Strákurinn sem vex aldrei upp úr hlutverkinu

Fríður leikhópur. Andri Páll Guðmundsson sem töfradrengurinn Pétur Pan (í …
Fríður leikhópur. Andri Páll Guðmundsson sem töfradrengurinn Pétur Pan (í grænum bol) og Agnes Emma Sigurðardóttir sem Vanda ( í rauðum bol) ásamt nokkrum sem leika, syngja og dansa í leiksýningunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nokkuð langt er um liðið síðan Pétur Pan steig á leikhúsfjalirnar hér á landi. Tuttugu ár eftir því sem næst verður komist og þá í Borgarleikhúsinu. Þótt leikhúsgestir hafi elst um jafnmörg ár gegnir öðru máli um Pétur Pan, sem er síungur og heldur sínum eilífa æskublóma hvað sem á dynur og tímanum líður.

Því er engin hætta á að hann vaxi upp úr hlutverki sínu. Og nú er hann kominn aftur á kreik, ásamt Vöndu vinkonu sinni, álfinum Skellibjöllu og fleiri karakterum í söngleiknum Pétur Pan í uppfærslu Leikfélagsins Verðandi í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ, þar sem hersingin hefur æft af kappi frá því í október.

Frumsýningin, sem er partur af árshátíð skólans, stendur fyrir dyrum og síðan á annan tug sýninga fyrir almenning frá 25. febrúar til 22. mars. „Hátt í eitt hundrað nemendur af öllum brautum skólans koma að sýningunni og öllu verður tjaldað til,“ segir Emilíana Wing, formaður leikfélagsins.

Sjá viðtal við Emilíönu í heild í Morgunblaðsins í dag.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert