„Maður er búinn að sofa sáralítið í nótt“

Bjarni Magnússon, fyrrverandi hreppstjóri í Grímsey, man eftir mörgum skjálftanum ...
Bjarni Magnússon, fyrrverandi hreppstjóri í Grímsey, man eftir mörgum skjálftanum en minnist þess ekki að stórir skjálftar hafi staðið svo lengi yfir áður. Ljósmynd/Helga Mattína Björnsdóttir

„Við héldum í gær að þetta væri að minnka, en svo byrjaði það aftur um kvöldmatarleytið í gærkvöldið og er búið að vera í alla nótt,“ segir Bjarni Magnússon, fyrrverandi hreppstjóri í Grímsey, í samtali við mbl.is. Hann, líkt og aðrir Grímseyingar, varð vel var við jarðskjálfta upp á 5,2 sem varð í Grímsey rúmlega hálfsex í morgun. „Maður er búinn að sofa sáralítið í nótt,“ bætir hann við.

Bjarni, sem lengi vel sá um jarðskjálftamælingar í Grímsey og er raunar með jarðskjálftamælinn festan á klöpp í kjallaranum hjá sér, segist hafa hrokkið upp annað slagið í alla nótt. „Ég var svo orðinn leiður á þessu um fimmleytið og fór að klæða mig og þá kom eitthvað hlé að mér fannst. Síðan kom þetta helvíti, eins og ég segi, klukkan hálfsex og hann var 5,2.“

Hann segir stóra skjálftann hafa virkað á sig eins og högg. „Mér fannst þetta vera hnykkur og smá hljóð og svo annar hnykkur. Síðan kom annar stór skjálfti um hálfsjö og hann var öðruvísi því þá hristist svolítið hér innanhúss.“

Und­an­farna tvo sól­ar­hringa hafa 1.564 jarðskjálft­ar riðið yfir í nágrenni ...
Und­an­farna tvo sól­ar­hringa hafa 1.564 jarðskjálft­ar riðið yfir í nágrenni Gríms­eyjar og af þeim eru 71 yfir þrír að stærð.

Man ekki eftir að stórir skjálftar hafi staðið svo lengi yfir

Und­an­farna tvo sól­ar­hringa hafa 1.564 jarðskjálft­ar riðið yfir á þess­um slóðum, norðaust­ur af Gríms­ey, og af þeim eru 71 yfir þrír að stærð.

Bjarna, sem hefur lengi fylgst með jarðskjálftum í eyjunni, rekur ekki minni til þess að stórir skjálftar hafi staðið svona lengi yfir áður. „Maður hefur oft fundið smá hristing,“ segir hann, „en núna eru þetta orðnir 15-20 skjálftar yfir 3 sem ég er búinn að telja.“

Hann hefur heyrt í öðrum Grímseyingum í morgun og segir þá líka hafa orðið vel vara við skjálftana. „Einn sem fiskaði hvorki meira né minna en 17 tonn í gær á litlum báti og ætlaði sér að sofa vel í nótt, en það fór á annan veg,“ segir Bjarni. „Dótturdóttir mín er hérna hjá mér og hún átti að mæta í vinnu klukkan átta í morgun. Ég fór inn til hennar upp úr hálfátta í morgun og þá sagði hún mér að hún hefði ekkert getað sofið. Hún var að koma úr Reykjavík og ekki vön þessu,“ útskýrir hann og segir hana hafa fundið vel fyrir skjálftunum í húsinu í gær er hún kom heim úr vinnu.

Spurður hvort það sé ótti í fólki kveðst Bjarni ekki vera hissa á að svo sé. „Það er samt enginn ótti í mér, þessi ókyrrð er bara svo leiðinleg.“

„Þá sá ég veggi hreyfast“

Hann kveðst heldur ekki eiga von á neinum stórum skjálfta, en Veðurstofan hefur sagt engan gosóróa vera sjáanlegan á mælum. „Ég held að stóru skjálftarnir komi alltaf til að byrja með og svo verði eftirskjálftar, en það er líka alveg nóg að fá skjálfta upp á 5,2.“

Engar sagnir eru til um að skjálftar hafi valdið skemmdum í Grímsey að sögn Bjarna. Hann man þó vel eftir Kópaskersskjálftanum árið 1976, sem var rúm sex stig og segir hann vera þann öflugasta sem hann muni eftir. „Þá sá ég veggi hreyfast,“ segir hann. „Ég hljóp síðan heim og þá dansaði ljósakrónan og penninn í jarðskjálftamælinum búinn að sletta bleki út á veggina.“

mbl.is

Innlent »

Engar óhefðbundnar lækningar

18:41 Ekki eru stundaðar óhefðbundnar lækningar á Landspítalanum. Sjúklingum á mörgum deildum er þó boðið upp á fjölbreytilega viðbótarmeðferð, sem nytsama og skaðlausa aukameðferð til hliðar við gagnreynda meðferð. Meira »

Stuðningsfulltrúi gengist undir sálfræðimat

18:24 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið dómkvaddan sálfræðing til að framkvæma sálfræðimat á þroska og heilbrigðisástandi stuðningsfulltrúa sem er grunaður um kynferðisbrot gegn börnum. Meira »

Haukur ekki í haldi Tyrkja

18:03 Varnarmálaráðherra Tyrklands hefur staðfest að Haukur Hilmarsson sé ekki í haldi tyrkneskra stjórnvalda.  Meira »

Neitað um gögn sem gætu leyst málið

17:54 „Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki viljað afhenda mér tiltekin gögn sem geta varpað ljósi á og skýrt aðstöðu Sunnu, og að ég tel leyst málið að mörgu leyti,“ segir Páll Kristjánsson, lögmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, sem liggur lömuð á sjúkrahúsi í Sevilla á Spáni eftir slys. Meira »

Einn í haldi lögreglu vegna innbrota

17:33 Einn karlmaður situr enn í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að hrinu innbrota í gagnaver í Reykjanesbæ og Borgarbyggð í byrjun þessa árs. Maðurinn er einn hinna handteknu í aðgerðum lögreglunar fyrr í þessum mánuði en alls hafa 23 verið handteknir í tengslum við rannsókn málsins. Meira »

„Pínu hneykslaður“ á ráðherra

17:12 Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata spurði Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra um smávægileg fíkniefnabrot á sakaskrá í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag og varð mjög undrandi á svari ráðherra, sem sagðist álíta sem svo að öll brot ættu heima á sakaskrá. Meira »

Viðkvæmir taki vasaklútana með

17:00 „Myndin er um vináttu og hvað það er að vera alvöru manneskja, það er það sem myndin er um í raun og veru, fótboltinn er bara bíllinn sem við notum á leiðinni.“ Meira »

1.366 milljóna rekstrarafgangur

17:06 Rekstrarniðurstaða ársins 2017 hjá Íbúðalánasjóði var jákvæð sem nemur 1.366 milljónum króna.  Meira »

Deyja á biðlistum eftir meðferð

16:10 Inga Sæland formaður Flokks fólksins, gerði skort á aðstoð við áfengis- og vímuefnasjúklinga að umtalsefni í fyrirspurn sinni til heilbrigðisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Sjúkrarúmum fyrir þennan málaflokk hafi fækkað um 400-500% frá 1985. Meira »

Kasti ályktun landsfundar út á hafsauga

15:52 Verður ráðherra staðfasta foreldrið í samstarfi VG og Sjálfstæðisflokksins, spurði Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar Svandísi Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartími á Alþingi í dag. Meira »

Geri úttekt á verklagi stjórnvalda við að sinna upplýsingaskyldu

15:37 Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, leggur til að Ríkisendurskoðun geri stjórnsýsluúttekt á verklagi stjórnvalda við að sinna upplýsingaskyldu við þingmenn, þingnefndir og Alþingi í heild, og þar með talið stjórnsýslu þess, með tillögum um úrbætur. Meira »

„Gagnlegur og góður“ fundur með Merkel

15:36 Í samtali við mbl.is segir Katrín að hún og Angela Merkel hafi farið vítt yfir sviðið í samræðum sínum. Katrín óskaði þess að íslenskir embættismenn mættu leita liðsinnis þýskra kollega sinna varðandi leitina að Hauki Hilmarssyni, sem sagður er að hafi fallið í árás tyrkneska hersins í Sýrlandi. Meira »

Minntist Sverris og Guðjóns

15:27 Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, flutti minningarorð um Sverri Hermannsson og Guðjón Arnar Kristjánsson, fyrrverandi alþingismenn, við upphaf þingfundar nú síðdegis og bað þingheim að minnast þeirra með því að rísa úr sætum. Meira »

Katrín fundaði með Merkel

14:13 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er stödd í Berlín í Þýskalandi þar sem hún fundaði í dag með Angelu Merkel. Hófst fundurinn kl. 13:00 að íslenskum tíma. Meira »

Taki næstu skref að auknu jafnrétti

13:59 Formannaráð BSRB skorar á atvinnurekendur að taka næstu skref í tengslum við #metoo byltinguna. Þetta var niðurstaða fundar ráðsins fyrr í dag og segir í fréttatilkynningu að BSRB skori á atvinnurekendur að taka næsta skref með athugun á vinnumenningu og greiningu á völdum og valdastöðu. Meira »

Flest málefni varða börn

15:13 Of lítið hefur verið tekið mið af börnum við lagasetningu á þingi þrátt fyrir flest málefni varði börn með einum eða öðrum hætti. Það er þó að breytast til betri vegar. Þetta segir Þóra Jónsdóttir, lögfræðingur og verkefnastjóri hjá Barnaheillum. Meira »

Kettir eru róandi

14:00 Eigendur fyrsta kattakaffihúss landsins komu í heimsókn í morgunþáttinn Ísland vaknar og með þeim einn af íbúunum, Fabio, tíu ára fress, sem þurfti að kynna sér hljóðverið á meðan á viðtalinu stóð. Meira »

Segir áhugaleysi á Afrin algjört

13:52 „Það versta er að vita ekki hvort ég á frekar að óska þess að sonur minn hafi komist af eða farist,“ segir Eva Hauksdóttir, móðir Hauks Hilmarssonar, sem sagður er hafa fallið í átökum við tyrkneska herinn í Afrin-héraði. Hún vandar íslenskum stjórnmálamönnum ekki kveðjurnar. Meira »
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
Kerra til sölu, vel með farin
Létt og þægileg með sturtubúnaði, Easyline 105. kr. 75000.- Uppl. 8691204...
faglærðir málarar
Faglærðir málarar Tökum að okkur öll almenn málningarstörf. Tilboð eða tímavinna...
 
Breyting á aðalskipulagi
Tilboð - útboð
Breyting á Aðalskipulagi Skorradalshrepp...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og g...
L edda 6018031319 iii
Félagsstarf
? EDDA 6018031319 III Mynd af auglýs...
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...