Telja ákvörðun skipulagsnefndar ólögmæta

Vindmylla Biokraft eyðilagðist í bruna í júlí.
Vindmylla Biokraft eyðilagðist í bruna í júlí. mbl.is/Árni Sæberg

Biokraft sem á tvær vindrafstöðvar í Þykkvabæ telur að ákvörðun skipulags- og umferðarnefndar Rangárþings ytra um að synja breytingum á deiliskipulagi sem heimila stærri vindrafstöðvar sé ólögmæt.

Færir lögmaður fyrirtækisins ýmis rök fyrir þessari niðurstöðu í bréfi til sveitarfélagsins. Sveitarstjórn staðfesti ekki niðurstöðu skipulags- og umferðarnefndar á síðasta fundi heldur vísaði málinu aftur til nefndarinnar ásamt þeim gögnum og ábendingum sem borist hafa frá því málið var afgreitt frá nefndinni.

Önnur vindrafstöð Biokraft eyðilagðist í bruna á síðasta ári. Í bréfi lögmanns fyrirtækisins kemur fram að hætt sé að framleiða vindmyllur í þessari stærð og því verði það að kaupa nýjar og hærri myllur. Ekki komi annað til álita en að endurnýja þær báðar, meðal annars af þeim ástæðum að flytja þurfi krana til landsins til að reisa mylluna. Því lét fyrirtækið gera tillögur að breyttu deiliskipulagi, sem heimila nýju stöðvarnar, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert