Búist við enn stærri skjálfta

Lítið lát er á skjálftunum við Grímsey.
Lítið lát er á skjálftunum við Grímsey.

Skjálftahrinur eru algengar á Grímseyjarbeltinu, en hrinur af svipaðri stærð og sú sem nú stendur yfir urðu til dæmis í maí og september 1969, um jólaleytið 1980, í september 1988 og í apríl 2013.

Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur segir að gliðnunaratburður eins og nú á sér stað við Grímsey reyni á umhverfið og geti ýtt undir stærri skjálfta norðan eða sunnan við gliðnunina. Hann vill þó ekki spá skjálfta, en segir jarðvísindamenn lengi hafa búist við skjálfta af stærðinni 6,5 á Skjálfandaflóa.

„Opnunin kemur neðan frá. Sjálfsagt eru í þessu einhverjar léttar kvikur sem flæða inn og ýta undir spennulosun. Kvikuhreyfingarnar eru það djúpt að þær eru ekki líklegar til að valda eldgosi en þær geta verið fæðuefni fyrir jarðhitasvæðin. Þekkt jarðhitasvæði er austur af Grímsey, þarna skammt frá,“ segir Ragnar í umfjöllun um jarðskjálftana við Grímsey í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert