Spáir sólríkum marsmánuði

Bráðlega fer að birta til.
Bráðlega fer að birta til. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur spáir því að veður hér á landi í mars verði fremur hæglátt. Spáir hann mildum suðaustlægum vindum og að það verði sólríkt og þurrviðrasamt.

Þetta má lesa á Facebook-síðu Einars. 

„Hátt uppi í heiðhvolfinu hefur hringrás vestan vinda umhverfis norðurpólinn verið að veikjast frá því 12.-13. febrúar,“ skrifar Einar. „Þetta er afleiðing svokallaðrar skyndihlýnunar þarna uppi í um 25 km hæð. Hefur alla jafna ekki áhrif neðar í lofthjúpnum fyrr en 10 til 15 dögum síðar. Að loknum tveimur síðustu skæðu lægðunum (á miðvd. og föstud.) eru loks horfur á að skotvindurinn veikist, háloftakuldasvæðin missa styrk, fletjast út og fyrirstöðuhæðir taka að myndast.“

Skrifar Einar að í mars verði kalt á meginlandi Evrópu, jafnvel óvenjukalt. Þá verði rigningarsamt á Spáni og í Frakklandi sem og í Kaliforníu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert