Tekinn á 151 km/klst

Einn ökumannanna sem lögregla kærði vegna hraðasturs fór á 151 …
Einn ökumannanna sem lögregla kærði vegna hraðasturs fór á 151 km/klst hraða. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan á Norðurlandi vestra kærði um helgina 101 ökumann fyrir of hraðan akstri. Sá sem ók hraðast var mældur á 151 km hraða á klukkustund í Blönduhlíð í Skagafirði, þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Alls hafa verið kærð það sem af er þessu ári 466 umferðalagabrot í umdæminu, þar af 392 mál vegna hraðaksturs.

Í tilkynningu á Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi vestra kemur fram að mikið hafi verið að gera hjá embættinu síðastliðna viku „og eins og oft áður hafa umferðarmál komið mikið við sögu. Um liðna helgi var gott veður og mikil umferð enda vetrarfrí víða í skólum og vegir víðast orðnir auðir í umdæminu,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert