Dill heldur Michelin-stjörnunni

Kári Þorsteinsson, til hægri, að störfum á Dill.
Kári Þorsteinsson, til hægri, að störfum á Dill. mbl.is/Eggert

Kári Þorsteinsson, sem tók við sem yfirkokkur á Dill um síðustu áramót, hefur tekið við staðfestingu á að veitingastaðurinn heldur Michelin-stjörnu sinni.

Athöfnin fór fram í turni ráðhúss Kaupmannahafnar í dag, að því er kemur fram í tilkynningu.

Veitingastaðurinn, sem er staðsettur á Hverfisgötu 12, hlaut fyrstu Michelin-stjörnuna sem íslenskur staður hefur hlotið fyrir ári.

Kári hefur starfað á Dill í rúmt ár og hefur starfað á Michelin-stöðunum Texture í London og Noma í Kaupmannahöfn.

Ragnar Eiríksson, fyrrverandi yfirkokkur á Dill, tók við Michelin-stjörnu staðarins í fyrra. Hann vinnur nú hörðum höndum við að opna Holt, sem er nýr veitingastaður sem opnar á Hóteli Holti 28. febrúar næstkomandi.  

Michelin-listinn í heild sinni

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert