7.000 nýburar deyja á hverjum degi

Nýbökuð móður með tvíbura sína á Indlandi.
Nýbökuð móður með tvíbura sína á Indlandi. Ljósmynd/UNICEF

Í nýrri skýrslu UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, kemur fram að börn sem fæðast í efnaminni ríkjum heimsins eru 50 sinnum líklegri til að deyja á fyrsta mánuði lífs síns en þau börn sem fæðast í efnamiklum ríkjum. Nýburar sem fæðast í Japan, á Íslandi og í Singapúr eiga bestu lífslíkurnar, á meðan nýburar sem fæðast í Pakistan, Afganistan og Miðafríkulýðveldinu eru líklegastir til að láta lífið.

Skýrslan, sem er kynnt í dag, markar upphafið að alþjóðlegu átaki UNICEF sem hefur það markmið að vekja athygli á tíðni nýburadauða og krefjast aðgerða og umbóta fyrir hönd nýbura heimsins.

Ójöfnuður hefur mikil áhrif á lífslíkur barna

Þrátt fyrir að stórlega hafi dregið úr barnadauða í heiminum hefur ójöfnuður enn mikil áhrif á lífslíkur barna á fyrstu dögum þeirra frá fæðingu, segir í fréttatilkynningu frá UNICEF. Það er mikið áhyggjuefni að ennþá deyja 7.000 nýburar á hverjum degi af orsökum sem auðveldlega væri hægt að koma í veg fyrir, með betra aðgengi að færu heilbrigðisstarfsfólki og grunnheilsugæslu á meðgöngu og við fæðingu.

„Tíðni nýburadauða eru gífurlegt áhyggjuefni, einkum meðal fátækustu ríkja heims,“ er haft eftir Bergsteini Jónssyni, framkvæmdastjóra UNICEF á Íslandi, í tilkynningunni. „Í ljósi þess að meirihluti þessara dauðsfalla er fyrirbyggjanlegur þá er augljóslega verið að bregðast fátækustu börnunum og þeim sem búa á jaðri samfélaga. Þar á ég til dæmis við dauðsföll af völdum sýkinga sem koma upp vegna slæms hreinlætis og vegna skorts á hreinu vatni í fæðingu.“ 

Ójafnt upphaf

Í skýrslunni kemur fram að í efnaminni ríkjum heimsins er meðal tíðni nýburadauða 27 börn af hverjum 1,000. Í efnamiklum ríkjum er sama dánartíðni 3 börn af hverjum 1,000. Þar er einnig bent á að 8 af 10 hættulegustu stöðum í heiminum til að fæða börn eru í Afríku sunnan Sahara.

Meira en 80 prósent af dauðsföllum nýfæddra barna má rekja til fæðinga fyrir tímann, vandamála sem koma upp í fæðingu eða sýkinga á borð við lungnabólgu, heilahimnubólgu og blóðeitrunar, segir í skýrslunni. Flest þessara dauðsfalla má koma í veg fyrir með aðgengi að vel þjálfuðu heilbrigðisstarfsfólki ásamt hreinu vatni, sótthreinsun, ódýrum lyfjum, aðstoð við brjóstagjöf og með góðri næringu.

Hægt að bjarga lífi 16 milljón barna

Ef dánartíðni nýfæddra barna á heimsvísu næði meðaltali hátekjuríkja fyrir árið 2030 væri hægt að bjarga lífi 16 milljón barna. Skortur á vel þjálfuðu heilbrigðisstarfsfólki og ljósmæðrum þýðir þó að á hverjum degi fá þúsundir verðandi mæðra og nýbura ekki þá aðstoð sem þau þurfa til að lifa af. Sem dæmi má nefna að í Noregi eru 218 læknar, hjúkrunarfræðingar og ljósmæður sem þjóna 10,000 manns á meðan hlutfallið er 1 á hverja 10,000 íbúa í Sómalíu.

„Þetta undirstrikar ójöfnuðinn”, segir Bergsteinn Jónsson. „Konur eignast oft börn sín án nokkurrar aðstoðar fagfólks, sökum fátæktar, átaka og veikra innviða. Við höfum tæknina og þekkinguna sem þarf, en hún er utan seilingar fyrir þá sem verst standa.“

Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.
Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.

