53 m/s undir Hafnarfjalli

Hér má sjá þróun vindhraðans í morgun á mælinum undir …
Hér má sjá þróun vindhraðans í morgun á mælinum undir Hafnarfjalli. Skjáskot/Vegagerðin

Vindhraði hefur mælst allt að 53 m/s í hviðum undir Hafnarfjalli í morgun. Meðalvindhraðinn er 29 m/s. Mælirinn við Þyril í Hvalfirði hefur einnig haft í nógu að snúast í morgun en þar er meðalvindur nú yfir 30 m/s. 

Vindhraðinn hefur farið í 29 m/s í hviðum á Kjalarnesi og er meðalvindur nú um 22 m/s.

Mjög hvasst er á Hólmsheiði eða um 28 m/s og hafa 35 metrar á sekúndu mælst í hviðum.

Mælirinn á Ásgarðsfjalli í Kerlingarfjöllum hefur hins vegar mælt mestan vind allra mæla í morgun eða 51 m/s meðalvind og 59 m/s í hviðum.

Vegagerðin hefur lokað eftirtöldum vegum vegna veðurs: Búið er að loka vegunum um Steingrímsfjarðarheiði, Þröskulda, Hafnarfjall, Holtavörðuheiði, Bröttubrekku, Kjalarnes, Grindavíkurveg, Reykjanesbraut, Hellisheiði, Þrengsli, Sandskeið, Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert