Aðgerðastjórn virkjuð í fyrramálið

Slökkviliðið verður í viðbragðsstöðu í fyrramálið.
Slökkviliðið verður í viðbragðsstöðu í fyrramálið. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Aðgerðastjórn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, björgunarsveita og lögreglunnar verður virkjuð klukkan sex í fyrramálið vegna óveðursins sem þá er spáð.

Allir verða því í viðbragðsstöðu ef vandamál koma upp.

Fyrr í kvöld greindi mbl.is frá því að níu björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu verði í viðbragðsstöðu á þessum tíma. 

Að sögn Rúnars Helgasonar, varðstjóra hjá slökkviliðinu, verður einnig gefin út viðvörun fyrir skólastjórnendur í fyrramálið ef hvellurinn verður mikill.

Slökkviliðið hvatti einmitt foreldra og forráðamenn til að fylgjast með veðri og tilkynningum í fyrramálið.

Spurður hvort slökkviliðið eigi von á vandamálum tengdum vatnselg telur að hann að flóð geti orðið ef veðrið snýst harkalega yfir í rigningu. Hann á þó síður von á vandamálum því tengdu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert