Gerðu tilraun til ráns á hóteli

Lögreglan hafði í nógu að snúast í alla nótt vegna ...
Lögreglan hafði í nógu að snúast í alla nótt vegna margvíslegra mála sem komu upp. mbl.is/Kristinn Magnússon

Laust fyrir miðnætti í gær var óskað eftir aðstoð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna karls og konu sem reyndu að að ræna tölvu af starfsmanni hótels í miðborg Reykjavíkur með því að ógna honum með hnífi.

Voru þau handtekin skömmu síðar. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar voru þau bæði í talsvert annarlegu ástandi sökum fíkniefnaneyslu. Karlmaðurinn var með hníf og meint fíkniefni meðferðis við handtöku. Voru þau bæði vistuð í fangaklefa vegna málsins.

Rétt fyrir klukkan 1 í nótt var svo óskað eftir aðstoð lögreglu vegna stimpinga milli tveggja karlmanna í miðbænum. Var málið afgreitt á vettvangi, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar.

Dagbókin er reyndar þétt eftir nóttina og morguninn og greinilegt að lögregla hefur haft í nógu að snúast. 

Öskraði og barði hús að utan

Um hálf tvö í nótt var tilkynnt um karlmann í annarlegu ástandi sem var öskrandi og að berja á glugga á heimili í miðbæ Reykjavíkur. Fundust á honum meint kannabisefni og var hann handtekinn í kjölfarið þar sem hann var í talsvert annarlegu ástandi. Var hann vistaður í fangaklefa.

Rétt fyrir fjögur í nótt var tilkynnt um bifreið sem var ekið nokkuð greitt á móti umferð á Kringlumýrarbraut. Um klukkustund seinna var tilkynnt um sömu bifreið sem hafði oltið á Sæbraut. Voru karlmaður og piltur handteknir nokkuð frá vettvangi þar sem þeir höfðu farið af vettvangi og voru þeir báðir í annarlegu ástandi m.a. vegna ölvunar. Voru þeir fluttir á slysadeild Landspítalans í Fossvogi til skoðunar og aðhlynningar. Að því loknu voru þeir vistaðir í fangaklefa vegna málsins.

Klukkan 6.30 í morgun var tilkynnt um eignaspjöll sem unnin höfðu verið á bifreið í hverfi 105.

Rétt eftir klukkan 7 í morgun var óskað eftir aðstoð lögreglunnar vegna áttatíu svínaskrokka sem féllu af flutningabifreið á gatnamótum Sæbrautar og Reykjanesbrautar. Loka þurfti tímabundið fyrir umferð á meðan skrokkarnir voru fjarlægðir og unnið var að hreinsun.

Klukkan 10.24 var tilkynnt um umferðaróhapp á Hringbraut þar sem bifreið var ekið á vegrið. Ekki var um að ræða slys á fólki.

 Seint í gærkvöldi var tilkynnt um tvo karlmenn sem væru að vinna skemmdir á bifreið í Hafnarfirði. Þegar lögreglan kom á vettvang kom í ljós að þarna var um að ræða eiganda bifreiðarinnar sem var að eigin sögn  að undirbúa bifreiðina til niðurrifs og eyðingar.

Bílar skemmdust vegna hola í vegi

Og verkefni lögreglunnar eru af ýmsum toga.

Um klukkan hálf þrjú í nótt óskaði ökumaður eftir aðstoð lögreglu vegna skemmda sem urðu á hjólbörðum bíls hans eftir að hann ók ofan í holu á vegi í Kópavogi. Í morgun barst svo sambærileg tilkynning frá öðrum ökumanni í Kópavogi sem var þó að aka um aðra götu.

 

mbl.is

Innlent »

Krefst gagna frá Isavia

10:15 Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur óskað eftir því að Isavia láti nefndinni í té „trúnaðargögn“ um mánaðarlegan farþegafjölda og sætanýtingu hvers flugrekanda sem fór um Keflavíkurflugvöll árið 2017 vegna kæru vefmiðilsins Túrista til úrskurðarnefndarinnar. Meira »

Eldur í bíl við Helguvík

10:09 Eldur kom upp í kyrrstæðri og mannlausri bifreið í nágrenni Helguvíkur í gær. Brunavarnir Suðurnesja slökktu eldinn en bifreiðin er gjörónýt. Bifreiðin hafði bilað og var því skilin eftir í vegkantinum. Meira »

Eldislax hefði náð að hrygna í haust

09:24 Eldislax sem veiddist í Eyjafjarðará í byrjun mánaðarins var að því kominn að hrygna og hefði líklega náð því í haust. Þetta kemur fram í máli Guðna Bergssonar, sviðsstjóra og sérfræðings ferskvatnsfiska hjá Hafrannsóknastofnun, í Fréttablaðinu í dag. Meira »

Bein aðför að smábátaútgerð

08:48 Formenn þriggja svæðisfélaga Landssambands smábátaeigenda hafa harðlega gagnrýnt tillögur um að banna handfæraveiðar á tilteknum svæðum í Faxaflóa og Breiðafirði. Meira »

Nýjar íbúðir kosta 51 milljón að meðaltali

08:36 Fjórtán prósent allra íbúðaviðskipta á almennum markaði fyrstu sjö mánuði ársins voru vegna nýbygginga, samanborið við þrjú prósent árið 2010. Þegar síðasta uppsveifla náði hámarki árið 2007 var hlutfallið 18 prósent. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri greiningu húsnæðissviðs Íbúðalánasjóðs (ÍLS) um markað með nýjar íbúðir. Meira »

Viljum halda við þjóðlegri matarhefð

08:18 „Við tökum lítið núna, bara rétt til að fá bragðið. Við höfum gaman af þessu og viljum reyna að halda við þjóðlegri matarhefð. Unga fólkið er svolítið tregt að borða þetta en finnst gott að smakka þegar það fær slátrið nýtt upp úr pottinum.“ Meira »

Slydda eða snjókoma fyrir norðan

08:13 Útlit er fyrir slyddu eða snjókomu norðanlands í dag, en rigningu eða slyddu á Austurlandi, en snjókomu á heiðum. Á Suðurlandi verður að mestu þurrt, en ekki eins bjart og í gær. Þetta er meðal þess sem kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings um veðurhorfur á landinu næstu daga. Meira »

Nýtt myndver RÚV kostar 184 milljónir

08:02 Sjónvarpsfréttir Ríkisútvarpsins verða sendar út í nýju fréttamyndveri í kvöld og tekur það við af myndveri sem hefur verið í notkun síðustu átján ár. Áætlaður kostnaður við nýja myndverið er 184 milljónir. Meira »

Færir Guðna dagbækurnar

07:57 Margrét Þórhildur Danadrottning mun færa Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, prentaða útgáfu af dagbókum afa síns, Kristjáns X. Danakonungs, þegar hún heimsækir landið hinn 1. desember næstkomandi í tilefni af aldarafmæli fullveldisins. Meira »

Rými fært frá bílum aftur til fólksins

07:43 Fyrir tveimur árum var ákveðið að ráðast í nokkuð róttækar breytingar á skipulagi á hluta Eixample-svæðisins í Barcelona og fékk verkefnið nafnið „superblocks“. Silvia Casorrán, ábyrgðarmaður hjólreiðamála í Barcelona, segir verkefnið hafa bætt öryggi í hverfinu og þá hafi líf á götunum aukist mikið. Meira »

Leggur til átak gegn veggjakroti

07:37 Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði til allsherjarátak í að hreinsa veggjakrot í borginni í umhverfisráði í vikunni. Meira »

Passaði hvergi inn

06:48 Son­ur þeirra framdi sjálfs­víg rúm­lega þrítug­ur eft­ir að hafa glímt við fíkn og geðræn veik­indi. Hann var eitt af þess­um börn­um sem hvergi pössuðu inn, hvorki í skóla né ann­ars staðar. Meira »

Mikið útstreymi CO2 ekki merki um gos

06:25 Mikið útstreymi koltvísýrings (CO2) úr Kötlu er ekki vísbending um yfirvofandi gos. Þetta kemur fram í færslu Magnúsar Tuma Guðmundssonar, prófessors í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Hann segir nokkurs misskilnings hafa gætt í fréttaflutningi af miklu útstreymi koltvísýrings úr Kötlu í kjölfar greinar Evgeníu Ilyinskayu og samstarfsfólks í tímaritinu Geophysical Research Letters um útstreymi koltvísýrings. Meira »

Kettir nú leyfðir í bænum

05:30 Síðastliðinn miðvikudag var ákveðið að heimila lausagöngu katta í þéttbýli í Norðurþingi, en hún hefur frá árinu 2008 verið óheimil í sveitarfélaginu. Breytingin var samþykkt á sveitarstjórnarfundi með sex atkvæðum gegn þremur. Meira »

Stjórnvöld hugi að innviðum

05:30 Sigurður R. Ragnarsson, forstjóri Íslenskra aðalverktaka, segir í samtali við Vinnuvélablað Morgunblaðsins að byggingariðnaðurinn sé að taka við sér eftir að hafa farið illa út úr hruninu. Meira »

Er trú mínum stjórnarsáttmála

05:30 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, segist engar athugasemdir gera við að tveir þingmenn VG geri athugasemdir við fyrirhugaðar heræfingar Atlantshafsbandalagsins (NATO) hér á landi í október og nóvember, en sé trú sínum stjórnarsáttmála. Meira »

Fyrsti vetrarsnjórinn í Esjunni

05:30 Íbúar höfuðborgarsvæðisins gátu séð í gærmorgun að snjóað hafði í Esjunni, og var þetta fyrsta vetrarfölið í fjallinu í haust. Meira »

Uppskeran þriðjungi minni

05:30 „Þetta er frekar dapurt. Vantar 30 til 35% upp á meðaluppskeru,“ segir Óskar Kristinsson, kartöflubóndi í Þykkvabæ.   Meira »

Vatnið úr göngunum nýtt

05:30 Norðurorka hf. á Akureyri vinnur nú að því í samvinnu við Vaðlaheiðargöng hf. að beisla kalda vatnið sem sprettur fram úr misgengi inni í jarðgöngunum í gegnum Vaðlaheiði. Meira »
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
KRISTALS LJÓSAKRÓNUR í Glæsibær
Glæsilegar kristalsljósakrónur fyrir falleg heimili. Handskornar kristalsljósak...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
INTENSIVE ICELANDIC,ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: AUTUMN/HAUST: START/B...