Sveitarfélög ráði fjölda fulltrúa

Frá fundi í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Frá fundi í Ráðhúsi Reykjavíkur. mbl.is/Styrmir Kári

„Við teljum að sveitarfélögin eigi að ákveða sjálf fjölda fulltrúa í sveitarstjórn,“ segir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um frumvarp um breytingu á sveitarstjórnarlögum.

Í frumvarpinu kemur fram að sveitarfélög muni fá sjálfdæmi um það hvort fjölga eigi fulltrúum í sveitarstjórn, þó með því skilyrði að aðalmenn geti aldrei verið færri en fimm. Þar sem íbúar sveitarfélags eru færri en 2.000 skulu aðalmenn ekki vera fleiri en sjö, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Jón segir að frumvarpið sé í raun leiðrétting á gömlum lögum sem hafi staðið til að laga fyrir nokkrum mánuðum. „Þetta eru lög sem voru sett í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Það stóð til að leggja þetta fram í tíð síðustu ríkisstjórnar en það tók svolítinn tíma að fá samstarfsflokkana til að hleypa þessu í þinglega meðferð. Það tókst að lokum en það náðist ekki að klára það í vor. Síðan lagði ég málið aftur fram í haust en í kjölfar stjórnarslitanna dróst það,“ segir Jón sem er með meðflutningsmenn úr fjórum þingflokkum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert