Páll vill sama verð í Herjólf óháð höfn

Páll Magnússon vill eina verðskrá á siglingar Herjólfs, helst um ...
Páll Magnússon vill eina verðskrá á siglingar Herjólfs, helst um næstu mánaðamót. mbl.is/Kristinn Magnússon

Rætt var um samgöngur til Vestmannaeyja í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokks spurði Sigurð Inga Jóhannsson samgönguráðherra að því hvort mögulegt væri að flýta áformum um að jafna verðskrá Herjólfs, þannig að verðskráin verði sú sama óháð því hvort siglt er til Þorlákshafnar eða Landeyjahafnar.

Samgönguráðherra sagðist jákvæður fyrir málinu, en greina þyrfti hversu mikið aðgerðin myndi kosta.

Páll sagði að hann þyrfti ekki að fjölyrða um þær hremmingar sem Eyjamenn hefðu upplifað í samgöngumálum síðastliðin ár, vegna tíðrar ófærðar í Landeyjahöfn.

„Þegar ekki er siglt í Landeyjahöfn er ekki nóg með það að siglingatíminn sexfaldist í vetrarbrælunum sem ríkja, heldur þrefaldast fargjaldið líka. Þetta er tvöfaldur ami, sem menn hafa af þessu og þetta er mikið réttlætismál að laga,“ sagði Páll og benti á að ferjusamgöngur til Vestmannaeyja væru hluti af þjóðvegakerfinu.

Hann sagði að það hefði verið talað um það að með nýrri ferju, sem væntanleg er síðar á árinu, yrðu fargjöldin þau sömu, sama hvort siglt væri í Landeyjahöfn eða Þorlákshöfn.

Far með Herjólfi til Vestmannaeyja fyrir einn fullorðinn einstakling kostar 1.380 kr. ef siglt er frá Landeyjahöfn en 3.420 kr. ef siglt er frá Þorlákshöfn.

„Er eftir nokkru að bíða? Er ekki hægt að laga þetta núna?“ sagði Páll.

Sigurður Ingi tók jákvætt í fyrirspurn Páls um eina verðskrá ...
Sigurður Ingi tók jákvætt í fyrirspurn Páls um eina verðskrá Herjólfs. mbl.is/Eggert

Ráðherra jákvæður en lofaði engu

Sigurður Ingi svaraði því til að málið hefði verið til skoðunar í ráðuneytinu, meðal annars vegna ábendinga Páls. Hann væri jákvæður gagnvart málinu.

„Við höfum verið að greina kostnaðinn við það, hann er auðvitað óviss, þar sem það er veðrið sem ræður þar ríkjum og annar óvissuþáttur er það við vitum ekki á þessum tímapunkti hvenær ferjan kemur í haust,“ sagði Sigurður Ingi.

„Ég er mjög jákvæður fyrir því að gera þetta, þetta er réttlætismál,“ sagði samgönguráðherra einnig, en lofaði þó engu, þrátt fyrir Páll kæmi í pontu öðru sinni og óskaði eftir því að ráðherra gæfi „ákveðnari fyrirheit“ um málið.

Sigurður Ingi sagði það oft koma upp í samræðum sínum við Vestmannaeyinga, hversu ósanngjarnt það væri að borga þrefalt gjald fyrir það að sigla til Þorlákshafnar, sem tæki mun lengri tíma að auki.

mbl.is

Innlent »

Fasteignaskattar lækka í Hafnarfirði

21:20 Álagningarstuðull fasteignaskatta lækkar og komið er til móts við barnafjölskyldur í fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2019, sem samþykkt var á bæjarstjórnarfundi í dag. Meira »

Sannar gjafir fara víða um heim

20:47 „Allar gjafirnar eiga það sameiginlegt að bæta líf barna sem þurfa á hjálp okkar að halda. Það er því yndislegt að sjá hvað almenningur og fyrirtæki hér á Íslandi láta sig heilsu og réttindi barna varða og hversu margir kjósa að gefa Sannar gjafir um jólin,“ segir Ingibjörg Magnúsdóttir hjá UNICEF á Íslandi. Meira »

Ferðaþjónustan á fullu yfir hátíðirnar

20:32 Ferðaþjónusta í Reykjavík er í töluverðum viðskiptum yfir jól og áramót en staðan er ekki eins góð úti á landi. Í höfuðstaðnum eru hótel mörg fullbókuð. Meira »

Nikkan leynivopn í skötuklúbbnum

19:41 Þorláksmessuskatan er handan við hornið en Íslenski skötuklúbburinn, The Icelandic Skate Club upp á útlensku, ekki síst fyrir færeyska félagsmanninn Ásvald Simonsen, tekur ávallt forskot á sæluna og heldur árlega skötuveislu í hádeginu á laugardegi um miðjan desember. Meira »

Án rafmagns í tæpan sólarhring

19:28 Nokkur íbúðarhús á Leiruvegi á Kjalarnesi voru rafmagnslaus vegna háspennubilunar í tæplega sólarhring áður en rafmagn kom aftur á nú rétt fyrir kl. 19. Íbúi á svæðinu hefur fjárfest í rafstöð vegna tíðra bilana. Meira »

Fjórtán verkefni tengd hjúkrunarrýmum

19:03 Alls eru fjórtán verkefni í farvatninu á vegum ríkisins tengd hjúkrunarrýmum og eru þau mislangt á veg komin. Þetta segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. 50 aldraðir liggja á bráðadeildum. Meira »

Báðir ökumenn fluttir á Landspítala

18:50 Ökumaður annars bílsins sem lenti í árekstri á Gaulverjabæjarvegi laust fyrir klukkan 17 í dag var fluttur á Landspítala með þyrlu Landhelgisgæslunnar, sem lenti þar klukkan rúmlega 18 í kvöld. Meira »

50 hafi keypt vændi af fatlaðri konu

18:41 Grunsemdir eru uppi um að í kringum fimmtíu karlmenn hafi keypt vændi af fatlaðri konu á nokkurra mánaða tímabili. Konan hefur leitað til Bjarkarhlíðar, sem er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Meira »

Sóttu svartfugl í jólamatinn

18:33 „Svartfuglinn er styggur og að skjóta hann er talsverð kúnst,“ segir Sævar Guðjónsson á Mjóeyri við Eskifjörð.   Meira »

Ómerktir ofnæmisvaldar í sósu

18:15 Matvælastofnun varar neytendur með ofnæmi eða óþol fyrir eggjarauðum, sinnepi, hveiti og/eða selleríi við neyslu á „Ópal heitreyktum laxabita m/muldum pipar“ frá Ópal Sjávarfangi. Meira »

Nærri helmingur notar síma undir stýri

17:34 Hátt í helmingur landsmanna, 49%, segist hafa notað farsíma undir stýri fyrir símtöl með handfrjálsum búnaði á síðustu tólf mánuðum, en 34% segjast hafa talað í síma við akstur án handfrjáls búnaðar. Meira »

„Hafa enga skyldu til að mæta“

17:20 Miðflokkurinn segir að þeir þingmenn sem hafa verið boðaðir á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hafi enga skyldu til að mæta. „Það er afar fátítt að þingnefndir séu notaðar í jafn augljósum pólitískum tilgangi og átti að gera. Slíkt á ekki að viðgangast.“ Meira »

Harður árekstur á Gaulverjabæjarvegi

17:03 Tveggja bíla árekstur varð á Gaulverjabæjarvegi skammt frá Hraunsá nú rétt fyrir kl 17. Slökkvilið, ásamt lögreglu og sjúkraflutningafólki, er á staðnum og unnið er að því að ná fólki út úr bílunum með klippum. Meira »

„Mig langar til að gera grín að þessu“

16:58 Kári Stefánsson lét ýmis stór orð falla á formlegri opnun jáeindaskanna á Landspítalanum í dag. Í viðtali við mbl.is ræddi hann svo meint afskiptaleysi „hrokafulls heilbrigðismálaráðherra.“ Meira »

Skorar á þingmenn að gefa jólabónusinn

16:22 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, skoraði á þingheim í dag að gefa jólabónus sinn til góðgerðamála og veifaði peningum í ræðustól Alþingis. Meira »

Dæmdir fyrir árás við Kiki

16:09 Tveir karlmenn á þrítugsaldri voru í gær dæmdir í þriggja mánaða fangelsi hvor fyrir líkamsárásir á tvo dyraverði við skemmtistaðinn Kíkí í miðbæ Reykjavíkur. Eru þeir einnig fundnir sekir um að hafa ekki hlýtt fyrirmælum og að annar þeirra hafi bitið lögreglumann. Meira »

Jáeindaskanni loks formlega opnaður

15:55 Formleg opnun jáeindaskannans á Landspítalanum fór fram skömmu eftir hádegi í dag. Hann hefur verið í notkun síðan seint í sumar en er nú kominn á fullan skrið. Meira »

Dæmdur fyrir árás á barn

15:51 Karlmaður um þrítugt var í dag dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir að hafa ráðist gegn fimm ára barni í aftursæti bifreiðar við gatnamót Laugavegs og Snorrabrautar í nóvember í fyrra. Var maðurinn undir miklum áhrifum fíkniefna þegar brotið átti sér stað og sagðist ekkert muna eftir atvikinu. Meira »

„Þetta á ekki að vera svona“

15:38 „Hér er ég komin í dag til að vekja athygli á vandamáli sem hefur verið til staðar í mörg ár. Það er vandamál framhaldsskólanema af landsbyggðinni sem flytja á höfuðborgarsvæðið til að stunda nám,“ sagði Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir í jómfrúarræðu sinni á þingi. Meira »
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...
Bækur til sölu
Bækur til sölu Adventures of Huckleberry Finn 1884, 1. útg., Fornmannasögur 1-12...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Fullbúin íbúð til leigu..
Íbúðin er 3ja herb. í Norðlingaholti á efstu hæð með lyftu. leigist með húsgö...