7.000 nýburar deyja á hverjum degi

Nýbökuð móður með tvíbura sína á Indlandi.
Nýbökuð móður með tvíbura sína á Indlandi. Ljósmynd/UNICEF

Í nýrri skýrslu UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, kemur fram að börn sem fæðast í efnaminni ríkjum heimsins eru 50 sinnum líklegri til að deyja á fyrsta mánuði lífs síns en þau börn sem fæðast í efnamiklum ríkjum. Nýburar sem fæðast í Japan, á Íslandi og í Singapúr eiga bestu lífslíkurnar, á meðan nýburar sem fæðast í Pakistan, Afganistan og Miðafríkulýðveldinu eru líklegastir til að láta lífið.

Skýrslan, sem er kynnt í dag, markar upphafið að alþjóðlegu átaki UNICEF sem hefur það markmið að vekja athygli á tíðni nýburadauða og krefjast aðgerða og umbóta fyrir hönd nýbura heimsins.

Ójöfnuður hefur mikil áhrif á lífslíkur barna

Þrátt fyrir að stórlega hafi dregið úr barnadauða í heiminum hefur ójöfnuður enn mikil áhrif á lífslíkur barna á fyrstu dögum þeirra frá fæðingu, segir í fréttatilkynningu frá UNICEF. Það er mikið áhyggjuefni að ennþá deyja 7.000 nýburar á hverjum degi af orsökum sem auðveldlega væri hægt að koma í veg fyrir, með betra aðgengi að færu heilbrigðisstarfsfólki og grunnheilsugæslu á meðgöngu og við fæðingu.

„Tíðni nýburadauða eru gífurlegt áhyggjuefni, einkum meðal fátækustu ríkja heims,“ er haft eftir Bergsteini Jónssyni, framkvæmdastjóra UNICEF á Íslandi, í tilkynningunni. „Í ljósi þess að meirihluti þessara dauðsfalla er fyrirbyggjanlegur þá er augljóslega verið að bregðast fátækustu börnunum og þeim sem búa á jaðri samfélaga. Þar á ég til dæmis við dauðsföll af völdum sýkinga sem koma upp vegna slæms hreinlætis og vegna skorts á hreinu vatni í fæðingu.“ 

Ójafnt upphaf

Í skýrslunni kemur fram að í efnaminni ríkjum heimsins er meðal tíðni nýburadauða 27 börn af hverjum 1,000. Í efnamiklum ríkjum er sama dánartíðni 3 börn af hverjum 1,000. Þar er einnig bent á að 8 af 10 hættulegustu stöðum í heiminum til að fæða börn eru í Afríku sunnan Sahara.

Meira en 80 prósent af dauðsföllum nýfæddra barna má rekja til fæðinga fyrir tímann, vandamála sem koma upp í fæðingu eða sýkinga á borð við lungnabólgu, heilahimnubólgu og blóðeitrunar, segir í skýrslunni. Flest þessara dauðsfalla má koma í veg fyrir með aðgengi að vel þjálfuðu heilbrigðisstarfsfólki ásamt hreinu vatni, sótthreinsun, ódýrum lyfjum, aðstoð við brjóstagjöf og með góðri næringu.

Hægt að bjarga lífi 16 milljón barna

Ef dánartíðni nýfæddra barna á heimsvísu næði meðaltali hátekjuríkja fyrir árið 2030 væri hægt að bjarga lífi 16 milljón barna. Skortur á vel þjálfuðu heilbrigðisstarfsfólki og ljósmæðrum þýðir þó að á hverjum degi fá þúsundir verðandi mæðra og nýbura ekki þá aðstoð sem þau þurfa til að lifa af. Sem dæmi má nefna að í Noregi eru 218 læknar, hjúkrunarfræðingar og ljósmæður sem þjóna 10,000 manns á meðan hlutfallið er 1 á hverja 10,000 íbúa í Sómalíu.

„Þetta undirstrikar ójöfnuðinn”, segir Bergsteinn Jónsson. „Konur eignast oft börn sín án nokkurrar aðstoðar fagfólks, sökum fátæktar, átaka og veikra innviða. Við höfum tæknina og þekkinguna sem þarf, en hún er utan seilingar fyrir þá sem verst standa.“

Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.
Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.

Til þess að vekja athygli á tíðni nýburadauða og krefjast aðgerða fyrir hönd nýbura heimsins hefur UNICEF sett af stað alþjóðlegt átak sem hefst í dag (e. Every Child ALIVE ). Með þessu átaki vill UNICEF senda brýn tilmæli til ríkisstjórna, heilbrigðisstarfsmanna, einkageirans og foreldra til að tryggja að fleiri ungabörn lifi af og dafni. Með ákallinu felst krafa um að ná til allra barna með því að:

Ráða og þjálfa nægilegan fjölda lækna, hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra með sérfræðiþekkingu í mæðra- og nýburavernd;

Tryggja öllum verðandi mæðrum hagnýta og viðráðanlega heilbrigðisaðstöðu með hreinu vatni, sápu og rafmagni;

Gera það að forgangsverkefni að veita öllum mæðrum og börnum þau lyf og aðbúnað sem þarf til að lifa af og dafna;

Efla ungar konur og stúlkur, verðandi mæður og fjölskyldur þeirra til að krefjast umbóta og umönnunar.

Heimsforeldrar taka virkan þátt í baráttu UNICEF um allan heim, meðal annars á sviði mæðraverndar og heilsuverndar barna. Á Íslandi eru yfir 27.000 heimsforeldrar sem hjálpa UNICEF að þrýsta á um breytingar á heimsvísu.

mbl.is

Innlent »

Reiðhjól landsliðsmanna seld á uppboði eftir HM

05:30 „Hugmyndin er sú að hjólin verði sett á uppboð eftir HM og ágóðinn látinn renna til góðgerðarmála,“ segir Valur Rafn Valgeirsson, markaðsstjóri reiðhjólaverslunarinnar Tri, um reiðhjólin sem íslensku landsliðsmennirnir hafa notað á HM í Rússlandi. Meira »

Raforkuverð neyðir bónda til að hætta

05:30 „Það borgar sig að loka fremur en að vera með opið á veturna,“ segir Gísli Hallgrímsson, eigandi garðyrkjustöðvarinnar Brúnulaugar í Eyjafirði, sem mun í haust hætta ræktun paprika á veturna. Meira »

Umsvif upp á 23 milljarða

05:30 Áætlað er að félög tengd Norvik í timburvinnslu muni velta um 23 milljörðum króna í ár. Það yrði um 10% aukning milli ára. Umsvif Norvik í timbri hafa aldrei verið meiri síðan félagið hóf timburvinnslu í Lettlandi árið 1993. Meira »

Fleiri markmannstreyjur selst

05:30 Viðar Valsson, verslunarstjóri í Jóa útherja, telur að sala á íslensku markmannstreyjunni sé um þrefalt meiri en á Evrópumótinu í Frakklandi fyrir tveimur árum. Meira »

Kostar samfélagið 15 milljarða

05:30 Umferðarslysum fer fjölgandi og það er kostnaðarsamt fyrir samfélagið, segja sérfræðingar sem fara með erindi á Samgönguþingi í dag. Meira »

Sólskinsdagarnir vel nýttir í heyskap

05:30 Víða um land nýttu bændur heiðríkju og sólskin vel og hófu slátt í gær. Í Stóru-Sandvík í Árborg hófst sláttur í fyrradag en gærdagurinn var nýttur til hirðingar. Meira »

Svik og vanefndir tíðir fylgifiskar

05:30 Í niðurstöðum nýlegrar skýrslu Íslandsstofu um tjón útflytjenda í viðskiptum sínum við erlenda aðila kemur fram að meira en helmingur útflutningsfyrirtækja hefur lent í einhvers konar svikum eða vanefndum í starfsemi sinni. Meira »

Yfir landið á ská og langsum

05:30 Hermann Árnason, hrossabóndi á Hvolsvelli, ætlar að ríða á ská landshorna á milli og síðan eftir landinu endilöngu. Eftir ferðalagið verður hann búinn að ríða um flest héruð landsins og teikna stjörnu með ferðum sínum. Meira »

Segir starfsfólki Hvals meinað að vera í VLFA

Í gær, 23:40 Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness (VLFA), segir að starfsfólki Hvals hf. hafi verið meinað að vera meðlimir í félaginu á fundi með forsvarsmönnum Hvals hf. í morgun. Frá þessu greinir hann á Facebook-síðu sinni en hvalveiðar hófust að nýju í dag. Meira »

Tóku sólinni opnum örmum

Í gær, 22:48 Þar kom að því að allir landsmenn fengu að njóta sólarinnar. Sú gula lét sjá sig um allt land í dag og þótt ekki hafi verið mjög hlýtt þar sem vind­ur stend­ur af hafi komst hiti á nokkrum stöðum yfir 20 gráður. Mesti hiti á landinu í dag mældist í Árnesi, 20,7 gráður. Meira »

Eldur í bíl í Krýsuvík

Í gær, 21:55 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út að Krýsuvíkurvegi um klukkan átta í kvöld vegna elds í bíl. Eldurinn kviknaði þegar bíllinn var í akstri. Að sögn slökkviliðsins gekk vel að slökkva eldinn en bíllinn er illa farinn, ef ekki ónýtur. Meira »

Ný bæjarstjórn Hafnarfjarðar kom saman

Í gær, 21:45 Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar Hafnarfjarðar fór fram í kvöld. Á fundinum var lagður fram samstarfssáttmáli nýs meirihluta Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar 2018-2022 og kosið í ráð og nefndir á vegum bæjarins. Ágúst Bjarni Garðarsson var kjörinn formaður bæjarráðs og Kristinn Andersen forseti bæjarstjórnar. Meira »

Fékk ljómandi fína klippingu í Moskvu

Í gær, 21:40 „Ég var sú eina af mínum vinum sem fékk miða á alla þrjá leikina þannig ég var lengi á báðum áttum hvort ég ætti að fara eða ekki, en svo ákvað ég að slá bara til. Þetta hlyti að verða skemmtilegt,“ segir Sigrún Helga Lund Rússlandsfari. Meira »

Gengur fram af stjórnanda sínum

Í gær, 21:23 „Hún er fáránlega góður búktalari og byrjaði mjög ung að æfa sig í búktali, þegar hún var aðeins 9 ára,“ segir Margrét Erla Maack um bandaríska búktalarann Cörlu Rhodes sem er á leið til Íslands til að koma fram með Reykjavík Kabarett, en líka til að halda búktalsnámskeið fyrir bæði börn og fullorðna. Meira »

Reykjadalurinn var "stelpaður" 19. júní

Í gær, 21:11 Kvenréttindadagurinn var víða haldinn hátíðlegur og margar samkomur haldnar í tilefni dagsins. Samkomurnar voru fjölbreyttar, en sem dæmi „stelpuðu“ hjólakonur frá hjólreiðafélaginu Tind Reykjadalinn. Meira »

Sverrir Mar býður sig fram til formennsku ASÍ

Í gær, 20:35 Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri AFLs starfsgreinasambands, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formennsku í Alþýðusambandinu á þingi sambandsins í október. Þetta staðfestir hann í samtali við mbl.is. Meira »

41,5 milljarða afgangur af rekstri sveitarfélaga

Í gær, 20:08 Tekjur sveitarfélaga, sem falla undir A- og B-hluta starfsemi þeirra, námu 405,5 milljörðum króna í fyrra og jukust um 7% á milli ára. Hlutdeild sveitarfélaga í tekjum hins opinbera er nú 28,5 prósent og hefur ekki verið hærri í fimmtán ár, hið minnsta. Þetta kemur fram í skýrslu Íslandsbanka um íslensk sveitarfélög, sem kom út í dag. Meira »

Mikil fjölgun katta vegna húsnæðisvanda

Í gær, 19:13 Algjör sprenging hefur orðið í pöntunum á Hótel Kattholt og er hótelið nú fullbókað, mun fyrr en síðustu ár. Halldóra Snorradóttir, starfsmaður í Kattholti, segist tengja það beint við leiðinlegt veðurfar hér á landi það sem af er sumri. Meira »

Frú Ragnheiður auglýsir eftir tjöldum

Í gær, 18:54 Frú Ragnheiður — Skaðaminnkun, sem er verkefni á vegum Rauða Krossins Í Reykjavík, auglýsir eftir tjöldum fyrir heimilislausa skjólstæðinga sína. Alls hefur heimilislausum í Reykjavík fjölgað um 95% á síðustu fimm árum og voru um það bil 350 manns skráðir heimilislausir aðeins í Reykjavík í fyrra. Meira »
UKULELE
...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
Perlur sem ekki þarf að strauja !!
Nýtt á Íslandi, perlur sem ekki þarf að strauja, einungis sprauta vatni á og þær...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...