„Maður er búinn að sofa sáralítið í nótt“

Bjarni Magnússon, fyrrverandi hreppstjóri í Grímsey, man eftir mörgum skjálftanum ...
Bjarni Magnússon, fyrrverandi hreppstjóri í Grímsey, man eftir mörgum skjálftanum en minnist þess ekki að stórir skjálftar hafi staðið svo lengi yfir áður. Ljósmynd/Helga Mattína Björnsdóttir

„Við héldum í gær að þetta væri að minnka, en svo byrjaði það aftur um kvöldmatarleytið í gærkvöldið og er búið að vera í alla nótt,“ segir Bjarni Magnússon, fyrrverandi hreppstjóri í Grímsey, í samtali við mbl.is. Hann, líkt og aðrir Grímseyingar, varð vel var við jarðskjálfta upp á 5,2 sem varð í Grímsey rúmlega hálfsex í morgun. „Maður er búinn að sofa sáralítið í nótt,“ bætir hann við.

Bjarni, sem lengi vel sá um jarðskjálftamælingar í Grímsey og er raunar með jarðskjálftamælinn festan á klöpp í kjallaranum hjá sér, segist hafa hrokkið upp annað slagið í alla nótt. „Ég var svo orðinn leiður á þessu um fimmleytið og fór að klæða mig og þá kom eitthvað hlé að mér fannst. Síðan kom þetta helvíti, eins og ég segi, klukkan hálfsex og hann var 5,2.“

Hann segir stóra skjálftann hafa virkað á sig eins og högg. „Mér fannst þetta vera hnykkur og smá hljóð og svo annar hnykkur. Síðan kom annar stór skjálfti um hálfsjö og hann var öðruvísi því þá hristist svolítið hér innanhúss.“

Und­an­farna tvo sól­ar­hringa hafa 1.564 jarðskjálft­ar riðið yfir í nágrenni ...
Und­an­farna tvo sól­ar­hringa hafa 1.564 jarðskjálft­ar riðið yfir í nágrenni Gríms­eyjar og af þeim eru 71 yfir þrír að stærð.

Man ekki eftir að stórir skjálftar hafi staðið svo lengi yfir

Und­an­farna tvo sól­ar­hringa hafa 1.564 jarðskjálft­ar riðið yfir á þess­um slóðum, norðaust­ur af Gríms­ey, og af þeim eru 71 yfir þrír að stærð.

Bjarna, sem hefur lengi fylgst með jarðskjálftum í eyjunni, rekur ekki minni til þess að stórir skjálftar hafi staðið svona lengi yfir áður. „Maður hefur oft fundið smá hristing,“ segir hann, „en núna eru þetta orðnir 15-20 skjálftar yfir 3 sem ég er búinn að telja.“

Hann hefur heyrt í öðrum Grímseyingum í morgun og segir þá líka hafa orðið vel vara við skjálftana. „Einn sem fiskaði hvorki meira né minna en 17 tonn í gær á litlum báti og ætlaði sér að sofa vel í nótt, en það fór á annan veg,“ segir Bjarni. „Dótturdóttir mín er hérna hjá mér og hún átti að mæta í vinnu klukkan átta í morgun. Ég fór inn til hennar upp úr hálfátta í morgun og þá sagði hún mér að hún hefði ekkert getað sofið. Hún var að koma úr Reykjavík og ekki vön þessu,“ útskýrir hann og segir hana hafa fundið vel fyrir skjálftunum í húsinu í gær er hún kom heim úr vinnu.

Spurður hvort það sé ótti í fólki kveðst Bjarni ekki vera hissa á að svo sé. „Það er samt enginn ótti í mér, þessi ókyrrð er bara svo leiðinleg.“

„Þá sá ég veggi hreyfast“

Hann kveðst heldur ekki eiga von á neinum stórum skjálfta, en Veðurstofan hefur sagt engan gosóróa vera sjáanlegan á mælum. „Ég held að stóru skjálftarnir komi alltaf til að byrja með og svo verði eftirskjálftar, en það er líka alveg nóg að fá skjálfta upp á 5,2.“

Engar sagnir eru til um að skjálftar hafi valdið skemmdum í Grímsey að sögn Bjarna. Hann man þó vel eftir Kópaskersskjálftanum árið 1976, sem var rúm sex stig og segir hann vera þann öflugasta sem hann muni eftir. „Þá sá ég veggi hreyfast,“ segir hann. „Ég hljóp síðan heim og þá dansaði ljósakrónan og penninn í jarðskjálftamælinum búinn að sletta bleki út á veggina.“

mbl.is

Innlent »

Fylgjast með fótspori ferðamannsins

Í gær, 22:00 Í ágúst árið 2010 voru um 30.000 ferðamenn staddir á Íslandi samstundis. Á sama tíma árið 2017 voru þeir orðnir 90.000. Út er komin ný skýrsla um vísa til þess að meta fótspor ferðamanna hér á landi. Meira »

Sara Nassim tilnefnd til Grammy-verðlauna

Í gær, 21:45 Þrítug íslensk kona, Sara Nassim Valadbeygi, er tilnefnd til Grammy-verðlaunanna sem framleiðandi tónlistarmyndbands söngkonunnar Tierra Whack, Mumbo Jumbo. Fjögur önnur myndbönd eru tilnefnd í sama flokki og Mumbo Jumbo. Grammy-verðlaunin verða afhent í Los Angeles 10. febrúar. Meira »

7 tilnefndir til Íslensku þýðingaverðlaunanna

Í gær, 21:33 Sex þýðingar og sjö þýðendur eru tilnefndar til Íslensku þýðingaverðlaunanna þetta árið. Verðlaunin, sem eru veitt fyrir vandaða þýðingu á fagurbókmenntaverki, hafa verið veitt árlega frá 2005 en til þeirra var stofnað til að vekja athygli á ómetanlegu framlagi þýðenda til íslenskra bókmennta. Meira »

Kaupendur vændis virðast ansi víða

Í gær, 21:23 „Þetta er ekki einstakt mál, það er mikilvægt að það komi fram,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis, um mál fatlaðrar konu sem talið er að um 50 karlmenn hafi keypt vændi af. Meira »

Brotist inn í hús í Borgarnesi

Í gær, 20:34 Lögreglan á Vesturlandi biður fólk að vera á varðbergi gagnvart mannaferðum eftir að brotist var inn í íbúðarhús í Borgarnesinu á áttunda tímanum í kvöld og m.a. stolið þaðan skartgripum. Meira »

Enginn forgangur fyrir Árneshrepp

Í gær, 20:30 Að fresta vegaframkvæmdum um Veiðileysuháls enn einu sinni yrði ákvörðun um að leggja Árneshrepp í eyði, segir í umsögn um tillögu að samgönguáætlun. Þingmenn kjördæmisins segjast tala máli hreppsins en hafi engan sérstakan forgang fengið. Meira »

Stærsta hlutverk Íslendings

Í gær, 20:20 Leikkonan Hera Hilmarsdóttir fer með aðalhlutverk í nýrri stórmynd Peter Jackson, Mortal Engines. Í gær var haldin sérstök Nexus-forsýning þar sem Hera mætti og tók við fyrirspurnum í lok sýningarinnar. Ragnar Eyþórsson, kvikmynda- og sjónvarpsrýnir síðdegisþáttar K100, var á staðnum. Meira »

Ísland færist ofar á lista yfir veiðar

Í gær, 20:00 Ísland er í 17. sæti á meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims, með um 1,3% hlutdeild þess aflamagns sem veitt er á heimsvísu, og sú þriðja stærsta þegar litið er til ríkja Evrópu. Meira »

„Þetta gæti verið svo miklu verra“

Í gær, 19:42 „Við höfum ekki ástæðu til að ætla að samdráttur í ferðamennsku verði eitthvað í líkingu við það sem samdrátturinn hjá WOW verður á næsta ári. Að þetta muni þýða færri sæti fyrir ferðamenn á leið til Íslands. Auðvitað getur það verið en það er ekkert sem segir að þannig verði það.“ Meira »

Leggst gegn sölu Lækningaminjasafns

Í gær, 19:20 Samfylkingin á Seltjarnarnesi leggst gegn því að Lækningaminjasafnið verði selt til þriðja aðila. „Húsið hefur alla burði til þess að verða stolt og prýði bæjarins,“ segir í bókun flokksins um húsið, sem bærinn auglýsti til sölu í síðustu viku. Meira »

Skógarmítill, kvef og kynlíf

Í gær, 18:30 Vefurinn heilsuvera.is er samstarfsverkefni Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Embættis landlæknis. Vefnum er ætlað að koma á framfæri til almennings áreiðanlegum upplýsingum um heilsu, þroska og áhrifaþætti heilbrigðis, ásamt því að opna aðgengi einstaklinga inn á eigin sjúkraskrá. Meira »

Vill snúa vörn í sókn fyrir íslenskuna

Í gær, 18:13 Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur mælt fyrir þingsályktunartillögu um að efla íslensku sem opinbert mál á Íslandi. Í tillögunni er lagt til að Alþingi álykti „um mikilvægi íslenskrar tungu og nauðsyn þess að tryggja að tungumálið verði áfram notað á öllum sviðum íslensks samfélags“. Meira »

Embættisskylda að senda málið áfram

Í gær, 18:00 Már Guðmundsson seðlabankastjóri segist hafa rætt við Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra Samherja, í síma sumarið 2012 og þá hafi talið borist að því að svokallað Samherjamál yrði sett í sáttaferli. Það hefði þá falið í sér einhverjar breytingar á fyrirkomulagi og verklagi hjá Samherja. Meira »

Siðareglurnar nái varla yfir mál Ágústs

Í gær, 17:40 „Þessi mál eru að mörgu leyti ólík þó að bæði séu alvarleg. Ég held að siðareglur þingsins nái varla yfir hans mál,“ segir Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, aðspurður hvort hann telji mál Ágústs Ólafs Ágústssonar þess eðlis að siðanefnd Alþingis ætti að taka það fyrir. Meira »

Hlaut 18 mánaða dóm fyrir nauðgun

Í gær, 17:21 Karlmaður var dæmdur í 18 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudag fyrir nauðgun sem átti sér stað í maí í fyrra, er hann var 17 ára gamall. Stúlkan sem hann braut gegn var þá ólögráða og hafði farið með frænku sinni, kærasta hennar og ákærða í skemmtiferð austur í sveitir. Meira »

Flokksskírteini í stað hæfni stjórnenda

Í gær, 16:06 Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, sagði í sérstakri umræðu á Alþingi um Íslandspóst að flestum hefði verið komið í opna skjöldu með hversu alvarleg staða fyrirtækisins væri orðin, sem sé sérstaklega alvarlegt vegna þess að það er í eigu ríkisins. Meira »

„Hef verið kurteis hingað til“

Í gær, 15:17 „Ég hef verið kurteis hingað til en nú krefst ég þess að þessari vanvirðingu við þing og þjóð verði hætt og að ég fái svar við þessum réttmætu spurningum mínum,“ sagði Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, undir dagskrárliðnum störf þingsins. Meira »

„Rosalega mikið högg“

Í gær, 14:06 „Þetta er náttúrulega bara hörmulegt, það er bara þannig,“ segir Orri Þrastarson, varaformaður Flugfreyjufélags Íslands, í samtali við mbl.is um uppsagnir fjölda starfsmanna WOW air sem tilkynnt var um í dag. Meira »

Flestir brunar á heimilum í desember

Í gær, 13:46 Tölfræði tjóna hjá VÍS sýnir að flestir brunar á heimilum eiga sér stað í desember og þar fast á eftir fylgir janúar. Algengustu brunar á þessum tíma eru vegna kerta og eldavéla og eru nú þegar farnar að koma inn tilkynningar um bruna vegna kertaskreytinga. Meira »
NUDD- LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG.
HEIT OLIA OG STEINAR- RÓAR HUGANN OG GEFUR BÆTTA LÍÐAN. tÍMAPANTANIR SIMI 8...
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...
Einyrki-Launakerfi.Launaseðlar í Excel
Töflukerfi í MS-Excel fyrir Launaútreikn,Launaseðla, Skilagr RSK og Lífeyrissj. ...
Gefins - áttu klink sem þú mátt missa?
Kattholt þiggur með þökkum smámynt (hvaðan sem er). Þetta fer til að fjármagna...