Eldaði fyrir Bayern München

Daníel Rittweger segir óneitanlega hafa verið áskorun að elda án ...
Daníel Rittweger segir óneitanlega hafa verið áskorun að elda án þess að nota smjör, rjóma eða salt. Þessi innihaldsefni voru hins vegar á bannlista hjá Bayern München. Ljósmynd/Aðsend

Það er ekki hver sem er sem fær að elda ofan í þýska fótboltaliðið Bayern München. Það fékk þó íslensk-þýski kokkurinn Daníel Rittweger að gera eftir að hafa borið sigur úr býtum í matreiðslukeppni. Daníel, sem útskrifaðist í síðustu viku úr kokkanáminu, starfar nú á sínum öðrum Michelin-stjörnu-veitingastað.

Daníel segir í samtali við mbl.is óneitanlega hafa verið gaman að fá að elda fyrir liðið.

„Ég er búinn að vera að taka þátt í matreiðslukeppnum víða um Þýskaland og hefur gengið mjög vel og hef yfirleitt lent í fyrsta eða öðru sæti,“ segir Daníel. Ein verðlaunin voru þó í óvenjulegri kantinum — að fá að elda fyrir fótboltalið Bayern München í tvo daga.

Daníel með markmanninum Manuel Peter Neuer. Leikmennirnir voru ánægðir með ...
Daníel með markmanninum Manuel Peter Neuer. Leikmennirnir voru ánægðir með réttina sem hann bauð þeim upp á. Ljósmynd/Aðsend

 Ekki smjör, salt eða rjómi 

„Yfirkokkurinn byrjaði á að útskýra fyrir mér hvað leikmennirnir borðuðu yfirleitt,“ segir Daníel og kveður leikmennina jafnan byrja daginn á því að fá sér múslí til að fá orku. „Síðan fá þeir heitan mat í hádeginu. Kokkurinn sagði mér að í hann mætti ekki nota smjör, rjóma eða salt,“ rifjar hann upp og viðurkennir að það hafi verið svolítið áskorun að elda án þessara þriggja hráefna sem flestir kokkar nota mikið af.

„Annars borða þeir eiginlega allt þess utan,“ bætir hann við og kveðst hafa boðið leikmönnunum upp á japanska miso-súpu, salat með túnfiski, avókadó og sesamolíu og kjúklingakarrí með hrísgrjónum. „Þeir voru bara sáttir við matinn og sögðu þetta vera gott,“ segir Daníel sem fékk mynd af sér með þeim Thomasi Müller og Manuel Neuer til minningar.

Daníel á íslenska móður, myndlistarkonuna Svanhvíti Valgeirsdóttur, og bjó fjölskyldan hér á landi um nokkurra ára skeið. Ég var í skóla hér á landi og útskrifaðist úr Menntaskólanum í Hamrahlíð árið 2011,“ segir Daníel. „Við fluttum síðan aftur út fyrir fimm eða sex árum og ég fór í skóla í Belgíu, en faðir Daníels, Peter Rittweger, er þýskur diplómat og starfar í Brussel. Daníel leiddist hins vegar námið og ákvað að prufa eitthvað nýtt.

„Ég hef alltaf haft áhuga á matreiðslu og ákvað bara að gera eitthvað sem mér fannst skemmtilegt,“ segir Daníel. Hann hélt því næst til kokkanáms í Hamborg í Þýskalandi og útskrifaðist sem fulllærður kokkur í síðustu viku. Meðfram þriggja ára kokkanámi var hann síðan að vinna á veitingastaðnum Louis T. Jacob, þar sem kokkurinn Thomas Martin státar af tveimur Michelin-stjörnum. 

Daníel var duglegur að taka þátt í matreiðslukeppnum meðfram náminu ...
Daníel var duglegur að taka þátt í matreiðslukeppnum meðfram náminu og gekk vel. Hér er hann og liðsfélagar hans með Chefs Culinar Team Cup verðlaunin sem þau hlutu í Düsseldorf. Ljósmynd/Aðsend

 Má ekki vera einn vatnsdropi á diskinum

Nú er hann hins vegar kominn aftur til Belgíu og vinnur á öðrum tveggja stjörnu Michelin-veitingastað, Nuance, þar sem sjónvarpskokkurinn Thierry Theys ræður ríkjum. Daníel kveðst kunna mjög vel við sig á nýja staðnum.

„Þetta er aðeins öðruvísi en það sem ég var að gera í Hamborg. Á Thomas Martin var matseldin í klassískum frönskum anda en þetta er meira nýtt og öðruvísi. Yfirkokkurinn er mjög ungur sjálfur og það eru líka allir mjög ungir sem vinna á þessum stað,“ segir hann og bætir við: „Þetta er spennandi og nýtt. Við erum líka mikið að prófa nýja hluti og notum mikið að japönskum hráefnum í matinn.“

Daníel segir vissulega fylgja því álag að starfa sem kokkur á veitingastað sem er með tvær Michelin-stjörnur. „Þetta er mikil vinna og vinnuvikan er á bilinu 70-80 tímar. Við byrjum yfirleitt klukkan átta eða níu á morgnana og erum stundum að til eitt eða tvö á nóttunni.“

Þá geti það verið stressandi komi gestur á staðinn sem ætlar að borða einn og gerir mikið af því taka myndir af matnum. „Þá veit maður aldrei alveg hvort þetta sé mögulega einhver frá Michelin, því ef svo er þá má ekki vera einn einasti vatnsdropi á diskinum sem ekki á að vera þar.“

Daníel dreymir um að opna sinn eigin veitingastað á Íslandi ...
Daníel dreymir um að opna sinn eigin veitingastað á Íslandi í framtíðinni. Ljósmynd/Aðsend

 Margir flottir staðir á Íslandi

Daníel kveðst vel geta hugsað sér að elda á Íslandi í framtíðinni. „Það eru margir flottir veitingastaðir á Íslandi sem hafa verið opnaðir á síðustu árum,“ segir hann og bætir við að mögulega komi hann eitthvað heim á næsta ári. „Ég er búinn að hafa samband við nokkra veitingastaði og svo sjáum við bara til.

Síðan langar mig líka einhvern tímann að opna minn eigin stað á Íslandi, það er bara spurning um hvenær því fyrst þarf maður að safna sér reynslu og skoða heiminn.“

mbl.is

Innlent »

Dekk losnaði undan strætó

06:25 Um klukkan hálf sjö í gærkvöldi losnaði dekk undan strætisvagni á Víkurvegi og lenti dekkið framan á bíl sem var að koma úr gagnstæðri átt. Meira »

Stálu gaskútum í Breiðholti

06:22 Skömmu fyrir miðnætti og til um fjögur í nótt bárust lögreglunni tilkynningar um tvo menn sem væru að stela gaskútum í Breiðholti. Meira »

Fyrstu lömb vorsins

05:46 Fyrstu lömbin þetta vorið, að minnsta kosti í Dalabyggð, komu í heiminn síðasta miðvikudag, þann 14. mars. Frá þessu er greint á vefnum Budardalur.is. Meira »

Læknisvottorðum vegna fjarvista fækki

05:30 Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur farið þess á leit við framhaldsskóla að þeir sníði mætingarreglur sínar með þeim hætti að heimsóknum á heilsugæslustöðvar vegna læknisvottorða fækki. Meira »

Vegakerfið þarf 170 milljarða

05:30 „Mér er fullkunnugt um hve staðan er slæm víða,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra.   Meira »

Leggur til lækkun yfirvinnukaups

05:30 Þegar verslunar- og þjónustufyrirtæki auglýsa eftir starfsfólki í hlutastörf á yfirvinnutíma berst fjöldi umsókna. Illa gengur hins vegar að manna fullar stöður á hefðbundnum dagvinnutíma. Meira »

Hvalategundir hafa aldrei verið fleiri

05:30 „Þetta hefur aldrei farið eins vel af stað varðandi fjölda hvalategunda,“ segir Heimir Harðarson, skipstjóri hjá Norðursiglingu, um mikinn fjölda tegunda í Skjálfandaflóa undanfarið. Meira »

Vinna í ráðuneytum kortlögð

05:30 Vinnustundir starfsmanna ráðuneyta við gagnaöflun vegna fyrirspurna þingmanna verða framvegis skráðar sérstaklega og safnað saman. Þetta var ákveðið á fundi ráðuneytisstjóra í lok síðustu viku, en hverju svari við fyrirspurn munu fylgja upplýsingar um vinnu að baki henni. Meira »

Hvetja fólk til að bóka bílastæði

05:30 Isavia hefur beint því til fólks sem hyggst leggja land undir fót um páskana og ferðast til og frá Keflavík á eigin bíl að bóka bílastæði við flugstöðina fyrirfram. Meira »

Taka á móti norskum skipum

05:30 Fjöldi norskra skipa hefur verið við höfnina á Fáskrúðsfirði undanfarna daga. Friðrik Mar Guðmundsson, forstjóri Loðnuvinnslunnar, segir að síðustu ellefu daga hafi Loðnuvinnslan tekið á móti sjö norskum skipum í hrognatöku. Meira »

Enginn bauð í biðskýlin

05:30 „Við buðum ekki í verkefnið. Það var af þeirri einföldu ástæðu að þetta var of dýrt,“ segir Einar Hermannsson, framkvæmdastjóri AFA JCDecaux á Íslandi, um nýafstaðið útboð Reykjavíkurborgar á strætóskýlum. Meira »

Áfram milt veður næstu daga

Í gær, 22:41 Áfram er útlit fyrir hæglætisveður á öllu landinu næstu daga en það snýr í norðaustanátt með kólnandi veðri þegar líða fer á vikuna. Meira »

Ferðir spóa kortlagðar með GPS

Í gær, 21:42 „Þetta eru fyrstu frumniðurstöður og þær sýna að þessir fuglar eru að nota miklu stærri svæði en við höfum haldið,“ segir Tómas Grétar Gunnarsson vistfræðingur í samtali við mbl.is. Hann deildi fyrir skömmu mynd í Facebook-hópnum Fuglafréttir úr Rangárvallasýslu sem sýnir ferðir spóa, sem merktir voru með GPS sendum, á varptíma. Meira »

Bóla eða breytingar í vændum?

Í gær, 20:21 „Þetta er mjög spennandi og fær vonandi fleiri til að hugsa um þessa hluti. Það verður gaman að fylgjast með hvernig þetta þróast. Við verðum svo að sjá hvað kemur í kjölfarið eða hvort þetta þetta sé bara sniðug bóla á Twitter,“ segir ráðgjafi og verkefnastjóri hjá Stígamótum um #karlmennskan Meira »

Íhuga að sniðganga HM

Í gær, 19:11 Ríkisstjórn Íslands íhugar að sniðganga heimsmeistaramótið í knattspyrnu sem fer fram í Rússlandi í sumar. Með þessu vill hún styðja Breta sem saka Rússa um að hafa eitrað fyrir rússneskan gagnnjósnara og dóttur hans á breskri grund. Þó ert skýrt að leikmenn og aðdáendur verða á sínum stað. Meira »

Snýr að sérhæfðara sjúkrahúsi

Í gær, 21:23 Í stjórnmálaályktun sem samþykkt var við lok landsfundar Sjálfstæðisflokksins í dag kemur meðal annars fram að farið verði tafarlaust í staðarvalsgreiningu fyrir framtíðaruppbyggingu sjúkrahúsþjónustu. Meira »

Fólk deyr á biðlista inn á Vog

Í gær, 19:31 „Biðlisti inn á Vog er í eðli sínu mjög líkur biðlista inn á bráðamóttöku. Fólk deyr á þessum biðlista,“ skrifar Arnþór Jónsson, formaður framkvæmdastjórnar SÁÁ, í pistli sínum á heimasíðu samtakanna. Meira »

„Það er ekkert óhreint við þetta fólk“

Í gær, 18:34 „Frelsissviptingin er það erfiðasta sem við getum gengið í gegnum,“ segir Jón Ársæll Þórðarson. Síðustu vikur hefur hann skyggnst inn í líf fanga þáttunum Paradísarheimt. Sjálfur fékk hann smjörþefinn af frelsissviptingu á unglingsárunum, þegar hann eyddi nótt í fangelsinu í Síðumúla. Meira »
PENNAR
...
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Löggiltur byggingarstjóri og húsasmíðameistari Tek að mér: - byggingarstjór...
Viltu vita hvað er framundan ?
Segi þer það sem þeir sem farnir eru segja mer um framtíð þína. Bollar og tar...
 
Félagsstarf eldirborgara
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
L helgafell 6018031419 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Félagsstarf eldir borgara
Staður og stund
Árbæjarkirkja Kyrrðarstund í kirkjunni k...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og g...