Íþróttalög taka ekki til kynjasjónarmiða

Í gildandi íþróttalögum frá 1998 er ekkert fjallað um kynjasjónarmið.
Í gildandi íþróttalögum frá 1998 er ekkert fjallað um kynjasjónarmið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í gildandi íþróttalögum frá 1998 er ekkert fjallað um kynjasjónarmið þó svo að legið hafi fyrir bæði þingsályktun frá 1992 og tillögur sérstakrar nefndar sem skipuð var 1996 til þess að auka hlut kvenna í íþróttum.

Þetta er á meðal þess kom fram á málþinginu „Kynjajafnrétti í íþróttum – hlutverk ríkisvaldsins“ í Háskólanum í Reykjavík í dag.

Frummælandi var María Rún Bjarnadóttir, lögfræðingur og doktorsnemi við Sussex háskóla, sem kynnti niðurstöður hluta rannsóknar um hlutverk ríkisvaldsins við að tryggja kynjajafnrétti í íþróttum.

Í framhaldi erindis Maríu voru niðurstöðurnar ræddar af Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra, Lárusi Blöndal forseta Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og Guðna Bergssyni formanni Knattspyrnusambands Íslands sem voru þátttakendur í pallboði.

Ríkið horfir ekki til kynjasjónarmiða

Þær niðurstöður sem María kynnti í dag lutu aðeins að hluta rannsóknarinnar sem snýr að hlutverki ríkisvaldsins. Í niðurstöðum rannsóknarinnar kemur fram að stjórnvöld hafi beina skyldu til þess að tryggja jafnrétti í íþróttum. Þá kemur fram að ríkið horfi almennt ekki til kynjasjónarmiða þegar kemur að lagasetningu og úthlutun fjármuna í tengslum við íþróttir.

„Engan kynbundinn greinarmun á heimildum eða skyldum hvað varðar íþróttir, er að finna í gildandi löggjöf. Ekki er heldur fjallað um jafnréttismál, eða stöðu kynjanna, með sérstökum hætti í löggjöfinni. Þannig er ekki gerður lagalegur greinarmunur á íþróttaiðkun kynjanna, fjármunum sem skuli leggja til íþróttaiðkunar eða annarra sjónarmiða sem eiga rætur í jafnrétti kynjanna í gildandi íþróttalögum.“

Sömu ályktunarefni með 20 ára millibili

Gildandi íþróttalög voru sett árið 1998 og þrátt fyrir að bæði ítarleg gögn og þingsályktun frá Alþingi frá 1992 um að stjórnvöld ættu að beita sér fyrir því að jafnrétti kynjanna yrði aukinn þáttur í lagasetningunni lægju fyrir hafi ekki verið tekið tillit til þeirra. „Þarna er eitthvað í gangi sem lögfræðin getur ekki útskýrt,“ segir María.

Þær tillögur sem eru eins með tuttugu ára millibili.
Þær tillögur sem eru eins með tuttugu ára millibili. Skjáskot/Úr glærum fundarins

María varpaði einnig ljósi á það að sömu ályktunarefni hafi komið fram með tuttugu ára millibili frá nefnd til að auka hlut kvenna og stúlkna í íþróttum, árin 1996 og 2006. „Tuttugu árum síðar er þingið að fela framkvæmdarvaldinu að vinna að sömu málum – aftur getur lögfræðin ekki svarað hvers vegna það er.“

Ekki jafnréttissjónarmið í fjárlögum

Ekki er fjallað um samþættingu jafnréttissjónarmiða í gildandi fjárlögum þegar kemur að íþróttum. Fram kom í máli Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, að það kunni að vera sökum þess að ekki hafi gefist nægilegur tími í vinnslu fjárlaga sökum aðstæðna. „Við tökum þetta algjörlega til okkar í ráðuneytinu,“ segir Lilja.  

Þá segist Lilja ánægð með það að bæði UMFÍ og ÍSÍ hafa komið strax með í það að stofna starfshóp í kjölfar #metoo-byltingarinnar. Einnig segist hún mjög þakklát þeim konum sem stigu fram og stóður fyrir þessari vitundarvakningu og sýndu þannig gríðarlegt hugrekki. 

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, var í pallborði á málþinginu.
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, var í pallborði á málþinginu. mbl.is/Rax
mbl.is

Innlent »

Rökin niðurlægjandi fyrir fatlað fólk

14:32 Málefnahópur Öryrkjabandalagsins hafnar tillögum Sambands íslenskra sveitarfélaga sem hefur farið þess á leit við félags- og jafnréttisráðherra að gildistöku laga um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA), sem á að taka gildi þann 1. október, verði frestað til áramóta. Meira »

Kaupir Solo Seafood fyrir 8,2 milljarða

14:18 Iceland Seafood International hefur keypt íslenska sjávarútvegsfyrirtækið Solo Seafood ehf. sem er eigandi spænska fyrirtækisins Icelandic Iberica. Meira »

Borgin fylgi málinu eftir alla leið

14:15 „Við fengum stjórnarformann Orkuveitunnar á fundinn til okkar ásamt einum stjórnarmanni og fórum yfir málin saman,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs Reykjavíkur í samtali við mbl.is. Meira »

15 mánuðir fyrir kókaíninnflutning

14:10 Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt Arturas Bieliunas í fimmtán mánaða fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot.  Meira »

Vinnuvélar slá taktinn í miðbænum

13:04 Framkvæmdirnar við Hótel Reykjavík sem nú rís í Lækjargötu hafa ekki farið framhjá þeim sem stunda nám og starfa í miðbænum. Þung taktföst högg stórvirkra vinnuvéla heyrast langar vegalengdir en í næsta nágrenni eru vel á annað þúsund nemendur á hverjum degi í Kvennaskólanum, MR og Tjarnarskóla. Meira »

Spyr um skólaakstur og malarvegi

12:59 Starfsmenn samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins munu á næstunni leggjast í ítarlega skoðun á skólaakstri á Íslandi, í kjölfar fyrirspurnar sem varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, Teitur Björn Einarsson lagði fram til Sigurðar Inga Jóhannssonar ráðherra málaflokkanna. Meira »

Lífeyrissjóðir fjárfesti ekki í siðlausum fyrirtækjum

12:15 BSRB fordæmir harðlega bónusgreiðslur til stjórnenda fyrirtækja og laun sem eru í engu samræmi við raunveruleika launafólks. Í ályktun formannaráðs bandalagsins er skorað á fulltrúa launafólks og atvinnurekenda í stjórnum lífeyrissjóða að berjast gegn bónusgreiðslum og ofurlaunum. Meira »

„Fólk er bara í áfalli“

12:08 „Fólk er bara í áfalli. Því finnst þessar aðgerðir ganga töluvert lengra en góðu hófi gegnir,“ segir Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, um viðbrögð félagsmanna sinna við aðgerðum Icelandair í starfsmannamálum. Meira »

Heiður að taka á móti Íslendingunum

11:45 „Það var okkur mikill heiður að taka á móti fulltrúum íslenskra stjórnvalda um borð í Harry S. Truman,“ segir bandaríski flotaforinginn Gene Black í samtali við varnarmálavefsíðuna Dvidshub.net, um heimsókn utanríkisráðherra og fulltrúa utanríkismálanefndar í flugmóðurskipið í gær. Meira »

Tolli sýnir málverk á flugvelli í boði Isavia

11:43 Sýning á 23 nýjum olíumálverkum eftir Tolla verður opnuð í flugstöðinni á Egilsstöðum á föstudaginn kl. 16. Sýningin er í boði Isavia, rekstraraðila flugvallarins. Meira »

Vill sjá Lánasjóðsfrumvarp í vetur

11:43 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar spurði Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra út í það hvort ekki væri hægt að flýta endurskoðun lagarammans um Lánasjóð íslenskra námsmanna (LÍN) í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Meira »

Snjóar til morguns fyrir norðan

11:33 Það kemur til með að snjóa meira og minna í dag og til morguns á Norður- og Norðausturlandi að sögn veðurfræðings Vegagerðarinnar. Einkum á fjallvegum, en það er heldur kólnandi og þar með lækkandi frostmarkshæð. Krap og snjór einnig á láglendi á utanverðum Tröllaskaga. Meira »

Konur hvattar til að ganga út 24. október

10:59 „Breytum ekki konum, breytum samfélaginu!“ verður yfirskrift kvennafrídagsins 24. október næstkomandi. BSRB, heildarsamtök stéttarfélaga starfsmanna í almannaþjónustu, hvetja konur til að leggja niður vinnu klukkan 14:55 miðvikudaginn 24. október og fylkja liði á samstöðufund á Arnarhóli sem hefst klukkan 15:30. Að fundinum standa samtök kvenna og samtök launafólks. Meira »

Vilja lækka skatta á tíðavörur

10:50 Tíðavörur og getnaðarvarnir falla í lægra þrep virðisaukaskatts, verði nýtt frumvarp, sem þingmenn Pírata, Samfylkingar, Miðflokksins og Flokks fólksins leggja fram, samþykkt. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Píratar er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Meira »

Gera strandhögg í austri og vestri

10:27 Gengið hefur ágætlega það sem af er ári hjá KAPP ehf. í Garðabæ, segir Freyr Friðriksson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins og stofnandi. Fyrirtækið selur, þjónustar og framleiðir kælibúnað, meðal annars til notkunar í sjávarútvegi. Meira »

Innkalla hnetur vegna sveppaeiturs yfir mörkum

10:21 Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur greinir frá því að búið sé að innkalla Delicata Brasilíuhnetur vegna þess að sveppaeitrið aflatoxín greindist í hnetunum yfir mörkum. Meira »

Alltaf óheppilegt að valda óánægju

10:11 „Það er alltaf óheppilegt þegar við erum að valda óánægju hjá okkar starfsfólki en þegar við erum í rekstri þarf alltaf að grípa til aðgerða og taka ákvarðanir,“ segir starfandi forstjóri Icelandair Group, spurður út í þá ákvörðun að láta flugfreyjur og flugþjóna í hlutastarfi ákveða hvort þau vilja ráða sig í fulla vinnu eða láta af störfum. Meira »

Vala Pálsdóttir endurkjörin formaður LS

09:48 Ný stjórn Landssambands sjálfstæðiskvenna var kjörin á aðalfundi sambandsins sem haldinn var í gær. Alls taka 28 konur víðs vegar af landinu sem hafa fjölbreyttan feril og búa að víðtækri reynslu sæti í stjórn og varastjórn. Meira »

Kona fer í stríð Óskarsframlag Íslands

09:41 Kvikmyndin Kona fer í stríð í leikstjórn Benedikts Erlingssonar verður framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2019. Myndin var valin af félögum í Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunni, ÍKSA, í rafrænni kosningu sem lauk á miðnætti í gær. Meira »
Hoppukastalar.is er Barnaafmæli eða Veisla framundan ?
Leigðu Hoppukastala, Veislutjöld, Candy Floss. Góð þjónusta á frábæru verði. Ná...
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Löggiltur byggingarstjóri og húsasmíðameistari Tek að mér: - byggingarstjór...
Tölvuþjónusta
Alhliða tölvuviðgerð, vírushreinsun, vírusvarnir, gagnabjörgun og verðtilboð. F...