Gerðu tilraun til ráns á hóteli

Lögreglan hafði í nógu að snúast í alla nótt vegna ...
Lögreglan hafði í nógu að snúast í alla nótt vegna margvíslegra mála sem komu upp. mbl.is/Kristinn Magnússon

Laust fyrir miðnætti í gær var óskað eftir aðstoð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna karls og konu sem reyndu að að ræna tölvu af starfsmanni hótels í miðborg Reykjavíkur með því að ógna honum með hnífi.

Voru þau handtekin skömmu síðar. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar voru þau bæði í talsvert annarlegu ástandi sökum fíkniefnaneyslu. Karlmaðurinn var með hníf og meint fíkniefni meðferðis við handtöku. Voru þau bæði vistuð í fangaklefa vegna málsins.

Rétt fyrir klukkan 1 í nótt var svo óskað eftir aðstoð lögreglu vegna stimpinga milli tveggja karlmanna í miðbænum. Var málið afgreitt á vettvangi, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar.

Dagbókin er reyndar þétt eftir nóttina og morguninn og greinilegt að lögregla hefur haft í nógu að snúast. 

Öskraði og barði hús að utan

Um hálf tvö í nótt var tilkynnt um karlmann í annarlegu ástandi sem var öskrandi og að berja á glugga á heimili í miðbæ Reykjavíkur. Fundust á honum meint kannabisefni og var hann handtekinn í kjölfarið þar sem hann var í talsvert annarlegu ástandi. Var hann vistaður í fangaklefa.

Rétt fyrir fjögur í nótt var tilkynnt um bifreið sem var ekið nokkuð greitt á móti umferð á Kringlumýrarbraut. Um klukkustund seinna var tilkynnt um sömu bifreið sem hafði oltið á Sæbraut. Voru karlmaður og piltur handteknir nokkuð frá vettvangi þar sem þeir höfðu farið af vettvangi og voru þeir báðir í annarlegu ástandi m.a. vegna ölvunar. Voru þeir fluttir á slysadeild Landspítalans í Fossvogi til skoðunar og aðhlynningar. Að því loknu voru þeir vistaðir í fangaklefa vegna málsins.

Klukkan 6.30 í morgun var tilkynnt um eignaspjöll sem unnin höfðu verið á bifreið í hverfi 105.

Rétt eftir klukkan 7 í morgun var óskað eftir aðstoð lögreglunnar vegna áttatíu svínaskrokka sem féllu af flutningabifreið á gatnamótum Sæbrautar og Reykjanesbrautar. Loka þurfti tímabundið fyrir umferð á meðan skrokkarnir voru fjarlægðir og unnið var að hreinsun.

Klukkan 10.24 var tilkynnt um umferðaróhapp á Hringbraut þar sem bifreið var ekið á vegrið. Ekki var um að ræða slys á fólki.

 Seint í gærkvöldi var tilkynnt um tvo karlmenn sem væru að vinna skemmdir á bifreið í Hafnarfirði. Þegar lögreglan kom á vettvang kom í ljós að þarna var um að ræða eiganda bifreiðarinnar sem var að eigin sögn  að undirbúa bifreiðina til niðurrifs og eyðingar.

Bílar skemmdust vegna hola í vegi

Og verkefni lögreglunnar eru af ýmsum toga.

Um klukkan hálf þrjú í nótt óskaði ökumaður eftir aðstoð lögreglu vegna skemmda sem urðu á hjólbörðum bíls hans eftir að hann ók ofan í holu á vegi í Kópavogi. Í morgun barst svo sambærileg tilkynning frá öðrum ökumanni í Kópavogi sem var þó að aka um aðra götu.

 

mbl.is

Innlent »

Gæslan í Laugardal betri í kvöld

Í gær, 23:30 „Auðvitað eru alltaf einhverjir sem eru að drekka en meginparturinn af öllum unglingum sem eru þarna inni eru bara í þeim tilgangi að hlusta á góða tónlist og fara svo heim,“ segir Þórhildur Rafns Jónsdóttir deildarstjóri unglingastarfs hjá frístundamiðstöðinni Kringlumýri. Meira »

„Kjöraðstæður fyrir unglingadrykkju“

Í gær, 21:52 Varaformaður foreldrafélags Laugalækjarskóla segir að aðstandendum tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice hafi mistekist að standa við gefin loforð þess efnis að sporna við unglingadrykkju á hátíðinni. Meira »

Las á íslensku fyrir börnin í Rússlandi

Í gær, 21:30 Ævar Þór Benediktsson, vísindamaður og rithöfundur, var nýverið í Rússlandi þar sem hann eyddi dágóðum tíma með rússneskum börnum við leik og fræðslu. Meira »

„Eins rússneskt og það getur orðið“

Í gær, 20:56 „Þetta var eins rússneskt og það getur orðið,“ segir Eyþór Jóvinsson leikstjóri um matarboð í uppsveitum Volgograd sem honum var boðið í. Eyþór gistir hjá rússneskri stelpu í Volgograd á meðan dvöl hans í Rússlandi stendur yfir. Meira »

Tryggingamiðstöðin býður í Lykil

Í gær, 20:48 Tryggingamiðstöðin hf. (TM) hefur sett fram skuldbindandi kauptilboð í alla hluti í Lykli fjármögnun hf. Frá þessu var greint í fréttatilkynningu til Kauphallarinnar síðdegis í dag. Meira »

Einstök tengslastund og slökun

Í gær, 20:30 Hin svissneska Valerie Gaillard býður upp á vatnsmeðferðarnámskeið fyrir börn í Lágafellslaug í Mosfellsbæ um næstu helgi. Þar gefst foreldrum, ömmum, öfum eða öðrum tækifæri til að koma með börn og njóta nús. Meira »

Jarðskjálfti í öskju Öræfajökuls

Í gær, 18:34 Jarðskjálfti af stærð 2,7 mældist í öskju Öræfajökuls á tólfta tímanum í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni fylgdu nokkrir minni skjálftar í kjölfarið. Meira »

„Nígería skreið yfir Íslendinga“

Í gær, 18:15 Leikurinn gegn Nígeríu á Volgograd Arena fór ekki á þann veg sem Íslendingar hefðu kosið. Margir á Twitter eru daprir vegna úrslitanna, en þó vitum við flest að enn er von og Íslandi gæti farið áfram úr D-riðlinum með sigri gegn Króatíu í Rostov á þriðjudag. Meira »

„Við sitjum ekki í Rostov!“

Í gær, 18:13 Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir og Ómar Ingi Bragason eru stödd í Volgograd en þau hafa fylgt landsliðinu eftir í fyrstu tveimur leikjunum og ætla sér nú til Rostov í síðasta leik landsliðsins í riðlakeppninni. Þau segja gaman í Rússlandi þrátt fyrir tap. Meira »

Berdreymin kona vann 36 milljónir

Í gær, 18:05 Konu á besta aldri sem hafði lottað fyrir síðasta laugardag dreymdi um helgina að hún hefði unnið stóra vinninginn. Hún ákvað því að fara á sölustað í vikunni til að láta skoða miðann. Þar fékk hún hins vegar þau svör að ekki væri hægt að greiða vinninginn á staðnum þar sem upphæðin væri of há. Meira »

Birkir Már hlaðinn lofi á Twitter

Í gær, 15:57 Þjóðin fylgdist spennt með fyrri hálfleiknum í leik Íslands og Nígeríu. Margir gáfu sér þó tíma til að taka augun af skjánum annað veifið og tísta um það sem fyrir augu bar í Volgograd eða annað tengt leiknum mikilvæga. Meira »

Fjölmenni í Hljómskálagarðinum

Í gær, 15:49 Það viðrar ágætlega til fótboltaáhorfs og stuðningsmenn Íslands hafa fjölmennt í Hljómskólagarðinn til að fylgjast með leik Íslands og Nígeríu á HM í fótbolta. Meira »

Gylfi Ólafsson nýr forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða

Í gær, 15:45 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur skipað Gylfa Ólafsson forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Í tilkynningu frá velferðarráðuneytinu segir að ákvörðun ráðherra sé í samræmi við niðurstöðu lögskipaðrar nefndar sem metur hæfni umsækjenda um stöður forstjóra heilbrigðisstofnana. Meira »

Dagur mættur til Volgograd

Í gær, 13:56 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, er kominn til Volgograd til þess að horfa á leik Íslands og Nígeríu, en hann var einnig á leik Íslands og Argentínu í Moskvu síðustu helgi. Meira »

Íslendingar mættir á völlinn

Í gær, 13:46 Fyrstu Íslendingarnir eru mættir á Volgograd Arena þar sem leikur Íslands á móti Nígeríu mun fara fram klukkan 15 í dag. Glampandi sól er í Volgograd og hitinn er í kringum 32 stig. Meira »

Víða mikil stemning vegna leiksins

Í gær, 13:36 Sannkölluð hátíðarstemning hefur verið víða á höfuðborgarsvæðinu í dag vegna leiks Íslands og Nígeríu á HM í knattspyrnu. Bláar landsliðstreyjur, íslenskir fánar, víkingahorn og sólgleraugu með íslenska fánanum voru ósjaldgæf sjón auk þess sem mikil gleði ríkti hjá flestum. Meira »

Sjálfstæðismenn una niðurstöðunni

Í gær, 13:32 Sjálfstæðisflokkurinn í Vestmannaeyjum mun ekki áfrýja úrskurði kjörnefndar, sem tók fyrir kæru flokksins, til dómsmálaráðuneytisins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum. Flokkurinn kærði talningu bæjarstjórnarkosninganna í síðasta mánuði en einungis vantaði fimm atkvæði upp á að flokkurinn næði sínum fimmta bæjarfulltrúa og héldi meirihluta í bænum. Meira »

Framkvæmdastjóri kærður fyrir fjárdrátt

Í gær, 13:12 Stjórn ADHD-samtakanna hefur kært Þröst Emilsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra til lögreglu en hann er grunaður um að hafa dregið sér fé. Grunur leikur á um að fjárhæðirnar séu verulegar og ekki talinn vafi um að Þröstur hafi misnotað aðstöðu sína. Meira »

Vara við ferðum um Svínafellsjökul

Í gær, 13:06 Vegna mögulegra skriðufalla við Svínafellsjökul vara Almannavarnir við ferðum um jökulinn og er aðilum í ferðaþjónustu ráðlagt að fara ekki með hópa um svæðið. Gróft mat gerir ráð fyrir að efnið sem er að hreyfast á svæðinu sé um 60 milljónir rúmmetrar. Meira »
Lok á heita potta
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá fjölmargar gerðir á: http://www.sogem-sa.com/stairs Sími 615 1750 Sjá einni...
OZONE lofthreinsun tæki til leigu.
Rekur þú hótel/gistihús,þetta tæki eyðir allri ólykt m.a. af raka-myglu-og reyk....