Arnaldur skipaður héraðsdómari

Arnaldur Hjartarson.
Arnaldur Hjartarson.

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hefur skipað Arnald Hjartarson, aðstoðarmann dómara við EFTA dómstólinn, í embætti héraðsdómara sem hafa mun fast sæti við Héraðsdóm Reykjavíkur.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara mat Arnald hæfastan til að gegna embættinu.

Um­sókn­ar­frest­ur var til 11. des­em­ber og barst 31 um­sókn. Sex um­sækj­end­ur, sem skipaðir höfðu verið í embætti héraðsdóm­ara frá 9. janú­ar, drógu um­sókn­ir sín­ar til baka. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert