Gæti þess að yngri börn fari ekki ein í skóla

mbl.is/Kristinn Magnússon

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hvetur foreldra og forráðamenn til að fylgjast vel með veðri og tilkynningum í fyrramálið. Búið er að hækka viðvörunarstig fyrir höfuðborgarsvæðið upp í appelsínugult vegna morgundagsins og því hefur svokölluð tilkynning 1 verið virkjuð.

Tilkynningin er svohljóðandi:

„Veður getur seinkað ferðum nemenda til skóla á morgun. Skólar eru opnir, en mikilvægt er að foreldrar gæti þess að yngri börn fari ekki ein í skóla, þetta á sérstaklega við í efri byggðum og þar sem börn þurfa að fara yfir opin svæði á leið sinni í skóla.

Með yngri börnum er hér átt við 12 ára og yngra.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert