Jarðgöngin aftur rannsökuð í ár

Sigurður Ingi Jóhannsson og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. mbl.is/Hari

Ekkert var unnið að rannsóknum á gerð jarðganga milli Álftafjarðar og Skutulsfjarðar á síðasta ári.

Þetta kemur fram í svari Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, við fyrirspurn frá Höllu Signýju Kristjánsdóttur, þingmanni Framsóknarflokksins.

Að sögn Sigurðar Inga urðu miklar annir á árinu við upphaf Dýrafjarðarganga og lok Norðfjarðarganga til þess að ekkert var unnið í rannsóknunum. Það verður aftur á móti gert á þessu ári.

Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.
Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Sigurður Bogi

Fram kemur einnig í svarinu að miðað er við að Fjarðarheiðargöng verði næst í röðinni í samgönguáætlun 2015 til 2026 eftir að gerð Dýrafjarðarganga lýkur haustið 2020.

„Nú er hafin vinna við endurskoðun þessarar áætlunar og reiknað með að ný áætlun, 2019–2030, verði lögð fram á þingi haustið 2018. Ekki er á þessari stundu hægt að segja neitt til um hvort jarðgöng milli Álftafjarðar og Skutulsfjarðar verði þar inni,“ segir í svarinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert