Gerðu tilraun til ráns á hóteli

Lögreglan hafði í nógu að snúast í alla nótt vegna ...
Lögreglan hafði í nógu að snúast í alla nótt vegna margvíslegra mála sem komu upp. mbl.is/Kristinn Magnússon

Laust fyrir miðnætti í gær var óskað eftir aðstoð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna karls og konu sem reyndu að að ræna tölvu af starfsmanni hótels í miðborg Reykjavíkur með því að ógna honum með hnífi.

Voru þau handtekin skömmu síðar. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar voru þau bæði í talsvert annarlegu ástandi sökum fíkniefnaneyslu. Karlmaðurinn var með hníf og meint fíkniefni meðferðis við handtöku. Voru þau bæði vistuð í fangaklefa vegna málsins.

Rétt fyrir klukkan 1 í nótt var svo óskað eftir aðstoð lögreglu vegna stimpinga milli tveggja karlmanna í miðbænum. Var málið afgreitt á vettvangi, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar.

Dagbókin er reyndar þétt eftir nóttina og morguninn og greinilegt að lögregla hefur haft í nógu að snúast. 

Öskraði og barði hús að utan

Um hálf tvö í nótt var tilkynnt um karlmann í annarlegu ástandi sem var öskrandi og að berja á glugga á heimili í miðbæ Reykjavíkur. Fundust á honum meint kannabisefni og var hann handtekinn í kjölfarið þar sem hann var í talsvert annarlegu ástandi. Var hann vistaður í fangaklefa.

Rétt fyrir fjögur í nótt var tilkynnt um bifreið sem var ekið nokkuð greitt á móti umferð á Kringlumýrarbraut. Um klukkustund seinna var tilkynnt um sömu bifreið sem hafði oltið á Sæbraut. Voru karlmaður og piltur handteknir nokkuð frá vettvangi þar sem þeir höfðu farið af vettvangi og voru þeir báðir í annarlegu ástandi m.a. vegna ölvunar. Voru þeir fluttir á slysadeild Landspítalans í Fossvogi til skoðunar og aðhlynningar. Að því loknu voru þeir vistaðir í fangaklefa vegna málsins.

Klukkan 6.30 í morgun var tilkynnt um eignaspjöll sem unnin höfðu verið á bifreið í hverfi 105.

Rétt eftir klukkan 7 í morgun var óskað eftir aðstoð lögreglunnar vegna áttatíu svínaskrokka sem féllu af flutningabifreið á gatnamótum Sæbrautar og Reykjanesbrautar. Loka þurfti tímabundið fyrir umferð á meðan skrokkarnir voru fjarlægðir og unnið var að hreinsun.

Klukkan 10.24 var tilkynnt um umferðaróhapp á Hringbraut þar sem bifreið var ekið á vegrið. Ekki var um að ræða slys á fólki.

 Seint í gærkvöldi var tilkynnt um tvo karlmenn sem væru að vinna skemmdir á bifreið í Hafnarfirði. Þegar lögreglan kom á vettvang kom í ljós að þarna var um að ræða eiganda bifreiðarinnar sem var að eigin sögn  að undirbúa bifreiðina til niðurrifs og eyðingar.

Bílar skemmdust vegna hola í vegi

Og verkefni lögreglunnar eru af ýmsum toga.

Um klukkan hálf þrjú í nótt óskaði ökumaður eftir aðstoð lögreglu vegna skemmda sem urðu á hjólbörðum bíls hans eftir að hann ók ofan í holu á vegi í Kópavogi. Í morgun barst svo sambærileg tilkynning frá öðrum ökumanni í Kópavogi sem var þó að aka um aðra götu.

 

mbl.is

Innlent »

Læknafélagið telur þróunina varasama

19:26 Læknafélag Íslands (LÍ) hefur lýst yfir miklum áhyggjum yfir stöðu heilsugæslunnar á landsbyggðinni.  Meira »

„Katastrófa“ ef verktakalæknar hætta

19:18 Svokallaðir verktakalæknar frá greitt á bilinu 150 til 175 þúsund krónur á dag fyrir störf sín hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Fer það eftir menntun læknisins hversu há laun hann fær. Meira »

Sakar bílstjóra um ofbeldi

19:09 Farþegi ferðaþjónustu fatlaðra, Lilja Ragnhildur Oddsdóttir, segir bílstjóra ferðaþjónustu fatlaðra hafa beitt hana ofbeldi er hún var farþegi í bifreið hans. Meira »

Björt óhress með heilbrigðisnefndir

18:58 Björt Ólafsdóttir segir það vera mikil vonbrigði að heilbrigðiseftirlitið geri það ómögulegt fyrir veitingahúsarekendur að leyfa hunda eða ketti inni á sínum stöðum, en reglugerð sem hún innleiddi í fyrra átti að gera þeim það kleift. Meira »

Fjölbreytnin gerir hvern dag spennandi

18:37 Steinunn Eik Egilsdóttir er Skagastelpa í húð og hár, sem hefur ferðast vítt og breitt um heiminn. Eftir að hafa lokið grunnnámi í arkitektúr við LHÍ, uppgerð gamalla húsa í Reykjavík og skrásetningu eyðibýla í íslenskum sveitum, lá leið hennar í framhaldsnám í arkitektúr í Oxford í Englandi. Meira »

Þrennt í varðhaldi vegna kókaíns

18:20 Tveir karlar og ein kona voru í Héraðsdómi Reykjaness í dag úrskurðuð í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við rannsókn hennar á innflutningi á um 600 grömmum af kókaíni. Meira »

Fjögurra ára fangelsi fyrir nauðgun

17:50 Héraðsdóm­ur Reykjavíkur hef­ur dæmt karl­mann á fer­tugs­aldri, Þórð Juhasz, í fjögurra ára fang­elsi fyr­ir að hafa nauðgað stúlku árið 2016. Hann hef­ur einnig verið dæmd­ur til að greiða henni 1,6 milljónir króna í bætur. Komst hann í samband við stúlkuna í gegnum samskiptamiðilinn Snapchat. Meira »

Þarf að hækka laun til að auka nýliðun

18:00 „Laun leikskólakennara þurfa og eiga að vera hærri ef takast á að auka nýliðun. Það er því miður svo að menntun á Íslandi er almennt ekki metin nægilega vel til launa,“ segir Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, í skriflegu svari til mbl.is, spurður um laun starfsstéttarinnar. Meira »

Icelandair sýknað í héraðsdómi

17:34 Icelandair hefur verið sýknað af kröfu konu um bætur og vangoldin laun upp á rúmar tvær milljónir króna vegna þess að hún fékk ekki starf hjá flugfélaginu sem flugliði vegna þess að hún er flogaveik. Meira »

HÚ-inu hefur ekki verið hafnað

17:05 Samkvæmt upplýsingum frá Einkaleyfastofunni hefur ekki enn verið sótt um skráningu á vörumerkinu HÚ! Skráningu þess hefur því ekki verið hafnað. Orðið er hluti af samnefndri teikningu Hugleiks Dagssonar sem prentuð hefur verið á boli frá árinu 2016 og þeir seldir í vefversluninni Dagsson.com. Meira »

17 mánuðir fyrir ítrekuð brot

17:02 Landsréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms um að svipta karlmann á fertugsaldri ökurétti ævilangt og að hann skuli sæta fangelsi í 17 mánuði. Maðurinn var sakfelldur fyrir umferðarlagabrot með því að hafa ekið bifreið sviptur ökurétti og undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Meira »

Vélinni snúið við eftir flugtak

16:57 Flugvél WOW air á leið frá París til Keflavíkur þurfti að snúa aftur til lendingar eftir að hafa tekið á loft vegna viðvörunar um opinn hlera eða hurð. Meira »

Svæði á Skógaheiði lokað

16:54 Umhverfisstofnun hefur gripið til skyndilokunar svæðis á Skógaheiði vegna aurbleytu frá og með morgundeginum, 24. mars.  Meira »

Hjólasöfnun hleypt af stokkunum

16:36 Hjólasöfnun Barnaheilla – Save the Children á Íslandi var hleypt af stokkunum um hádegisbil í dag í Sorpu á Sævarhöfða. Friðrik Dór Jónsson tónlistarmaður afhenti fyrstu hjólin í söfnunina og hvatti með því aðra til að láta gott af sér leiða með þeim hætti og koma hjólum sem ekki eru í notkun til þeirra sem hafa not fyrir þau. Meira »

Áfram í haldi vegna grófra brota

15:16 Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms í máli stuðningsfulltrúa sem er grunaður um að hafa beitt börn grófu kynferðisofbeldi. Maðurinn skal sæta varðhaldi til 13. apríl. Meira »

Tekist á um kosningaaldur á þingi

16:45 Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokks lét að því liggja í ræðu sinni áðan að þeir sem berðust fyrir því að frumvarp um lækkun kosningaaldurs færi óbreytt í gegn væru helst þeir sem teldu sig geta grætt pólitískt á því. Meira »

Tilnefna forvitnislegar kynlífslýsingar

16:07 Rauða hrafnsfjöðrin, verðlaun fyrir forvitnilegustu kynlífslýsingu ársins í íslenskum bókmenntum, verður veitt á aðalfundi Lestrarfélagsins Krumma 6. apríl næstkomandi. Það verður í tólfta sinn sem viðurkenningin er veitt. Meira »

Of stutt í kosningar til breytinga

14:13 Samband íslenskra sveitarfélaga benti stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis á það í gær að Evrópuráðið ráðleggi almennt að ekki skuli breyta kosningalöggjöf einu ári fyrir kosningar, að því er segir í frétt á vefsíðu sambandsins. Meira »
Múrari
Múrari: Lögg. múrarameistari getur bætt við sig verkefnum, múrverk, flísalag...
Kerra til sölu, vel með farin
Létt og þægileg með sturtubúnaði, Easyline 105. kr. 65000.- Uppl. 8691204...
Sumardekk 15 tommu
Ágætis sumardekk til sölu. 195/60R15 Verðhugmynd 22. þús Hægt að hafa sam...
 
Íbúar í breiðholti
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna í Skóga- o...
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...