Til þess að vekja athygli á tíðni nýburadauða og krefjast aðgerða fyrir hönd nýbura heimsins hefur UNICEF sett af stað alþjóðlegt átak sem hefst í dag (e. Every Child ALIVE ). Með þessu átaki vill UNICEF senda brýn tilmæli til ríkisstjórna, heilbrigðisstarfsmanna, einkageirans og foreldra til að tryggja að fleiri ungabörn lifi af og dafni. Með ákallinu felst krafa um að ná til allra barna með því að:

Ráða og þjálfa nægilegan fjölda lækna, hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra með sérfræðiþekkingu í mæðra- og nýburavernd;

Tryggja öllum verðandi mæðrum hagnýta og viðráðanlega heilbrigðisaðstöðu með hreinu vatni, sápu og rafmagni;

Gera það að forgangsverkefni að veita öllum mæðrum og börnum þau lyf og aðbúnað sem þarf til að lifa af og dafna;

Efla ungar konur og stúlkur, verðandi mæður og fjölskyldur þeirra til að krefjast umbóta og umönnunar.

Heimsforeldrar taka virkan þátt í baráttu UNICEF um allan heim, meðal annars á sviði mæðraverndar og heilsuverndar barna. Á Íslandi eru yfir 27.000 heimsforeldrar sem hjálpa UNICEF að þrýsta á um breytingar á heimsvísu.

mbl.is

Innlent »

Segir áhugaleysi á Afrin algjört

13:52 „Það versta er að vita ekki hvort ég á frekar að óska þess að sonur minn hafi komist af eða farist,“ segir Eva Hauksdóttir, móðir Hauks Hilmarssonar, sem sagður er hafa fallið í átökum við tyrkneska herinn í Afrin-héraði. Hún vandar íslenskum stjórnmálamönnum ekki kveðjurnar. Meira »

Ekki fylgst sérstaklega með örplastinu

13:46 Magn plastagna í andrúmslofti er ekki vaktað sérstaklega, né heldur er sérstakt eftirlit haft með plastögnum úr umbúðum. Þetta kom fram í svörum umhverfis- og auðlindaráðherra við fyrirspurn Oddnýjar G. Harðardóttur þingmanns Samfylkingarinnar. Meira »

Færri og betri uppboð á myndlist

13:18 „Við erum ánægð með þetta uppboð en á því er fjöldi góðra verka eftir þekkta listamenn,“ segir Jó­hann Ágúst Han­sen, fram­kvæmda­stjóri og upp­boðsstjóri hjá Galle­rí Fold, um fyrsta uppboð ársins hjá galleríinu í kvöld kl. 18. Meira »

Helmingur næringarfullyrðinga fyllti ekki kröfur

12:49 Helmingur næringar- og heilsufullyrðinga á matvörum og fæðubótarefnum uppfyllti ekki kröfur. Þetta kemur fram í rannsókn Matvælastofnunar og heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga á þessum vörum frá maí 2016 til febrúar 2017. Meira »

Hamfaragos í Eldgjá ýtti undir kristnitöku

11:58 Gos í Eldgjá skömmu eftir landnám ýtti undir trúskiptin hér á landi. Þetta er niðurstaða teymis vísindamanna í rannsókn sem leidd var af Cambridge-háskóla. Meira »

Svindlsíminn hringdi í lögguna

11:53 Íslenskum símafyrirtækjum bárust um helgina tilkynningar um hrinu svindlssímtala. Síminn lokaði á yfir 100 erlend númer nú um helgina og jafnvel lögreglan fékk símtal úr einu svindnúmeranna. Meira »

Aðalmeðferð fer fram í september

11:13 Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Hreiðari Má Sigurðssyni fyrrverandi forstjóra Kaupþings og Guðnýju Örnu Sveinsdóttur fyrrverandi fjármálastjóra bankans fer fram dagana 19. og 20. september næstkomandi. Þetta var ákveðið við fyrirtöku í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Meira »

Hafa áhyggjur af gæðum offituaðgerða

11:52 Landlæknir telur ástæðu til að hafa áhyggjur af gæðum og öryggi skurðaðgerða við offitu og eftirmeðferðar slíkra aðgerða. Enn fremur telur landlæknir ástæða til að hafa áhyggjur af sjúklingum sem velja að fara í slíkar aðgerðir án nægilegs undirbúnings og eftirlits. Meira »

Stærstu þotunni snúið til Keflavíkur

10:46 Airbus A380 farþegaþota flugfélagsins Etihad Airways lenti á Keflavíkurflugvelli nú morgun með veikan farþega. Vélin var á leið frá Abu Dhabi til New York þegar farþeginn veiktist og var þá ákveðið að lenda hér. Airbus A380 er stærsta farþegaþota heims og getur tekið allt að 853 farþega. Meira »

Hlýrra í Reykjavík en víða í Evrópu

10:18 Það er einstaklega ánægjulegt, verandi á Íslandi, að skoða hitastigið í nokkrum borgum Evrópu og víðar nú í morgun. Hitinn í Reykjavík klukkan 10 var 5°C og því hlýrra í höfuðborginni okkar en í Ósló, London, New York, París, Amsterdam, Berlín og Boston svo dæmi séu tekin. Meira »

Samræmdu prófin á skjön?

10:01 Það er ekkert launungarmál að samræmd könnunarpróf í grunnskólum landsins hafa verið gagnrýnd, ekki bara núna í ár þegar tæknilegir annmarkar settu prófin úr skorðum, heldur einnig síðustu árin. Meira »

Náði kjörþyngdinni á 8 mánuðum

10:00 Margrét Guðmundsdóttir kom í morgunþáttinn Ísland vaknar í morgun en hún sendi nýlega frá sér bókina Konan sem át fíl og grenntist (samt). Meira »

Rómantískt hælsæri

09:31 Það er misjafnt hvað fólk gerir um helgar. Flestir slaka á en ekki Rikka. Hún ákvað að fara í rómantíska helgarferð til Lillehammer og ganga 54 kílómetra á gönguskíðum Meira »

Nýir talsmenn barna á Alþingi

08:53 Þingmenn úr öllum stjórnmálaflokkum gerast talsmenn barna á Alþingi í dag. Þeir undirrita yfirlýsingu þess efnis að þeir skuldbindi sig til að hafa barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi í störfum sínum á þinginu og leitist við að tileinka sér barnvæn sjónarmið og hafa hagsmuni barna að leiðarljósi. Meira »

Ekki gras á öllum þökum á Hlíðarenda

08:18 Fallið verður frá þeim skilmálum að atvinnuhúsnæði á lóðum á Hlíðarendasvæðinu verði að vera með grasflatir á þökum. Það verður valkvætt. Meira »

Sást 6.910 km frá merkingarstaðnum

08:57 Víðförulasti merkti fuglinn sem sást hér á landi í fyrra var litmerkt sanderla. Hún sást á Melrakkasléttu 6.910 kílómetra frá staðnum þar sem hún var merkt, sem var í Gana á vesturströnd Afríku. Meira »

Styrkt fyrir 340 milljónir króna

08:37 Um 341 milljón króna hefur verið úthlutað úr Húsafriðunarsjóði fyrir árið 2018, en alls voru veittir 215 styrkir. 252 aðilar sóttu um styrki. Meira »

Áfram hlýtt í veðri

06:49 Fremur hæg sunnanátt í dag og víða léttskýjað á Norðaustur- og Austurlandi. Skýjað í öðrum landshlutum en þurrt að mestu.  Meira »
Símstöð MACROTEL.
Símstöð selst ódýrt, aðeins 4000kr. uppl.sími: 8691204 ...
Ódýr Nýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir - þyngd 18.5 k...
Viltu vita hvað er framundan ?
Segi þer það sem þeir sem farnir eru segja mer um framtíð þína. Bollar og tar...
PENNAR
...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf eldirborgara
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Breyting á aðalskipulagi
Tilboð - útboð
Breyting á Aðalskipulagi Skorradalshrepp...
L edda 6018031319 iii
Félagsstarf
? EDDA 6018031319 III Mynd af auglýs...