7.000 nýburar deyja á hverjum degi

Nýbökuð móður með tvíbura sína á Indlandi.
Nýbökuð móður með tvíbura sína á Indlandi. Ljósmynd/UNICEF

Í nýrri skýrslu UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, kemur fram að börn sem fæðast í efnaminni ríkjum heimsins eru 50 sinnum líklegri til að deyja á fyrsta mánuði lífs síns en þau börn sem fæðast í efnamiklum ríkjum. Nýburar sem fæðast í Japan, á Íslandi og í Singapúr eiga bestu lífslíkurnar, á meðan nýburar sem fæðast í Pakistan, Afganistan og Miðafríkulýðveldinu eru líklegastir til að láta lífið.

Skýrslan, sem er kynnt í dag, markar upphafið að alþjóðlegu átaki UNICEF sem hefur það markmið að vekja athygli á tíðni nýburadauða og krefjast aðgerða og umbóta fyrir hönd nýbura heimsins.

Ójöfnuður hefur mikil áhrif á lífslíkur barna

Þrátt fyrir að stórlega hafi dregið úr barnadauða í heiminum hefur ójöfnuður enn mikil áhrif á lífslíkur barna á fyrstu dögum þeirra frá fæðingu, segir í fréttatilkynningu frá UNICEF. Það er mikið áhyggjuefni að ennþá deyja 7.000 nýburar á hverjum degi af orsökum sem auðveldlega væri hægt að koma í veg fyrir, með betra aðgengi að færu heilbrigðisstarfsfólki og grunnheilsugæslu á meðgöngu og við fæðingu.

„Tíðni nýburadauða eru gífurlegt áhyggjuefni, einkum meðal fátækustu ríkja heims,“ er haft eftir Bergsteini Jónssyni, framkvæmdastjóra UNICEF á Íslandi, í tilkynningunni. „Í ljósi þess að meirihluti þessara dauðsfalla er fyrirbyggjanlegur þá er augljóslega verið að bregðast fátækustu börnunum og þeim sem búa á jaðri samfélaga. Þar á ég til dæmis við dauðsföll af völdum sýkinga sem koma upp vegna slæms hreinlætis og vegna skorts á hreinu vatni í fæðingu.“ 

Ójafnt upphaf

Í skýrslunni kemur fram að í efnaminni ríkjum heimsins er meðal tíðni nýburadauða 27 börn af hverjum 1,000. Í efnamiklum ríkjum er sama dánartíðni 3 börn af hverjum 1,000. Þar er einnig bent á að 8 af 10 hættulegustu stöðum í heiminum til að fæða börn eru í Afríku sunnan Sahara.

Meira en 80 prósent af dauðsföllum nýfæddra barna má rekja til fæðinga fyrir tímann, vandamála sem koma upp í fæðingu eða sýkinga á borð við lungnabólgu, heilahimnubólgu og blóðeitrunar, segir í skýrslunni. Flest þessara dauðsfalla má koma í veg fyrir með aðgengi að vel þjálfuðu heilbrigðisstarfsfólki ásamt hreinu vatni, sótthreinsun, ódýrum lyfjum, aðstoð við brjóstagjöf og með góðri næringu.

Hægt að bjarga lífi 16 milljón barna

Ef dánartíðni nýfæddra barna á heimsvísu næði meðaltali hátekjuríkja fyrir árið 2030 væri hægt að bjarga lífi 16 milljón barna. Skortur á vel þjálfuðu heilbrigðisstarfsfólki og ljósmæðrum þýðir þó að á hverjum degi fá þúsundir verðandi mæðra og nýbura ekki þá aðstoð sem þau þurfa til að lifa af. Sem dæmi má nefna að í Noregi eru 218 læknar, hjúkrunarfræðingar og ljósmæður sem þjóna 10,000 manns á meðan hlutfallið er 1 á hverja 10,000 íbúa í Sómalíu.

„Þetta undirstrikar ójöfnuðinn”, segir Bergsteinn Jónsson. „Konur eignast oft börn sín án nokkurrar aðstoðar fagfólks, sökum fátæktar, átaka og veikra innviða. Við höfum tæknina og þekkinguna sem þarf, en hún er utan seilingar fyrir þá sem verst standa.“

Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.
Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.

Til þess að vekja athygli á tíðni nýburadauða og krefjast aðgerða fyrir hönd nýbura heimsins hefur UNICEF sett af stað alþjóðlegt átak sem hefst í dag (e. Every Child ALIVE ). Með þessu átaki vill UNICEF senda brýn tilmæli til ríkisstjórna, heilbrigðisstarfsmanna, einkageirans og foreldra til að tryggja að fleiri ungabörn lifi af og dafni. Með ákallinu felst krafa um að ná til allra barna með því að:

Ráða og þjálfa nægilegan fjölda lækna, hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra með sérfræðiþekkingu í mæðra- og nýburavernd;

Tryggja öllum verðandi mæðrum hagnýta og viðráðanlega heilbrigðisaðstöðu með hreinu vatni, sápu og rafmagni;

Gera það að forgangsverkefni að veita öllum mæðrum og börnum þau lyf og aðbúnað sem þarf til að lifa af og dafna;

Efla ungar konur og stúlkur, verðandi mæður og fjölskyldur þeirra til að krefjast umbóta og umönnunar.

Heimsforeldrar taka virkan þátt í baráttu UNICEF um allan heim, meðal annars á sviði mæðraverndar og heilsuverndar barna. Á Íslandi eru yfir 27.000 heimsforeldrar sem hjálpa UNICEF að þrýsta á um breytingar á heimsvísu.

mbl.is

Innlent »

Segir að fyrirkomulagið virki ekki

20:54 Heilbrigðisráðherra segir að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur um samning Sjúkratrygginga Íslands og sérfræðilækna sýni að fyrirkomulagið við að hafna umsóknum virkar ekki. Meira »

Tilraunakennd kvikmyndagerð fyrir ungt fólk

20:36 Kaliforníumaðurinn Lee Lynch hefur verið búsettur á Íslandi í fimm ár ásamt íslenskri konu og syni. Lee er kvikmyndagerðarmaður og er að fara af stað með sitt sjötta námskeið í Hinu húsinu nú í lok september fyrir ungt fólk á aldrinum 16-25 ára en það hefst þann 25.september. Meira »

Bræla alla heimsiglinguna

20:18 „Makríllinn hefur stækkað eftir því sem liðið hefur á sumarið og fiskurinn í fyrsta holinu okkar var að jafnaði rúmlega 500 gramma þungur. Síðan lækkaði meðalvigtin örlítið og annar afli var fiskur rétt undir 500 grömmum að jafnaði.“ Meira »

Stjórnarfundur OR hafinn

20:16 Stjórnarfundur Orkuveitu Reykjavíkur í höfuðstöðvum fyrirtækisins er hafinn. Þar mun stjórnin fara yfir ósk Bjarna Bjarnasonar forstjóra um að stíga tímabundið til hliðar, en Bjarni situr sjálfur fundinn á meðan erindi hans er tekið fyrir. Meira »

Lögreglan leitar tveggja drengja

20:01 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að tveimur piltum, 7 og 8 ára, þeim Stefáni Sölva og Ísak Helga. Drengirnir fóru frá Háteigsskóla klukkan 15 í dag, en síðast er vitað af þeim þar. Meira »

Frímúrarar taka kjólfötin með

19:37 „Ísrael er upplifun. Sagan opnast svo auðvelt verður að skapa í huganum myndir af þeim atburðum sem gerðust fyrir um tvö þúsund árum og segir frá í Biblíunni. Fólkið sem ég fer með núna er búið að setja sig vel inn í málin; lesa og sækja fyrirlestra. Það er skemmtilegt að ferðast með slíku fólki.“ Meira »

Berst gegn framsali til Póllands

19:35 Íslensk stjórnvöld hafa samþykkt að framselja meintan höfuðpaur í hinu svokallaða Euro Market-máli til Póllands.  Meira »

Samkomulag ríkis og borgar brotið

19:19 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir ljóst að samkomulag ríkis og borgar frá 2013 hafi verið brotið í dag þegar flogið var með utanríkisráðherra og nokkra þingmenn í utanríkismálanefnd um borð í flugmóðurskipið USS Harry S. Truman. Meira »

Allir þurfa að þekkja sín sköp

18:56 „Það þarf að fjarlægja leyndarhjúpinn sem umlykur kynhegðun. Staðgóð þekking á því hvernig líkaminn virkar auðveldar konum að taka ákvarðanir af öryggi og sjálfstrausti,“ segja höfundar bókarinnar Gleðin að neðan. Meira »

Komast ekki á legudeildir

18:01 „Álagið felst í því að það eru margir sjúklingar sem hafa lokið fyrstu meðferð á bráðamóttöku en komast ekki til innlagnar á sérhæfðum legudeildum,“ segir Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítala. Meira »

Vogabyggð tekur á sig mynd

18:00 Mikill gangur er kominn á uppbyggingu í Vogabyggð þar sem fram fer umfangsmikil enduruppbygging, fyrsta húsið við Trilluvog er farið að rísa og áætluð verklok á því eru í júlí á næsta ári. Alls er áætlað að íbúðir á svæðinu verði á bilinu 1.100 til 1.300. Meira »

„Menn vinna svona rólega og af öryggi“

17:50 Bana­slys varð í gærmorgun þegar er­lend­ur karl­maður féll er á hann var á göngu á Kirkju­felli á Snæ­fellsnesi. Að sögn lög­regl­unn­ar á Vest­ur­landi komu ferðamenn auga á mann­inn þar sem hann lá um klukkan 10 og var þá haft sam­band við Neyðarlín­una. Meira »

Tóku fyrstu skóflustungurnar

17:31 Fyrstu skóflustungur að nýjum háskólagörðum HR voru teknar í dag við Nauthólsveg, gegnt Reykjavik Natura.  Meira »

Leiguverð hækkar en íbúðaverð lækkar

17:03 Vísitala leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,9% í ágúst, á sama tíma og íbúðaverð lækkaði um 0,1%. Þetta kemur fram í nýbirtum tölum Þjóðskrár Íslands, en hækkun leiguverðs umfram hækkun íbúðaverðs hefur aldrei verið meiri á milli mánaða frá því að mælingar hófust. Meira »

Rannsóknarlögregla ríkisins snúi aftur

16:46 Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, lagði það til á Alþingi að embætti rannsóknarlögreglu ríkisins verði endurreist en það var lagt niður árið 1997 þegar embætti ríkislögreglustjóra var stofnað. Meira »

Tók konu hálstaki í bifreið

16:40 Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir líkamsárásir með því að hafa 3. janúar 2017 veist með ofbeldi að konu. Annars vegar með því að taka hana hálstaki í kyrrstæðri bifreið, þar sem hún sat í ökumannssæti hennar en hann í aftursætinu, og hins vegar með því að kasta poka með tveimur vínflöskum úr gleri í konuna. Meira »

Umframkostnaður bragga óvenjulegt frávik

16:40 „Þessi frávik eru mjög óvenjuleg,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, um endurbætur á gömlum bragga við Nauthólsvík í Reykjavík sem hefur farið langt fram úr kostnaðaráætlun, eða um 257 milljónir. Framkvæmdirnar hafa kostað 415 milljónir en verkefninu var úthlutað 158 milljónir. Meira »

Landsmenn vilja strangari flugeldareglur

16:39 Meirihluti landsmanna vill strangari reglur um notkun á flugeldum og fjórðungur vill banna almenna notkun þeirra með öllu. Hæsta klukkustundargildi fíns svifryks um síðustu áramót mældist µg/m3 í Dalsmára í Kópavogi, sem talið er vera Evrópumet í mengun. Meira »

Minntist á málþing um dánaraðstoð

16:14 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, ræddi um dánaraðstoð á Alþingi í dag undir liðnum störf þingsins.  Meira »