótbolta. Meira »

Gylfi Ólafsson nýr forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða

Í gær, 15:45 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur skipað Gylfa Ólafsson forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Í tilkynningu frá velferðarráðuneytinu segir að ákvörðun ráðherra sé í samræmi við niðurstöðu lögskipaðrar nefndar sem metur hæfni umsækjenda um stöður forstjóra heilbrigðisstofnana. Meira »

Dagur mættur til Volgograd

Í gær, 13:56 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, er kominn til Volgograd til þess að horfa á leik Íslands og Nígeríu, en hann var einnig á leik Íslands og Argentínu í Moskvu síðustu helgi. Meira »

Íslendingar mættir á völlinn

Í gær, 13:46 Fyrstu Íslendingarnir eru mættir á Volgograd Arena þar sem leikur Íslands á móti Nígeríu mun fara fram klukkan 15 í dag. Glampandi sól er í Volgograd og hitinn er í kringum 32 stig. Meira »

Víða mikil stemning vegna leiksins

Í gær, 13:36 Sannkölluð hátíðarstemning hefur verið víða á höfuðborgarsvæðinu í dag vegna leiks Íslands og Nígeríu á HM í knattspyrnu. Bláar landsliðstreyjur, íslenskir fánar, víkingahorn og sólgleraugu með íslenska fánanum voru ósjaldgæf sjón auk þess sem mikil gleði ríkti hjá flestum. Meira »

Sjálfstæðismenn una niðurstöðunni

Í gær, 13:32 Sjálfstæðisflokkurinn í Vestmannaeyjum mun ekki áfrýja úrskurði kjörnefndar, sem tók fyrir kæru flokksins, til dómsmálaráðuneytisins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum. Flokkurinn kærði talningu bæjarstjórnarkosninganna í síðasta mánuði en einungis vantaði fimm atkvæði upp á að flokkurinn næði sínum fimmta bæjarfulltrúa og héldi meirihluta í bænum. Meira »

Framkvæmdastjóri kærður fyrir fjárdrátt

Í gær, 13:12 Stjórn ADHD-samtakanna hefur kært Þröst Emilsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra til lögreglu en hann er grunaður um að hafa dregið sér fé. Grunur leikur á um að fjárhæðirnar séu verulegar og ekki talinn vafi um að Þröstur hafi misnotað aðstöðu sína. Meira »

Vara við ferðum um Svínafellsjökul

Í gær, 13:06 Vegna mögulegra skriðufalla við Svínafellsjökul vara Almannavarnir við ferðum um jökulinn og er aðilum í ferðaþjónustu ráðlagt að fara ekki með hópa um svæðið. Gróft mat gerir ráð fyrir að efnið sem er að hreyfast á svæðinu sé um 60 milljónir rúmmetrar. Meira »
Húsaviðgerðir - husco.is
https://www.husco.is/...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Hagstæð verð, sjá meðal annars: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ...
Jarðaberjaplöntur til sölu.
Nokrar plöntur til sölu,er í Garðabæ, 5stk á 1000kr. uppl: 8691204 ....