Rafmagnslaust í Grindavík í nótt

Grindavík. Rafmangslaust var í Grindavík í nótt vegna truflana í …
Grindavík. Rafmangslaust var í Grindavík í nótt vegna truflana í flutningskerfi. Mynd úr safni. mbl.is/Sigurður Bogi

Rafmagn fór af Grindavík um þrjúleytið í nótt, eftir að truflun varð í flutningskerfinu á Reykjanesi og varði rafmagnsleysið í nokkra klukkutíma.

Í frétt á vef Landsnets segir að ástæða bilunarinnar hafi verið bilaður eldingarvari á Fitjalínu, sem liggur á milli Fitja og Rauðamels. Viðgerð í Fitjum hófst strax í nótt og var henni lokið rétt fyrir klukkan átta í morgun.

„Undanfarin ár hefur Landsnet verið að vinna að lagningu Suðurnesjalínu 2, í þeim tilgangi að auka afhendingaröryggi raforku á Suðurnesjum,“ segir í fréttinni. En í dag liggur aðeins ein lína frá Hafnarfirði til Suðurnesja og „því ekki hægt að tryggja afhendingaröryggi á svæðinu þegar um truflun eða bilun eins og í nótt er að ræða.“

Drög að matsáætlun vegna Suðurnesjalínu 2 séu hins vegar búin að vera í kynningu og er athugasemdafrestur nýliðinn og stendur nú yfir vinna úr þeim ábendingum sem bárust.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert