Búið að opna Reykjanesbrautina

Ofsaveður hefur verið á suðvesturhorninu nú í morgun og var …
Ofsaveður hefur verið á suðvesturhorninu nú í morgun og var helstu leiðum til og frá höfuðborginni lokað. Reykjanesbrautin hefur nú verið opnuð á ný. mbl.is/RAX

Búið er að opna á umferð um Reykjanesbraut á ný. Mikið hvassviðri er þar þó enn og vatnselgur að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Veðrið hefur nú líklega náð hámarki á höfuðborgarsvæðinu að mati vakthafandi veðurfræðings hjá Veðurstofunni, en ekki mun taka að draga merkjanlega úr vindstyrk á suðvesturhorninu fyrr en á ellefta tímanum.

Vegir eru enn lokaðir um Fróðárheiði, Steingrímsfjarðarheiði, Þröskulda, Hafnarfjall, Holtavörðuheiði, Bröttubrekku, Kjalarnes, Grindavíkurveg, Hellisheiði, Þrengsli, Sandskeið, Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði.

Appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Strandir og Norðurland eystra og hafa vindhviður mælst allt að 59 m/s.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert