Háar dagsektir vegna rafvagna

Strætó notar enn eldri vagna sem áttu að vera komnir …
Strætó notar enn eldri vagna sem áttu að vera komnir úr notkun. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Strætó bs. reiknar 50 þúsund króna sektir á vagn á kínverska rafbílaframleiðandann Yutong Eurobus fyrir hvern dag sem afhending strætisvagna frá fyrirtækinu dregst.

Strætó hefur samið við kínverska fyrirtækið um kaup á 13 rafmagnsstrætisvögnum fyrir samtals 880 milljónir króna. Áttu níu þeirra að afhendast á síðasta ári en enginn þeirra er kominn til landsins.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunlaðinu í dag segir Jóhannes Rúnarsson, forstjóri Strætó, að upphæð dagsektanna standi í um það bil 110 milljónum króna. Hugsanlega verði þó samið um þessa fjárhæð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert