Fjarlægja þarf olíu áður en nýtt hverfi rís í Skerjafirði

Nýja hverfið á að rísa milli flugbrautarinnar og byggðar í …
Nýja hverfið á að rísa milli flugbrautarinnar og byggðar í Skerjafirði. mbl.is/Árni Sæberg

Nauðsynlegt getur reynst að fara í umfangsmikla hreinsun áður en ný íbúðarbyggð rís við Skerjafjörð. Vitað er að mikil olíumengun er í jarðvegi þar sem athafnasvæði Skeljungs var á árum áður.

Þetta kemur fram í umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um forsögn að rammaskipulagi fyrir nýja byggð í Skerjafirði, að því er fram kemur í umfjöllun um byggingaráform í Skerjafirði í Morgunblaðinu í dag.

Áætlanir gera ráð fyrir að allt að 1.400 íbúðir rísi á svæðinu auk 20.000 fermetra atvinnu- og þjónustuhúsnæðis. Húsin verða 2-5 hæðir. Rannsóknir sem gerðar voru árið 1998 leiddu í ljós að á lóðinni var talsvert af dísilolíu, bensíni og steinolíu/þotubensíni í jarðvegssýnum. Einnig er þar að finna olíuúrgang.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert