Viðgerð lokið í herbergjum á lungnadeild

Að sögn framkvæmdastjóra rekstrarsviðs spítalans fundust engin merki um myglu, …
Að sögn framkvæmdastjóra rekstrarsviðs spítalans fundust engin merki um myglu, en lyktin stafaði af lögn inni í vegg sem gaf sig. mbl.is/Eggert

Frá því var greint á vef Vinnueftirlitsins þann 15. febrúar að öll vinna hefði verið bönnuð í tveimur herbergjum á lungnadeild A6 á Landspítalanum í Fossvogi, vaktherbergi og lyfjaherbergi, vegna rakaskemmda og fúkkalyktar.

Samkvæmt Ingólfi Þórissyni, framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Landspítala er viðgerð nú þegar lokið og herbergin tvö verða tekin aftur í notkun eftir þrif, sem verða væntanlega í dag.

„Lyktin stafaði frá lögn inni í vegg sem gaf sig og orsakaði raka í innvegg,“ segir Ingólfur.

Heimsókn Vinnueftirlitsins var gerð þann 29. janúar s.l. og þá var viðgerð í herbergjunum þegar hafin, að sögn Ingólfs. Hann segir engin merki hafa fundist um myglu.

„Vinnueftirlitið kom á staðinn þegar viðgerð var í gangi og skrifaði þá skýrslu, sem fréttamiðlar vísa nú í,“ segir Ingólfur, en Landspítali hefur sem áður segir þegar lokið viðgerðinni og reiknað er með að herbergi 618 og 626 á lungnadeild A6 verði tekin aftur í notkun í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert