Gerðu tilraun til ráns á hóteli

Lögreglan hafði í nógu að snúast í alla nótt vegna ...
Lögreglan hafði í nógu að snúast í alla nótt vegna margvíslegra mála sem komu upp. mbl.is/Kristinn Magnússon

Laust fyrir miðnætti í gær var óskað eftir aðstoð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna karls og konu sem reyndu að að ræna tölvu af starfsmanni hótels í miðborg Reykjavíkur með því að ógna honum með hnífi.

Voru þau handtekin skömmu síðar. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar voru þau bæði í talsvert annarlegu ástandi sökum fíkniefnaneyslu. Karlmaðurinn var með hníf og meint fíkniefni meðferðis við handtöku. Voru þau bæði vistuð í fangaklefa vegna málsins.

Rétt fyrir klukkan 1 í nótt var svo óskað eftir aðstoð lögreglu vegna stimpinga milli tveggja karlmanna í miðbænum. Var málið afgreitt á vettvangi, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar.

Dagbókin er reyndar þétt eftir nóttina og morguninn og greinilegt að lögregla hefur haft í nógu að snúast. 

Öskraði og barði hús að utan

Um hálf tvö í nótt var tilkynnt um karlmann í annarlegu ástandi sem var öskrandi og að berja á glugga á heimili í miðbæ Reykjavíkur. Fundust á honum meint kannabisefni og var hann handtekinn í kjölfarið þar sem hann var í talsvert annarlegu ástandi. Var hann vistaður í fangaklefa.

Rétt fyrir fjögur í nótt var tilkynnt um bifreið sem var ekið nokkuð greitt á móti umferð á Kringlumýrarbraut. Um klukkustund seinna var tilkynnt um sömu bifreið sem hafði oltið á Sæbraut. Voru karlmaður og piltur handteknir nokkuð frá vettvangi þar sem þeir höfðu farið af vettvangi og voru þeir báðir í annarlegu ástandi m.a. vegna ölvunar. Voru þeir fluttir á slysadeild Landspítalans í Fossvogi til skoðunar og aðhlynningar. Að því loknu voru þeir vistaðir í fangaklefa vegna málsins.

Klukkan 6.30 í morgun var tilkynnt um eignaspjöll sem unnin höfðu verið á bifreið í hverfi 105.

Rétt eftir klukkan 7 í morgun var óskað eftir aðstoð lögreglunnar vegna áttatíu svínaskrokka sem féllu af flutningabifreið á gatnamótum Sæbrautar og Reykjanesbrautar. Loka þurfti tímabundið fyrir umferð á meðan skrokkarnir voru fjarlægðir og unnið var að hreinsun.

Klukkan 10.24 var tilkynnt um umferðaróhapp á Hringbraut þar sem bifreið var ekið á vegrið. Ekki var um að ræða slys á fólki.

 Seint í gærkvöldi var tilkynnt um tvo karlmenn sem væru að vinna skemmdir á bifreið í Hafnarfirði. Þegar lögreglan kom á vettvang kom í ljós að þarna var um að ræða eiganda bifreiðarinnar sem var að eigin sögn  að undirbúa bifreiðina til niðurrifs og eyðingar.

Bílar skemmdust vegna hola í vegi

Og verkefni lögreglunnar eru af ýmsum toga.

Um klukkan hálf þrjú í nótt óskaði ökumaður eftir aðstoð lögreglu vegna skemmda sem urðu á hjólbörðum bíls hans eftir að hann ók ofan í holu á vegi í Kópavogi. Í morgun barst svo sambærileg tilkynning frá öðrum ökumanni í Kópavogi sem var þó að aka um aðra götu.

 

mbl.is

Innlent »

„Þarna er mikilvægum áfanga náð“

13:23 Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir niðurstöðuna á loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Katowice í Póllandi í gær vera mikilvægan áfanga þó að enn standi ákveðin atriði út af sem þurfi að klára á ráðstefnunni að ári. Meira »

Brýnt að allir njóti ávaxta uppsveiflu

12:31 Sjálfstæðisflokkurinn leggur mikið upp úr efnahagslegum umsvifum, hagvexti og drift í atvinnulífinu þannig að leggja megi meira til þeirra sem á aðstoð þurfa að halda. Þetta sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í útvarpsþættinum Þingvöllum. Meira »

Skaðabótaskylda vegna falls í stiga

10:45 Veitingastaður hefur verið dæmdur skaðabótaskyldur vegna slyss sem kona varð fyrir í stiga þar árið 2015. Féll konan í stiganum, en í málinu var meðal annars tekist á um hvort öryggi hefði verið nægt í stiganum, en þar voru engin handrið þegar slysið átti sér stað. Meira »

Með lag í Netflix-kvikmynd

10:09 „Þetta var allt mjög mikil tilviljun,“ segir Unnur Eggertsdóttir, leik- og söngkona, en nýlega keypti leikstjórinn Dan Gilroy af henni lag fyrir senu í Netflix-kvikmyndinni Velvet Buzzsaw, sem skartar leikaranum Jake Gyllenhaal í aðalhlutverki. Meira »

Mátti gera fjárnám vegna skattbrots

09:40 Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í vikunni beiðni karlmanns um að ógilda fjárnám sem sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafði gert. Fjárnámið var gert vegna skuldar mannsins við sýslumann í kjölfar dóms sem hann hlaut árið 2013 í skattamáli. Hafði hann verið dæmdur til að greiða 64 milljónir vegna vangoldins virðisaukaskatts. Meira »

Bjarni Benediktsson mætir á Þingvelli

08:30 Störfum Alþingis var frestað nú á föstudaginn eftir að hafa lokið afgreiðslu fjölmargra mála nú í desember, meðal annars fjárlaga. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mætir í þjóðmálaþáttinn Þingvelli í dag. Meira »

Enn ein lægðin gengur yfir á morgun

08:22 Á morgun kemur enn ein lægðin upp að landinu með vaxandi vindi þar sem búast má við 15-23 m/s víða um land og allt að 28 m/s um tíma syðst á landinu auk hvassari hviða. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofunni. Meira »

Greiðfært en hálka víða

07:43 Víðast er vel greiðfært á landinu, en hálku og hálkubletti má finna víða. Hellisheiði er til að mynda orðin auð, en hálka er á Mosfellsheiði, Kjósarskarði og hálkublettir í Þrengslum. Þá er hálka á Holtavörðuheiði og hálkublettir á Snæfellsnesi og Bröttubrekku. Meira »

Eldur í jólaskreytingu í Borgartúni

07:12 Eldur kom upp í jólaskreytingu í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni í Reykjavík rétt fyrir miðnætti. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað á vettvang, en eldurinn var minniháttar og hafði verið slökktur þegar slökkviliðið kom á staðinn. Meira »

Róa áfram inn í nóttina

Í gær, 22:15 Slökkviliðs- og sjúkraflutningamennirnir sjö sem hófu síðdegis í gær vikulangan róður í verslun Under Armour í Kringlunni til styrktar Frú Ragnheiði láta engan bilbug á sér finna og voru á fleygiferð þegar ljósmyndara mbl.is bar að garði fyrr í kvöld. Söfnunin gengur vonum framar miðað við fyrstu væntingar. Meira »

Stekkjastaur laumufarþegi í flugvélinni

Í gær, 22:02 Grunnskólabörn í Kulusuk létu sig ekki vanta á flugvöllinn í dag, þegar liðsmenn Hróksins og Kalak mættu með jólagjafir handa öllum börnum í bænum. Stekkjarstaur var laumufarþegi og sá um að útdeila gjöfunum með aðstoð starfsmanna Air Iceland Connect. Meira »

Galdurinn að komast á trúnó

Í gær, 20:05 „Það tók langan tíma að fá Ragga til að samþykkja að koma í viðtal. Hann sagðist vera búinn að vera í svo mörgum viðtölum um ævina og að hann væri hættur að fara í fjölmiðla,“ segir Anna Hildur Hildibrandsdóttir sem á hugmyndina að sjónvarpsþáttunum Trúnó, en myndavélin hefur fylgt henni frá æsku. Meira »

Situr einn að 40 milljónunum

Í gær, 19:42 Einn spil­ari var með all­ar töl­urn­ar rétt­ar í Lottó í kvöld og fær hann rúma 41 milljón króna, en vinningsmiðinn var keyptur í Fjarðarkaupum í Hafnarfirði. Meira »

Á sama vegheflinum í nær 26 ár

Í gær, 19:20 Vegagerðin heldur úti víðtæku eftirlitskerfi og þar gegna hefilstjórar á 22 vegheflum mikilvægu hlutverki. Einn þeirra er Gunnlaugur Einarsson, flokkstjóri og vélamaður á Vopnafirði. Hann hefur staðið vaktina og heflað vegi í tæplega þrjá áratugi og man tímana tvenna. Meira »

Gluggi inn í störf lögreglu

Í gær, 18:45 „Við höfum náð á síðustu árum og áratugum að einfalda þau verkefni sem við sinnum, en þó eru þau verkefni sem við sinnum gríðarlega fjölþætt og ég held að það sé áhugavert fyrir fólk að sjá hvað starf lögreglunnar er fjölþætt,“ segir Þórir Ingvarsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Vandamálið skortur á viðurlögum

Í gær, 18:43 Lyfjastofnun hafa borist 15 tilkynningar vegna lækningatækja frá árinu 2011 vegna atvika þar sem grunur leikur á um að tækin uppfylli ekki öryggiskröfur. Ekkert atvik hefur þó leitt til heilsutjóns eða dauða að sögn forstjóra Lyfjastofnunar. Meira »

Snýst allt um þessa hvítu húfu

Í gær, 18:30 Breyta þarf viðhorfi samfélagsins gagnvart annarri menntun en þeirri sem felst í bóknámi, segir Rósa Guðmundsdóttir, framleiðslustjóri G.RUN í Grundarfirði. „Við erum ekki öll gerð til að fara í sama farveginn í lífinu og þannig á það ekki að vera,“ útskýrir hún. Meira »

Kitluðu bragðlaukana í Hörpu

Í gær, 18:01 Fjöldi manns tók sér hlé frá jólastressinu í dag og kom við á matarhátíð Búrsins sem haldin er í Hörpu þessa helgina.  Meira »

Var bundinn niður af áhöfn vélarinnar

Í gær, 15:28 Óskað var eftir aðstoð flugstöðvardeildar lögreglunnar á Suðurnesjum nú í vikunni er flugvél var að koma inn til lendingar á Keflavíkurflugvelli með flugfarþega sem hafði látið öllum illum látum um borð í vélinni. Sá áhöfnin sér ekki annað fært en að binda manninn niður í sætið. Meira »
Vöruúrval fyrir fagurkera
Vöruúrval fyrir fagurkera Húsgögn - Gjafavörur, B&G postulín matar- og kaffistel...
Trúlofunar- og giftingarhringar í úrvali
Auk gullhringa eigum við m.a. titaniumpör á fínu verði. Sérsmíði, framleiðsla og...
Tekk skrifborð og tekk stóll
Tekk skrifborð og stóll. Lítur mjög vel út. St 119x59cm. verð kr 22.000 sa...
Antiksalan
Vöruúrval fyrir fagurkera Gjafavöru, jólaskeiðar, jólaóróar, jólaplattar, B&G po...