Skylda Hörpu að sækja milljónirnar 35

Lögmaður Hörpu segir nauðsynlegt að fá milljónirnar 35 inn í ...
Lögmaður Hörpu segir nauðsynlegt að fá milljónirnar 35 inn í uppgjör tónleikanna. mbl.is/Árni Sæberg

„Það eru þarna 35 milljónir sem hafa farið í þennan ágæta umboðsmann og hans fyrirtæki. Við verðum auðvitað að komast að því hvað varð um þessa fjármuni og ég trúi nú ekki öðru en að þetta greiðist til baka,“ segir Baldvin Björn Haraldsson, lögmaður tónlistarhússins Hörpu.

Í gærdag fór fram málflutningur vegna frávísunarkröfu Kára Sturlusonar og félags hans KS Productions fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Harpa stefndi Kára og fyrirtæki hans í byrjun nóvember, þar sem Kári endurgreiddi ekki 35 milljón króna fyrirframgreiðslu sem hann fékk af miðasölutekjum vegna tónleika Sigur Rósar sem fram fóru í desember. Einhverjar eignir Kára hafa þegar verið kyrrsettar vegna málsins, en Harpa þarf að höfða staðfestingarmál til þess að fá kyrrsetninguna staðfesta.

Í umfjöllun Fréttablaðsins um málflutninginn í dómsal í gær kemur fram að lögmaður Kára, Steinbergur Finnbogason hafi farið fram á frávísun á kyrrsetningarkröfunni með vísan í vanreifan og óskýrðar kröfur.

Baldvin Björn segist verða „afar vonsvikinn“ ef dómurinn fellst á röksemdir verjandans í málinu.

Óuppgerðir hlutir á milli Kára og Sigur Rósar skipti ekki máli hér

Hann segir jafnframt sérkennilegt að Kári sé tilbúinn að eyða fjármunum í lögmann til að verja sig fyrir því að þessir fjármunir komi til baka, í stað þess að semja um greiðslur.

„Það er eitthvað tal um að það séu einhverjir óuppgerðir hlutir á milli Sigur Rósar og hans, en það kemur þessu máli bara ekkert við. Það þarf að fá þetta fyrst inn í uppgjörið á tónleikunum og síðan geta menn tekist á um það, þeir aðilar, hvort það séu einhverjir óuppgerðir hlutir í þeirra samstarfi. Ég hef ekki hugmynd um það,“ segir Baldvin Björn.

Hann segir að þegar Sigur Rós hafi rift sínu samstarfi við Kára þá hafi legið fyrir að hann væri ekki að fara undirbúa tónleikana.  

„Þar af leiðandi hafði ekkert annað við þessa fjármuni að gera annað en að skila þeim inn í uppgjörið á tónleikunum,“ segir Baldvin, en fyrirframgreiðslan til Kára hafði verið veitt í því trausti að hann myndi nota peningana til þess að undirbúa tónleikana.

Aðspurður segir Baldvin Björn að svo sé alltaf þegar Harpa greiði tónleikahöldurum fyrirfram af miðasöluverði.

„Ég veit ekkert hvar þessir peningar eru eða hvernig þeim hefur verið ráðstafað. Við viljum bara fá þá inn aftur og ef það eru einhverjar eignir sem við þurfum að sækja til að reyna að ná upp í þessa kröfu þá gerum við það að sjálfsögðu. Það er bara skylda Hörpu að reyna að ganga eftir því,“ segir Baldvin Björn.

Fréttin hefur verið uppfærð:
Áður sagði að Kári hefði verið umboðsmaður Sigur Rósar frá árinu 2005. Það er ekki rétt, samkvæmt ábendingu sem barst frá meðlim sveitarinnar.

Kári hefur hins vegar starfað með hljómsveitinni sem aðstoðarmaður og stundum sem tónleikahaldari, en hefur engan samning né umboð frá sveitinni.


mbl.is

Innlent »

Strætókortafalsari tekinn í Leifsstöð

13:20 Lögreglumenn í flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum handtóku í fyrrinótt karlmann sem var að koma með flugi frá Varsjá í Póllandi. Að sögn lögreglu var maðurinn með 50 íslensk níu mánaða strætókort í fórum sínum, sem eru metin á rúmar þrjár milljónir kr. Meira »

Kúrdar og Arabar fái kennslu á sínu máli

12:52 „Mér finnast þessir einstaklingar ekki hafa fengið nægilega skýra fræðslu og skýrar leiðbeiningar. Ég hef áhyggjur af þeim sem ekki eru á vinnumarkaði, þeim hefur ekki tekist að koma sér þangað því þeim vantar upplýsingar á sínu tungumáli,“ segir borgarfulltrúi Flokks fólksins. Meira »

Póstberi leggur fram kæru eftir hundsbit

12:18 Póstberi í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum hefur lagt fram kæru eftir að hundur beit hann nýverið þegar hann var við störf sín. Tveir hundar voru lausir við hús þar sem póstberinn var að bera út og stökk annar þeirra á hann og beit hann í magann. Meira »

RÚV á eftir að fara yfir kröfugerðina

12:14 „Við fengum þetta bréf á föstudag og eigum eftir að setjast niður og fara yfir það,“ segir Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri Ríkisútvarpsins, um formlega kröfugerð sem lögmaður Rositu YuFan Zhang, eiganda Sjanghæ-veitingastaðanna, hefur sent RÚV. Meira »

Dæmd fyrir að stela vörum fyrir 1.190 kr

12:09 Kona á þrítugsaldri var í síðustu viku dæmd í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa stolið vörum fyrir 1.198 krónur úr verslun við Laugaveg. Er dómurinn hegningarauki við tvo fyrri dóma sem konan hafði hlotið á síðasta ári vegna fíkniefnabrots, þjófnaðar og brots gegn valdstjórninni. Meira »

Umferðaróhapp á Suðurlandsvegi

11:58 Suðurlandsvegi var lokað tímabundið undir Ingólfsfjalli á tólfta tímanum vegna umferðarslyss.   Meira »

Júlíus í skilorðsbundið fangelsi

11:52 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Júlíus Vífil Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, í 10 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir peningaþvætti. Meira »

Ráðin stjórnandi Arctic Arts

11:47 Ragnheiður Skúladóttir hefur verið ráðin sem stjórnandi Listahátíðarinnar í Norður-Noregi, Arctic Arts Festival.   Meira »

Hámarksgreiðslur hækka í 600.000

11:46 Óskertar greiðslur til foreldra í fæðingarorlofi hækka úr 520.000 kr. í 600.000 kr. á mánuði frá 1. janúar 2019. Ásmundur Einar Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur undirritað reglugerð þess efnis. Meira »

N1 skiptir út olíu fyrir skipaflotann

11:45 N1 mun frá og með næstu áramótum hætta sölu á svokallaðri Marine Diesel Oil (MDO) til íslenska skipaflotans. Umrædd olíutegund hefur verið notuð á stærri skip sem kjósa að nota ekki svartolíu, en hún hefur þó 0,25% brennisteinsinnihald. Meira »

Kona fer í stríð ekki tilnefnd til Óskars

11:39 Framlag Íslands til Óskarsverðlauna í flokki kvikmynda á erlendum málum komst ekki á lista níu kvikmynda sem eiga möguleika á að verða tilnefndar til verðlaunanna 2019. Áttatíu og sjö kvikmyndir á erlendum tungumálum komu til greina við tilnefninguna. Meira »

Sérhannaður lyfjaflutningabíll til landsins

11:36 TVG-Zimsen hefur fjárfest í sérhæfðum lyfjaflutningabíl sem hannaður er útfrá ítrustu kröfum um flutning lyfja í samráði við Thermo King og SKAAB. Um er að ræða Scania P360 með sérhannaðan flutningakassa frá SKAAB og öflugri Thermo King kæli-hitavél. Meira »

Svíður að málið sé ekki klárað

10:55 „Mér finnst það dapurlegt ef menn telja sig búna að skoða öll börn vegna þess að það er ekki búið og við vitum það alveg,“ segir Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar. Meira »

Bjúgun eyðilögðust

09:42 Nokkur hundruð bjúgu eyðilögðust þegar kviknaði í reykkofa á Kvíabryggju í gær en ekkert hangikjöt líkt og mishermt var í gær. Nýr reykkofi verður byggður, samkvæmt Facebook-færslu Fangelsismálastofnunar. Meira »

Margrét tilnefnd fyrir Flateyjargátuna

09:21 Margrét Örnólfsdóttir er meðal sex handritshöfunda sem tilnefndir eru til verðlauna á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg. Tilnefninguna hlýtur hún fyrir sjónvarpsþáttaröðina Flateyjargátuna. Meira »

Íbúar beðnir um að vera vel á verði

09:10 Brotist var inn á 142 stöðum á höfuðborgarsvæðinu í nóvember og hefur innbrotatilkynningum fjölgað mikið. Hlutfallslega fjölgar innbrotum í heimahús mest. Lögreglan biður fólk um að vera vel á verði og gæta vel að verðmætum. Meira »

Framkvæmdir við varnarvirki í útboð

08:18 Fyrirhugað er að bjóða út verkframkvæmd við varnarvirki neðan Urðarbotns og Sniðgils í Norðfirði um mánaðamótin janúar/febrúar á næsta ári. Meira »

Kaupa þrjá dráttarbáta

07:57 Öflugir dráttarbátar bættust nýverið í flotann er Icetug keypti þrjá slíka frá Hollandi. Bátarnir eru 30 metrar að lengd og átta metra breiðir. Þeir hafa fengið nöfnin Herkúles, Grettir og Kolbeinn grön. Meira »

Ræða skipulag loðnurannsókna

07:37 Samráðshópur Hafrannsóknastofnunar og útgerða uppsjávarskipa hittist á fundi í vikulokin þar sem m.a. verður rætt um framhald loðnumælinga í janúar. Meira »
Vatnsafls túrbínur alla gerðir í boði
Getum útvegað allar gerðir af túrbínusettum, fáðu tilboð Er ekki kominn tími t...
Vetrardekk
Til sölu 4 stk vetrardekk,hálfslitin.205/55R16.. Verð kr 12000...Sími 8986048.....
Bækurnar að vestan slá í gegn!
Hvaða nýju bækur skyldu þetta nú vera? Brautryðjendur fyrir vestan, Að fortíð s...
Vöruúrval fyrir fagurkera
Vöruúrval fyrir fagurkera Húsgögn - Gjafavörur, B&G postulín matar- og kaffistel...