Íþróttalög taka ekki til kynjasjónarmiða

Í gildandi íþróttalögum frá 1998 er ekkert fjallað um kynjasjónarmið.
Í gildandi íþróttalögum frá 1998 er ekkert fjallað um kynjasjónarmið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í gildandi íþróttalögum frá 1998 er ekkert fjallað um kynjasjónarmið þó svo að legið hafi fyrir bæði þingsályktun frá 1992 og tillögur sérstakrar nefndar sem skipuð var 1996 til þess að auka hlut kvenna í íþróttum.

Þetta er á meðal þess kom fram á málþinginu „Kynjajafnrétti í íþróttum – hlutverk ríkisvaldsins“ í Háskólanum í Reykjavík í dag.

Frummælandi var María Rún Bjarnadóttir, lögfræðingur og doktorsnemi við Sussex háskóla, sem kynnti niðurstöður hluta rannsóknar um hlutverk ríkisvaldsins við að tryggja kynjajafnrétti í íþróttum.

Í framhaldi erindis Maríu voru niðurstöðurnar ræddar af Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra, Lárusi Blöndal forseta Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og Guðna Bergssyni formanni Knattspyrnusambands Íslands sem voru þátttakendur í pallboði.

Ríkið horfir ekki til kynjasjónarmiða

Þær niðurstöður sem María kynnti í dag lutu aðeins að hluta rannsóknarinnar sem snýr að hlutverki ríkisvaldsins. Í niðurstöðum rannsóknarinnar kemur fram að stjórnvöld hafi beina skyldu til þess að tryggja jafnrétti í íþróttum. Þá kemur fram að ríkið horfi almennt ekki til kynjasjónarmiða þegar kemur að lagasetningu og úthlutun fjármuna í tengslum við íþróttir.

„Engan kynbundinn greinarmun á heimildum eða skyldum hvað varðar íþróttir, er að finna í gildandi löggjöf. Ekki er heldur fjallað um jafnréttismál, eða stöðu kynjanna, með sérstökum hætti í löggjöfinni. Þannig er ekki gerður lagalegur greinarmunur á íþróttaiðkun kynjanna, fjármunum sem skuli leggja til íþróttaiðkunar eða annarra sjónarmiða sem eiga rætur í jafnrétti kynjanna í gildandi íþróttalögum.“

Sömu ályktunarefni með 20 ára millibili

Gildandi íþróttalög voru sett árið 1998 og þrátt fyrir að bæði ítarleg gögn og þingsályktun frá Alþingi frá 1992 um að stjórnvöld ættu að beita sér fyrir því að jafnrétti kynjanna yrði aukinn þáttur í lagasetningunni lægju fyrir hafi ekki verið tekið tillit til þeirra. „Þarna er eitthvað í gangi sem lögfræðin getur ekki útskýrt,“ segir María.

Þær tillögur sem eru eins með tuttugu ára millibili.
Þær tillögur sem eru eins með tuttugu ára millibili. Skjáskot/Úr glærum fundarins

María varpaði einnig ljósi á það að sömu ályktunarefni hafi komið fram með tuttugu ára millibili frá nefnd til að auka hlut kvenna og stúlkna í íþróttum, árin 1996 og 2006. „Tuttugu árum síðar er þingið að fela framkvæmdarvaldinu að vinna að sömu málum – aftur getur lögfræðin ekki svarað hvers vegna það er.“

Ekki jafnréttissjónarmið í fjárlögum

Ekki er fjallað um samþættingu jafnréttissjónarmiða í gildandi fjárlögum þegar kemur að íþróttum. Fram kom í máli Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, að það kunni að vera sökum þess að ekki hafi gefist nægilegur tími í vinnslu fjárlaga sökum aðstæðna. „Við tökum þetta algjörlega til okkar í ráðuneytinu,“ segir Lilja.  

Þá segist Lilja ánægð með það að bæði UMFÍ og ÍSÍ hafa komið strax með í það að stofna starfshóp í kjölfar #metoo-byltingarinnar. Einnig segist hún mjög þakklát þeim konum sem stigu fram og stóður fyrir þessari vitundarvakningu og sýndu þannig gríðarlegt hugrekki. 

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, var í pallborði á málþinginu.
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, var í pallborði á málþinginu. mbl.is/Rax
mbl.is

Innlent »

Gæslan í Laugardal betri í kvöld

Í gær, 23:30 „Auðvitað eru alltaf einhverjir sem eru að drekka en meginparturinn af öllum unglingum sem eru þarna inni eru bara í þeim tilgangi að hlusta á góða tónlist og fara svo heim,“ segir Þórhildur Rafns Jónsdóttir deildarstjóri unglingastarfs hjá frístundamiðstöðinni Kringlumýri. Meira »

„Kjöraðstæður fyrir unglingadrykkju“

Í gær, 21:52 Varaformaður foreldrafélags Laugalækjarskóla segir að aðstandendum tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice hafi mistekist að standa við gefin loforð þess efnis að sporna við unglingadrykkju á hátíðinni. Meira »

Las á íslensku fyrir börnin í Rússlandi

Í gær, 21:30 Ævar Þór Benediktsson, vísindamaður og rithöfundur, var nýverið í Rússlandi þar sem hann eyddi dágóðum tíma með rússneskum börnum við leik og fræðslu. Meira »

„Eins rússneskt og það getur orðið“

Í gær, 20:56 „Þetta var eins rússneskt og það getur orðið,“ segir Eyþór Jóvinsson leikstjóri um matarboð í uppsveitum Volgograd sem honum var boðið í. Eyþór gistir hjá rússneskri stelpu í Volgograd á meðan dvöl hans í Rússlandi stendur yfir. Meira »

Tryggingamiðstöðin býður í Lykil

Í gær, 20:48 Tryggingamiðstöðin hf. (TM) hefur sett fram skuldbindandi kauptilboð í alla hluti í Lykli fjármögnun hf. Frá þessu var greint í fréttatilkynningu til Kauphallarinnar síðdegis í dag. Meira »

Einstök tengslastund og slökun

Í gær, 20:30 Hin svissneska Valerie Gaillard býður upp á vatnsmeðferðarnámskeið fyrir börn í Lágafellslaug í Mosfellsbæ um næstu helgi. Þar gefst foreldrum, ömmum, öfum eða öðrum tækifæri til að koma með börn og njóta nús. Meira »

Jarðskjálfti í öskju Öræfajökuls

Í gær, 18:34 Jarðskjálfti af stærð 2,7 mældist í öskju Öræfajökuls á tólfta tímanum í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni fylgdu nokkrir minni skjálftar í kjölfarið. Meira »

„Nígería skreið yfir Íslendinga“

Í gær, 18:15 Leikurinn gegn Nígeríu á Volgograd Arena fór ekki á þann veg sem Íslendingar hefðu kosið. Margir á Twitter eru daprir vegna úrslitanna, en þó vitum við flest að enn er von og Íslandi gæti farið áfram úr D-riðlinum með sigri gegn Króatíu í Rostov á þriðjudag. Meira »

„Við sitjum ekki í Rostov!“

Í gær, 18:13 Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir og Ómar Ingi Bragason eru stödd í Volgograd en þau hafa fylgt landsliðinu eftir í fyrstu tveimur leikjunum og ætla sér nú til Rostov í síðasta leik landsliðsins í riðlakeppninni. Þau segja gaman í Rússlandi þrátt fyrir tap. Meira »

Berdreymin kona vann 36 milljónir

Í gær, 18:05 Konu á besta aldri sem hafði lottað fyrir síðasta laugardag dreymdi um helgina að hún hefði unnið stóra vinninginn. Hún ákvað því að fara á sölustað í vikunni til að láta skoða miðann. Þar fékk hún hins vegar þau svör að ekki væri hægt að greiða vinninginn á staðnum þar sem upphæðin væri of há. Meira »

Birkir Már hlaðinn lofi á Twitter

Í gær, 15:57 Þjóðin fylgdist spennt með fyrri hálfleiknum í leik Íslands og Nígeríu. Margir gáfu sér þó tíma til að taka augun af skjánum annað veifið og tísta um það sem fyrir augu bar í Volgograd eða annað tengt leiknum mikilvæga. Meira »

Fjölmenni í Hljómskálagarðinum

Í gær, 15:49 Það viðrar ágætlega til fótboltaáhorfs og stuðningsmenn Íslands hafa fjölmennt í Hljómskólagarðinn til að fylgjast með leik Íslands og Nígeríu á HM í fótbolta. Meira »

Gylfi Ólafsson nýr forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða

Í gær, 15:45 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur skipað Gylfa Ólafsson forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Í tilkynningu frá velferðarráðuneytinu segir að ákvörðun ráðherra sé í samræmi við niðurstöðu lögskipaðrar nefndar sem metur hæfni umsækjenda um stöður forstjóra heilbrigðisstofnana. Meira »

Dagur mættur til Volgograd

Í gær, 13:56 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, er kominn til Volgograd til þess að horfa á leik Íslands og Nígeríu, en hann var einnig á leik Íslands og Argentínu í Moskvu síðustu helgi. Meira »

Íslendingar mættir á völlinn

Í gær, 13:46 Fyrstu Íslendingarnir eru mættir á Volgograd Arena þar sem leikur Íslands á móti Nígeríu mun fara fram klukkan 15 í dag. Glampandi sól er í Volgograd og hitinn er í kringum 32 stig. Meira »

Víða mikil stemning vegna leiksins

Í gær, 13:36 Sannkölluð hátíðarstemning hefur verið víða á höfuðborgarsvæðinu í dag vegna leiks Íslands og Nígeríu á HM í knattspyrnu. Bláar landsliðstreyjur, íslenskir fánar, víkingahorn og sólgleraugu með íslenska fánanum voru ósjaldgæf sjón auk þess sem mikil gleði ríkti hjá flestum. Meira »

Sjálfstæðismenn una niðurstöðunni

Í gær, 13:32 Sjálfstæðisflokkurinn í Vestmannaeyjum mun ekki áfrýja úrskurði kjörnefndar, sem tók fyrir kæru flokksins, til dómsmálaráðuneytisins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum. Flokkurinn kærði talningu bæjarstjórnarkosninganna í síðasta mánuði en einungis vantaði fimm atkvæði upp á að flokkurinn næði sínum fimmta bæjarfulltrúa og héldi meirihluta í bænum. Meira »

Framkvæmdastjóri kærður fyrir fjárdrátt

Í gær, 13:12 Stjórn ADHD-samtakanna hefur kært Þröst Emilsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra til lögreglu en hann er grunaður um að hafa dregið sér fé. Grunur leikur á um að fjárhæðirnar séu verulegar og ekki talinn vafi um að Þröstur hafi misnotað aðstöðu sína. Meira »

Vara við ferðum um Svínafellsjökul

Í gær, 13:06 Vegna mögulegra skriðufalla við Svínafellsjökul vara Almannavarnir við ferðum um jökulinn og er aðilum í ferðaþjónustu ráðlagt að fara ekki með hópa um svæðið. Gróft mat gerir ráð fyrir að efnið sem er að hreyfast á svæðinu sé um 60 milljónir rúmmetrar. Meira »
Húsaviðgerðir - husco.is
https://www.husco.is/...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Hagstæð verð, sjá meðal annars: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ...
Jarðaberjaplöntur til sölu.
Nokrar plöntur til sölu,er í Garðabæ, 5stk á 1000kr. uppl: 8691204 ....