Starfshópur um frjálsíþróttavöll

Í Laugardalur er eini löglegi völlurinn til að halda alþjóðleg …
Í Laugardalur er eini löglegi völlurinn til að halda alþjóðleg mót. mbl.is/Kristinn Magnússon

Borgarráð hefur samþykkt tillögu borgarstjóra þess efnis að stofnaður verði starfshópur ráðuneyta, Reykjavíkurborgar og FRÍ til að annast nauðsynlegar viðræður og undirbúning að þjóðarleikvangi fyrir frjálsar íþróttir.

Samþykktinni fylgir bréf sem Freyr Ólafsson, formaður Frjálsíþróttasambands Íslands (FRÍ), ritaði Degi B. Eggertssyni borgarstjóra hinn 5. febrúar sl. Í bréfinu segir m.a. að stjórn FRÍ telji einsýnt að skipa þurfi nú þegar starfshóp til að leita lausna á málefnum þjóðarleikvangs fyrir frjálsar íþróttir í Laugardal.

Stjórn FRÍ líti svo á að með skipan starfshóps hinn 11. janúar sl. um þjóðarleikvang fyrir knattspyrnu í Laugardal séu mannvirkjamál frjálsra íþrótta í algjörri óvissu til framtíðar. Laugardalsvöllur í núverandi mynd sem keppnisvöllur í frjálsum íþróttum verði aflagður, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert