„Það er voða góður andi í þessum kór“

Kvennakór Suðurnesja á æfingu fyrir afmælistónleikana 22. febrúar. Dagný Jónsdóttir …
Kvennakór Suðurnesja á æfingu fyrir afmælistónleikana 22. febrúar. Dagný Jónsdóttir stjórnar af röggsemi og einbeitnin skín úr andlitum söngkvennanna.

Kvennakór Suðurnesja hóf 50 ára afmælishátíð föstudaginn 9. febrúar með opnun sögusýningar í Duus Safnahúsum. Þar er saga kórsins rakin í máli, myndum og munum.

Á sjálfan afmælisdaginn verða tónleikar í Hljómahöll þar sem kórinn hefur fengið til liðs við sig þekkta tónlistarmenn af Suðurnesjum, hluta hljómsveitarinnar Valdimars, Valdimar sjálfan (Guðmundsson) og Fríðu Dís Guðmundsdóttur.

Þau tvö síðastnefndu munu syngja með kórnum en á efnisskránni eru m.a. þekkt Suðurnesjalög. Með vorinu ætlar kórinn svo á kóramót í Færeyjum en kóraferðir á erlendri grundu hafa verið reglulegar í sögu kórsins. Sú fyrsta var farin til Kork á Írlandi árið 1974 og sú síðasta til Minneapolis í Bandaríkjunum árið 2014.

Sjá umfjöllun um Kvennakór Suðurnesja í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert