Íshestar ehf. greiði 15 milljónir

Héraðsdómur Reykjaness.
Héraðsdómur Reykjaness. mbl.is/Ófeigur

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt fyrirtækið Íshesta ehf. til að greiða Hjalta Gunnarssyni tæpar 15 milljónir króna, auk dráttarvaxta, ásamt 850 þúsund krónum í málskostnað.

Málið var þingfest í desember árið 2016 og tekið til dóms 1. febrúar síðastliðinn.

Stefnandinn Hjalti rekur hestaferðaþjónustu að Kjóastöðum II í Bláskógabyggð og í samvinnu við Íshesta ehf. fór hann um 24 ára skeið með ferðamenn í hestaferðir yfir Kjöl og í styttri hestaferðir, að því er kemur fram í dómnum.

Á hverju ári var gerður samningur þar sem meðal annars var ákveðið hvaða gjald skyldi greiða fyrir hvern ferðamann. Íshestar ehf. seldu ferðirnar, tóku við greiðslu og fluttu fólkið til stefnanda og sóttu það að lokinni ferð.

Hjalti sá aftur á móti sá um mat, gistingu og hestakost. Viku fyrir ferð fékk hann sendan nafnalista frá Íshestum ehf. og í lok ferðar sendi hann Íshestum ehf. reikning.

Að sögn Hjalta gekk samstarfið ávallt hnökralaust þar til nýir eigendur komu að Íshestum ehf. en þá hafi farið að bera á greiðsludrætti.

1. desember 2015 hafi Hjalti og Íshestar ehf. gert samstarfssamning um hestaferðir sumarið 2016 og hvaða gjald skyldi greiða fyrir hvern farþega.

Reikningar fyrir ferðina voru gefnir út í júlí, ágúst og september 2016 og voru stílaðir á Íshesta ehf. sem þá var komið með nýja kennitölu. Fyrirtækið greiddi tvo reikninga 19. september 2016 en fjórir reikningar, sem nema stefnufjárhæð, voru ekki greiddir. Fyrirtækið svaraði ekki innheimtubréfum 25. október 2016 og 14. nóvember 2016.

Íshestar ehf. töldu að sýkna bæri fyrirtækið vegna aðildarskorts. Hið stefnda félag, með sama nafni en nýja kennitölu, hafi ekki verið aðili að þeim samningi sem Hjalti hafði gert við hið eldra félag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert