„Maður er búinn að sofa sáralítið í nótt“

Bjarni Magnússon, fyrrverandi hreppstjóri í Grímsey, man eftir mörgum skjálftanum ...
Bjarni Magnússon, fyrrverandi hreppstjóri í Grímsey, man eftir mörgum skjálftanum en minnist þess ekki að stórir skjálftar hafi staðið svo lengi yfir áður. Ljósmynd/Helga Mattína Björnsdóttir

„Við héldum í gær að þetta væri að minnka, en svo byrjaði það aftur um kvöldmatarleytið í gærkvöldið og er búið að vera í alla nótt,“ segir Bjarni Magnússon, fyrrverandi hreppstjóri í Grímsey, í samtali við mbl.is. Hann, líkt og aðrir Grímseyingar, varð vel var við jarðskjálfta upp á 5,2 sem varð í Grímsey rúmlega hálfsex í morgun. „Maður er búinn að sofa sáralítið í nótt,“ bætir hann við.

Bjarni, sem lengi vel sá um jarðskjálftamælingar í Grímsey og er raunar með jarðskjálftamælinn festan á klöpp í kjallaranum hjá sér, segist hafa hrokkið upp annað slagið í alla nótt. „Ég var svo orðinn leiður á þessu um fimmleytið og fór að klæða mig og þá kom eitthvað hlé að mér fannst. Síðan kom þetta helvíti, eins og ég segi, klukkan hálfsex og hann var 5,2.“

Hann segir stóra skjálftann hafa virkað á sig eins og högg. „Mér fannst þetta vera hnykkur og smá hljóð og svo annar hnykkur. Síðan kom annar stór skjálfti um hálfsjö og hann var öðruvísi því þá hristist svolítið hér innanhúss.“

Und­an­farna tvo sól­ar­hringa hafa 1.564 jarðskjálft­ar riðið yfir í nágrenni ...
Und­an­farna tvo sól­ar­hringa hafa 1.564 jarðskjálft­ar riðið yfir í nágrenni Gríms­eyjar og af þeim eru 71 yfir þrír að stærð.

Man ekki eftir að stórir skjálftar hafi staðið svo lengi yfir

Und­an­farna tvo sól­ar­hringa hafa 1.564 jarðskjálft­ar riðið yfir á þess­um slóðum, norðaust­ur af Gríms­ey, og af þeim eru 71 yfir þrír að stærð.

Bjarna, sem hefur lengi fylgst með jarðskjálftum í eyjunni, rekur ekki minni til þess að stórir skjálftar hafi staðið svona lengi yfir áður. „Maður hefur oft fundið smá hristing,“ segir hann, „en núna eru þetta orðnir 15-20 skjálftar yfir 3 sem ég er búinn að telja.“

Hann hefur heyrt í öðrum Grímseyingum í morgun og segir þá líka hafa orðið vel vara við skjálftana. „Einn sem fiskaði hvorki meira né minna en 17 tonn í gær á litlum báti og ætlaði sér að sofa vel í nótt, en það fór á annan veg,“ segir Bjarni. „Dótturdóttir mín er hérna hjá mér og hún átti að mæta í vinnu klukkan átta í morgun. Ég fór inn til hennar upp úr hálfátta í morgun og þá sagði hún mér að hún hefði ekkert getað sofið. Hún var að koma úr Reykjavík og ekki vön þessu,“ útskýrir hann og segir hana hafa fundið vel fyrir skjálftunum í húsinu í gær er hún kom heim úr vinnu.

Spurður hvort það sé ótti í fólki kveðst Bjarni ekki vera hissa á að svo sé. „Það er samt enginn ótti í mér, þessi ókyrrð er bara svo leiðinleg.“

„Þá sá ég veggi hreyfast“

Hann kveðst heldur ekki eiga von á neinum stórum skjálfta, en Veðurstofan hefur sagt engan gosóróa vera sjáanlegan á mælum. „Ég held að stóru skjálftarnir komi alltaf til að byrja með og svo verði eftirskjálftar, en það er líka alveg nóg að fá skjálfta upp á 5,2.“

Engar sagnir eru til um að skjálftar hafi valdið skemmdum í Grímsey að sögn Bjarna. Hann man þó vel eftir Kópaskersskjálftanum árið 1976, sem var rúm sex stig og segir hann vera þann öflugasta sem hann muni eftir. „Þá sá ég veggi hreyfast,“ segir hann. „Ég hljóp síðan heim og þá dansaði ljósakrónan og penninn í jarðskjálftamælinum búinn að sletta bleki út á veggina.“

mbl.is

Innlent »

Miðvikudagurinn verður bestur

07:00 Spáð er norðanátt í dag og svalt verður fyrir norðan og rigning en þurrt og jafnvel bjart með köflum sunnanlands þar sem hiti fer líklega upp í 16 stig. Spáin er góð fyrir miðvikudag. Meira »

Ofurölvi velti í Ártúnsbrekku

06:14 Ökumaður bifreiðarinnar sem valt í Ártúnsbrekku upp úr klukkan 22 í gærkvöldi var ofurölvi og er hann vistaður í fangageymslu lögreglunnar eftir að rannsókn á bráðamóttöku leiddi í ljós að hann hafði sloppið ótrúlega vel frá bílveltunni. Meira »

RÚV sætir harðri gagnrýni

05:30 „Það er bara þurrð á þessum markaði, þeir ryksuguðu þetta upp,“ segir María Björk Ingvadóttir, framkvæmdastjóri sjónvarpsmiðilsins N4. Meira »

Ríkið má styrkja einkarekna fjölmiðla

05:30 Eftirlitsstofnun fríverslunarsamtakanna EFTA, ESA, hefur staðfest að ríkisstyrkir til einkarekinna fjölmiðla séu löglegir.  Meira »

Lög sem vinna gegn mismunun

05:30 Lög um jafna meðferð á vinnumarkaði voru samþykkt undir lok þings í byrjun vikunnar.   Meira »

Fáar sólarstundir og mikil úrkoma

05:30 Sólskinsstundir hafa verið afar fáar í Reykjavík þennan júnímánuðinn en „aðeins tvisvar er vitað um færri sólskinsstundir sömu daga, það var 1988 og 2013“, segir Trausti Jónsson veðurfræðingur á bloggi sínu. Meira »

Þyrlan er þarfaþing við framkvæmdir

05:30 Þyrla hefur síðustu daga verið notuð til efnisflutninga við stígagerð í Reykjadal inn af Hvergerði.   Meira »

Víða vantar sveitarstjóra

05:30 Bæjar- og sveitarstjóra vantar nú til starfa víða um land en eftir sveitarstjórnarkosningar fylgir að þegar nýir meirihlutar eru myndaðir er ráðinn nýr maður sem stjórnandi viðkomandi sveitarfélags. Meira »

Golfvelli í Haukadal lokað

05:30 Haukadalsvöllur við Geysi verður ekki opinn í sumar til golfleiks. Mikið tjón varð á stórum svæðum vallarins sem kom óvenju illa undan hörðum vetri. Meira »

Góð áhrif á þjóðarsálina

05:30 „Það eru allir í góðu skapi meðan á HM stendur og Íslendingum gengur vel. Þetta hefur góð áhrif á þjóðarsálina. Áhrifin eru þó sjaldnast langvarandi, nema kannski að áhugi ungra stráka og stelpna á því að æfa fótbolta eykst.“ Meira »

Bíll valt í Ártúnsbrekkunni

Í gær, 22:37 Fólksbíll fór út af veginum neðarlega í Ártúnsbrekkunni upp úr klukkan tíu í kvöld. Að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu valt bíllinn og endaði á toppnum. Meira »

Stolið frá leigusala en fær enga aðstoð

Í gær, 22:05 Maður sem leigði íbúð sína öðrum manni fær hvorki hjálp frá lögreglu né lögmönnum í kjölfar þess að leigjandi hans stal öllum húsgögnum og búnaði úr íbúð og bílskúr mannsins. Hann brá því á það ráð að auglýsa eftir lögmanni í atvinnublaði Fréttablaðsins í gær. Meira »

Mikið um dýrðir á bíladögum

Í gær, 21:47 Hátt í þrjú hundruð bílar tóku þátt í bílasýningu á Akureyri í dag sem batt endahnútinn á hina árlegu bíladaga í bænum sem voru haldnir um helgina þar sem mikið var um dýrðir. Meira »

Blásið til tónlistarveislu í Þorlákshöfn

Í gær, 21:25 Rekstur veitingastaðarins Hendur í höfn í Þorlákshöfn hefur gengið vonum framar, en hann fagnaði nýlega fimm ár afmæli og í maí flutti hann í stærra og endurbætt húsnæði við aðalgötuna í bænum. Í sumar verður svo blásið til tónleikaraðar á veitingastaðnum. Meira »

Fíknigeðdeild lokuð fram í ágúst

Í gær, 21:21 Þrátt fyrir að minna sé um lokanir á geðdeildum Landspítalans nú en í fyrra verða margar þeirra lokaðar stóran hluta sumars. Fíknigeðdeild lokaði þann 15. júní og opnar ekki aftur fyrr en 7. ágúst. Meira »

Búið að grafa helming ganganna

Í gær, 20:44 Búið er að grafa 49,9% af heildarlengd Dýrafjarðarganga, eða 2.646,7 metra.   Meira »

Lýsi er ógeðslegt – En það virkar

Í gær, 20:10 „Frá víkingum til súrs hákarls – Tíu ástæður fyrir því að Íslendingar eru svona sterkir“ er fyrirsögn greinar þýska vefmiðilsins Kölner Stadt-Anzieger þar sem þjóðverjarnir reyna að gera sér í hugarlund ástæður þess að Íslendingar séu svo sterkir. Meira »

Sleppt að loknum yfirheyrslum

Í gær, 20:09 Mennirnir tveir sem voru yfirheyrðir í dag, grunaðir um að hafa fótbrotið karlmann, var sleppt úr haldi seinnipartinn að loknum yfirheyrslum. Meira »

Fengu lýðveldishátíðarköku í Vatnaskógi

Í gær, 19:44 Um eitt hundrað drengir úr sumarbúðunum í Vatnaskógi fengu lýðveldishátíðarköku í dag, enn í gleðivímu eftir leik Íslands og Argentínu í gær. Meira »
Skúffuhirsla
NEOLT / Stile / Ítalía - 1984 Skúffuhirsla á hjólum úr plasti. Þrjár læstar sk...
Öflug bókhaldsþjónusta
Alhliða bókhalds- og uppgjörsþjónusta fyrir fyrirtæki, einstaklinga, húsfélög og...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útl - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
START/BYRJA: ÍSLENSKa, ENSKA,NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: 28/5, 25/6, 2...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...