Óskar eftir aðstoð vegna barnaníðinga

Lögreglustöðin við Hlemm.
Lögreglustöðin við Hlemm. mbl.is/Golli

Evrópulögreglan (Europol) hefur beðið almenning um að skoða myndir sem eru á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í tilkynningunni segir að hlutir eða staðir á myndunum geti leitt yfirvöld á sporið í málum er varðar alvarleg brot gagnvart börnum.

„Ef þú kannast við eitthvað, vinsamlegast fylgdu upplýsingunum í meðfylgjandi hlekk,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert