Lítið næði til loðnuveiða vegna veðurs

Á sunnudag var loðnu landað á Fáskrúðsfirði úr Hoffelli SU, …
Á sunnudag var loðnu landað á Fáskrúðsfirði úr Hoffelli SU, en einnig norskum og færeyskum skipum. mbl.is/Albert Kemp.

Íslensk, færeysk og grænlenskt loðnuskip voru í gær að veiðum út af Vík, en lítið næði hefur verið til veiða þar vegna veðurs síðan á sunnudag og veðurútlit er ekki gott í vikunni.

Þokkalegur afli fékkst fyrir suðurströndinni fyrir helgi, en skipin hafa veitt fyrir manneldisvinnslu, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Rannsóknarskipið Árni Friðriksson var í gær norður af Horni eftir að hafa verið við loðnumælingar fyrir Norðurlandi síðustu vikuna. Meðal annars var farið inn á Öxarfjörð og Skjálfanda í síðustu viku, þar sem Norðmenn hafa verið að veiðum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert