Íþróttalög taka ekki til kynjasjónarmiða

Í gildandi íþróttalögum frá 1998 er ekkert fjallað um kynjasjónarmið.
Í gildandi íþróttalögum frá 1998 er ekkert fjallað um kynjasjónarmið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í gildandi íþróttalögum frá 1998 er ekkert fjallað um kynjasjónarmið þó svo að legið hafi fyrir bæði þingsályktun frá 1992 og tillögur sérstakrar nefndar sem skipuð var 1996 til þess að auka hlut kvenna í íþróttum.

Þetta er á meðal þess kom fram á málþinginu „Kynjajafnrétti í íþróttum – hlutverk ríkisvaldsins“ í Háskólanum í Reykjavík í dag.

Frummælandi var María Rún Bjarnadóttir, lögfræðingur og doktorsnemi við Sussex háskóla, sem kynnti niðurstöður hluta rannsóknar um hlutverk ríkisvaldsins við að tryggja kynjajafnrétti í íþróttum.

Í framhaldi erindis Maríu voru niðurstöðurnar ræddar af Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra, Lárusi Blöndal forseta Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og Guðna Bergssyni formanni Knattspyrnusambands Íslands sem voru þátttakendur í pallboði.

Ríkið horfir ekki til kynjasjónarmiða

Þær niðurstöður sem María kynnti í dag lutu aðeins að hluta rannsóknarinnar sem snýr að hlutverki ríkisvaldsins. Í niðurstöðum rannsóknarinnar kemur fram að stjórnvöld hafi beina skyldu til þess að tryggja jafnrétti í íþróttum. Þá kemur fram að ríkið horfi almennt ekki til kynjasjónarmiða þegar kemur að lagasetningu og úthlutun fjármuna í tengslum við íþróttir.

„Engan kynbundinn greinarmun á heimildum eða skyldum hvað varðar íþróttir, er að finna í gildandi löggjöf. Ekki er heldur fjallað um jafnréttismál, eða stöðu kynjanna, með sérstökum hætti í löggjöfinni. Þannig er ekki gerður lagalegur greinarmunur á íþróttaiðkun kynjanna, fjármunum sem skuli leggja til íþróttaiðkunar eða annarra sjónarmiða sem eiga rætur í jafnrétti kynjanna í gildandi íþróttalögum.“

Sömu ályktunarefni með 20 ára millibili

Gildandi íþróttalög voru sett árið 1998 og þrátt fyrir að bæði ítarleg gögn og þingsályktun frá Alþingi frá 1992 um að stjórnvöld ættu að beita sér fyrir því að jafnrétti kynjanna yrði aukinn þáttur í lagasetningunni lægju fyrir hafi ekki verið tekið tillit til þeirra. „Þarna er eitthvað í gangi sem lögfræðin getur ekki útskýrt,“ segir María.

Þær tillögur sem eru eins með tuttugu ára millibili.
Þær tillögur sem eru eins með tuttugu ára millibili. Skjáskot/Úr glærum fundarins

María varpaði einnig ljósi á það að sömu ályktunarefni hafi komið fram með tuttugu ára millibili frá nefnd til að auka hlut kvenna og stúlkna í íþróttum, árin 1996 og 2006. „Tuttugu árum síðar er þingið að fela framkvæmdarvaldinu að vinna að sömu málum – aftur getur lögfræðin ekki svarað hvers vegna það er.“

Ekki jafnréttissjónarmið í fjárlögum

Ekki er fjallað um samþættingu jafnréttissjónarmiða í gildandi fjárlögum þegar kemur að íþróttum. Fram kom í máli Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, að það kunni að vera sökum þess að ekki hafi gefist nægilegur tími í vinnslu fjárlaga sökum aðstæðna. „Við tökum þetta algjörlega til okkar í ráðuneytinu,“ segir Lilja.  

Þá segist Lilja ánægð með það að bæði UMFÍ og ÍSÍ hafa komið strax með í það að stofna starfshóp í kjölfar #metoo-byltingarinnar. Einnig segist hún mjög þakklát þeim konum sem stigu fram og stóður fyrir þessari vitundarvakningu og sýndu þannig gríðarlegt hugrekki. 

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, var í pallborði á málþinginu.
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, var í pallborði á málþinginu. mbl.is/Rax
mbl.is

Innlent »

Báðir ökumenn fluttir á Landspítala

18:50 Ökumaður annars bílsins sem lenti í árekstri á Gaulverjabæjarvegi laust fyrir klukkan 17 í dag var fluttur á Landspítala með þyrlu Landhelgisgæslunnar, sem lenti þar klukkan rúmlega 18 í kvöld. Meira »

50 hafi keypt vændi af fatlaðri konu

18:41 Grunsemdir eru uppi um að í kringum fimmtíu karlmenn hafi keypt vændi af fatlaðri konu á nokkurra mánaða tímabili. Konan hefur leitað til Bjarkarhlíðar, sem er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Meira »

Sóttu svartfugl í jólamatinn

18:33 „Svartfuglinn er styggur og að skjóta hann er talsverð kúnst,“ segir Sævar Guðjónsson á Mjóeyri við Eskifjörð.   Meira »

Ómerktir ofnæmisvaldar í sósu

18:15 Matvælastofnun varar neytendur með ofnæmi eða óþol fyrir eggjarauðum, sinnepi, hveiti og/eða selleríi við neyslu á „Ópal heitreyktum laxabita m/muldum pipar“ frá Ópal Sjávarfangi. Meira »

Nærri helmingur notar síma undir stýri

17:34 Hátt í helmingur landsmanna, 49%, segist hafa notað farsíma undir stýri fyrir símtöl með handfrjálsum búnaði á síðustu tólf mánuðum, en 34% segjast hafa talað í síma við akstur án handfrjáls búnaðar. Meira »

„Hafa enga skyldu til að mæta“

17:20 Miðflokkurinn segir að þeir þingmenn sem hafa verið boðaðir á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hafi enga skyldu til að mæta. „Það er afar fátítt að þingnefndir séu notaðar í jafn augljósum pólitískum tilgangi og átti að gera. Slíkt á ekki að viðgangast.“ Meira »

Harður árekstur á Gaulverjabæjarvegi

17:03 Tveggja bíla árekstur varð á Gaulverjabæjarvegi skammt frá Hraunsá nú rétt fyrir kl 17. Slökkvilið, ásamt lögreglu og sjúkraflutningafólki, er á staðnum og unnið er að því að ná fólki út úr bílunum með klippum. Meira »

„Mig langar til að gera grín að þessu“

16:58 Kári Stefánsson lét ýmis stór orð falla á formlegri opnun jáeindaskanna á Landspítalanum í dag. Í viðtali við mbl.is ræddi hann svo meint afskiptaleysi „hrokafulls heilbrigðismálaráðherra.“ Meira »

Skorar á þingmenn að gefa jólabónusinn

16:22 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, skoraði á þingheim í dag að gefa jólabónus sinn til góðgerðamála og veifaði peningum í ræðustól Alþingis. Meira »

Dæmdir fyrir árás við Kiki

16:09 Tveir karlmenn á þrítugsaldri voru í gær dæmdir í þriggja mánaða fangelsi hvor fyrir líkamsárásir á tvo dyraverði við skemmtistaðinn Kíkí í miðbæ Reykjavíkur. Eru þeir einnig fundnir sekir um að hafa ekki hlýtt fyrirmælum og að annar þeirra hafi bitið lögreglumann. Meira »

Jáeindaskanni loks formlega opnaður

15:55 Formleg opnun jáeindaskannans á Landspítalanum fór fram skömmu eftir hádegi í dag. Hann hefur verið í notkun síðan seint í sumar en er nú kominn á fullan skrið. Meira »

Dæmdur fyrir árás á barn

15:51 Karlmaður um þrítugt var í dag dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir að hafa ráðist gegn fimm ára barni í aftursæti bifreiðar við gatnamót Laugavegs og Snorrabrautar í nóvember í fyrra. Var maðurinn undir miklum áhrifum fíkniefna þegar brotið átti sér stað og sagðist ekkert muna eftir atvikinu. Meira »

„Þetta á ekki að vera svona“

15:38 „Hér er ég komin í dag til að vekja athygli á vandamáli sem hefur verið til staðar í mörg ár. Það er vandamál framhaldsskólanema af landsbyggðinni sem flytja á höfuðborgarsvæðið til að stunda nám,“ sagði Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir í jómfrúarræðu sinni á þingi. Meira »

„Mér blöskrar þetta framferði“

15:33 „Lesi maður blöðin eða veffjölmiðla í dag sér maður að fjórir þingmenn séu að stefna öryrkja,“ sagði Snæbjörn Brynjarsson undir liðnum störf þingsins á Alþingi. Ræddi hann þar um ákvörðun þingmanna Miðflokksins að senda Báru Halldórsdóttur bréf þar sem hún er boðuð til þinghalds í héraðsdómi. Meira »

Hjartað að hverfa vegna bráðnunar

14:47 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, ávarpaði í dag loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna fyrir Íslands hönd. Hann þakkaði IPCC fyrir skýrslu sína um loftslagsmál og lagði áherslu á að Ísland áliti hana mikilvægt leiðarljós í verkefninu sem fram undan væri. Meira »

„Hjákátlegt“ að vera boðuð til þinghalds

14:39 „Það var eiginlega bara svolítið hjákátlegt,“ segir Bára Halldórsdóttir um bréfið sem henni barst í gær þar sem hún er boðuð til þing­halds í Héraðsdómi Reykja­vík­ur vegna beiðni frá lög­manni fjögurra þingmanna Miðflokksins vegna mögulegs einkamáls. Meira »

Björn Ingi nýr verkefnisstjóri almannavarna

14:01 Björn Ingi Jónsson hefur verið ráðinn verkefnisstjóri í almannavörnum hjá lögreglustjóranum á Suðurlandi og hefur störf um komandi áramót. Hann kemur í stað Víðis Reynissonar sem verið hefur í þessu starfi frá ársbyrjun 2016. Meira »

Fjórir mánuðir fyrir hótanir

13:54 Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær karlmann í fjögurra mánaða fangelsi fyrir hótanir og fíkniefnabrot. Þá voru gerð upptæk hjá honum tæplega 900 grömm af kannabisefnum og fjórar kannabisplöntur. Maðurinn játaði brot sín skýlaust, en hann hefur frá árinu 2013 fengið tvo dóma og verið sektaður sex sinnum fyrir fíkniefnatengd mál. Meira »

Viðtal við uppljóstrarann á Klaustri

13:30 Dómsmál kann að verða höfðað gegn Báru Halldórsdóttur uppljóstrara. Í viðtali við Ísland vaknar segir Bára að hún hafi ekki stórar áhyggjur af málinu. Hún segist ekki sjá eftir gjörningnum og myndi hiklaust gera þetta aftur. Meira »
Til sölu Nissan Leaf.
2016 árgerð, ekinn 51 þús. 30 Kw. Blár, hraðhleðsla, vetrar/sumardekk, leðurklæd...
Bækur til sölu
Bækur til sölu Adventures of Huckleberry Finn 1884, 1. útg., Fornmannasögur 1-12...
Hreinsa þakrennur o.fl
Hreinsa þakrennur, fyrir veturinn og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í sí...
3 manna Infrarauður Saunaklefi www.egat.is/infraredsauna.html
Verð: 289.000 Tilboð til 1 des 259.000 - hiti 30-75 C (því 60 - 75 er það sem...