Segist engu nær eftir 4 ára þrautagöngu

Karls Sigurhjartarson
Karls Sigurhjartarson

Kærunefnd lausafjár- og þjónustukaupa hefur hafnað öllum kröfum Karls Sigurhjartarsonar á hendur Orkuveitu Reykjavíkur vegna hitunarkostnaðar sumarhúss Karls í Borgarfirði.

Vatnið sem hann hefur um árabil keypt af OR er aðeins 55° heitt en ekki 80° líkt og vatn sem Orkuveitan afhendir nágrönnum hans, að því er fram kemur í umfjöllun um deilumál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Ágreiningur Karls við OR hefur staðið yfir í fjögur ár og lýsir hann tilraunum til að fá úrskurð í málinu sem þrautagöngu um ranghala stjórnsýslunnar. Hann segir bæði framgöngu OR og að það skuli hafa tekið mörg ár að komast að þessari niðurstöðu fáránlegt. Þetta sé í raun engin niðurstaða.

Karl segir að OR hafi afhent honum mun kaldara vatn en öðrum en engu að síður rukkað fyrir það sama verð og benti hann á í erindi sínu til nefndarinnar að OR geri honum í skjóli einkaleyfis að greiða tvöfalt meira en aðrir greiði í hitakostnað fyrir sumarhúsið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert