„Takk fyrir ekkert!“

Maríanna segir engar almennilegar viðræður hjá ríkissáttasemjara um kjarasamninga hafi …
Maríanna segir engar almennilegar viðræður hjá ríkissáttasemjara um kjarasamninga hafi átt sér stað á síðustu mánuðum. Meðfylgjandi er brot úr auglýsingunni sem birtist í dag.

„Við höfum sýnt mikla biðlund. Við héldum að við værum í kjaraviðræðum en við lítum svo á að þær hafi verið frekar tilgangslausar,“ segir Maríanna Hugrún Helgadóttir, formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga, um kjaradeilu þeirra sem hefur verið á borði rík­is­sátta­semj­ara frá því í október eða síðustu sex mánuði.

„Takk fyrir ekkert!“ er yfirskrift stórrar auglýsingar frá félaginu sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Orðunum er beint til ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur þar sem gagnrýnd eru loforð ríkisstjórnarinnar um bætt vinnubrögð, samvinnu og samtöl á vinnumarkaði. 

Maríanna Hugrún Helgadóttir er formaður FÍN.
Maríanna Hugrún Helgadóttir er formaður FÍN.

Maríanna segir engar almennilegar viðræður hjá ríkissáttasemjara um kjarasamninga hafi átt sér stað á síðustu mánuðum. „Þetta hafa verið tilgangslausar viðræður. Þeir hafa ekki viljað ræða okkar kröfur. Þetta eru ekki viðræður i okkar skilningi,“ segir Maríanna. 

Næsti fundur í kjaradeilu þeirra er 22. febrúar. Í vikunni þar á eftir, 1. mars kl. 14, hefur verið boðað til félagsfundar til að fara yfir stöðuna. Spurð hvort rætt verði um mögulegt verkfall segir Maríanna að sú umræða hafi ekki enn komið upp hjá félagsmönnum en hún útilokar ekki neitt. Hins vegar vilji þau hitta ríkisstjórnina og ræða stöðu sína við hana. 

Félag íslenskra náttúrufræðinga sem er eitt að aðildarfélögum BHM var ekki tilbúið að skrifa undirkjarasamning líkt og önnur félög gerðu fyrr í þessum mánuði. Ástæðan er sú að ekki var gengið að helstu kröfu þeirra sem er á þá leið að varanleg breyting verði gerð á launatöflu þeirra um að lægstu launin verði ekki lægri en 400 þúsund krónur.  

Auglýsingin sem birtist í dag.
Auglýsingin sem birtist í dag.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert