Farþegarnir loks á leið til Íslands

Flestir farþegar sem ætluðu með flugvél Icelandair frá París, höfuðborg Frakklands, til Reykjavíkur í hádeginu á sunnudaginn eru nú á leið til landsins samkvæmt heimildum mbl.is en áætluð koma flugvélarinnar til Keflavíkur er um tvöleytið í dag.

Þetta staðfestir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, í samtali við mbl.is en tveir sólarhringar eru liðnir frá því að upphaflega stóð til að halda til Íslands en vélarbilun kom í veg fyrir það. Aðspurður segir Guðjón að önnur flugvél hafi verið send eftir farþegunum.

Líklega hafa á annað hundrað farþega orðið fyrir óþægindum vegna bilunarinnar að sög Guðjóns en einhverjum farþegum hafði verið komið í önnur flug áður. Einkum þeim sem voru á leið til Bandaríkjanna með millilendingu á Íslandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert