Elti barn á bifreið

Lögreglan hefur fengið tilkynningu um málið.
Lögreglan hefur fengið tilkynningu um málið. mbl.is/Eggert

Foreldrar barna í Fossvogsskóla í Reykjavík hafa fengið tölvupóst frá skólayfirvöldum þar sem greint er frá því að bifreið hafi elt stúlku, sem er nemandi við skólann, þegar hún var á leið heim til sín um kvöldmatarleytið í gær. Málið hefur verið tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Skólastjóri Fossvogsskóla segir að þessar fregnir af atvikinu hafi borist til skólans í morgun. 

Fram kemur í póstinum, að miðað við atvikslýsingu stúlkunnar bendi allt til þess að viðkomandi hafi verið að fylgjast með henni sérstaklega. Eru foreldrar og forráðamenn barna í hverfinu beðnir um að hafa varann á. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert