Dæmdir fyrir 100 milljóna skattsvik

Mennirnir voru ekki sammála um það fyrir dómi hver hefði ...
Mennirnir voru ekki sammála um það fyrir dómi hver hefði borið ábyrgð á daglegri stjórn félagsins. mbl.is/Þorsteinn Ásgrímsson

Héraðsdómur dæmdi í gær tvo karlmenn, Örn Björnsson og Kristján Ólason, í 14 og 15 mánaða fangelsi fyrir meiri háttar brot á skattalögum upp á samtals tæplega 100 milljónir króna. Brotin tengjast rekstri einkahlutafélagsins Endurbætur, en reksturinn sem um ræðir virðist reglulega hafa verið færður yfir á nýja kennitölu á síðustu árum. Voru þeir Kristján og Örn báðir framkvæmdastjórar félagsins og prófkúruhafar hvor á sínu tímabilinu.

Fram kemur í dómi héraðsdóms að þegar Endurbætur ehf. hafi orðið gjaldþrota hafi það runnið inn í nýtt félag, Viðhald og viðgerðir ehf., en Reykjavíkurborg hefur átt í viðskiptum við það síðarnefnda. Á síðasta ári tók borgin tveimur tilboðum félagsins í verk, annars vegar í áhorfendastúku við leikvöll Þróttar í Laugardal og hins vegar gluggaskipti í Klettaskóla.

DV greindi frá því um miðjan júlí á síðasta ári að fyrirtæki Kristjáns, Viðhald og viðgerðir ehf., væri nú starf­rækt á fjórðu kenni­töl­unni og var hann sagður með slóð gjaldþrota í viðskipta­sögu sinni. Hann hefði keyrt sex fé­lög í þrot frá ár­inu 2007.

Þá hafði rannsókn skattrannsóknarstjóra á brotum Kristjáns og Arnar staðið yfir í nokkurn tíma, en í desember árið 2016 var þeim tilkynnt um lok rannsóknarinnar og fyrirhugaða ákvarðanatöku um refsimeðferð í málinu.

Rannsókn skattrannsóknarstjóra leiddi í ljós meiri háttar brot á skattalögum og var málið sent embætti héraðssaksóknara til rannsóknar í júní 2017. Í október sama ár gaf héraðssaksóknari svo út ákæru í málinu.

Héldu eftir staðgreiðslu og skiluðu ekki virðisauka

Er þeim Kristjáni og Erni gert að sök að hafa staðið skil á efnislega röngum virðisaukaskattskýrslum vegna tímabilanna maí til júní og nóvember til desember rekstrarárið 2015, að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskattskýrslu félagsins á lögmætum tíma vegna uppgjörsímabilsins september til október rekstrarárið 2015 og hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti vegna uppgjörstímabilanna mars til apríl og nóvember til desember sama ár. Upphæðin sem ekki var staðið skil á er sú sama hvað þá báða varðar, eða rúmar 23 milljónir króna.

Þá er þeim báðum einnig gefið að sök að hafa ekki staðið ríkissjóði skil á staðgreiðslu opinberra gjalda sem haldið var eftir af launum starfsmanna félagsins vegna greiðslutímabilanna frá apríl til og með desember árið 2015. Vangoldin staðgreiðsla hvað Kristján varðar er rúmar 26 milljónir króna, en hvað Örn varðar tæpar 28 milljónir króna.

„Copy paste“ af Allt viðhald ehf. 

Fyrir dómi kvað Kristján það hafa verið sinnuleysi að gera Örn ekki að framkvæmdastjóra félagsins strax því hann hafi haldið utan um fjármál þess frá upphafi, stýrt tilboðsgerð og fleiru. Hann hafi síðar falið Erni stjórn félagsins enda hafi hann sóst eftir því. Upplýsti hann að vangoldin staðgreiðsla opinberra gjalda hefði runnið inn í rekstur félagsins.

Fyrir dómi sagðist Örn ekki hafa sóst eftir því að vera framkvæmdastjóri félagsins og ekki hafa haft með höndum daglega stjórn. Kvaðst hann hafa litið á sig sem „verkefnastjóra“ Endurbóta ehf. en sjálfur hefði hann verið verktaki og aldrei verið á launaskrá hjá félaginu. Þetta félag hafi verið „copy paste“ af félaginu Allt viðhald ehf. (síðar ABHHH ehf.). Kristján hafi beðið hann að skrifa upp á að vera í stjórn félagsins. Hafi skráningin verið mistök sem hann sjái eftir í dag. Hafi hann ekki hugleitt hvernig hefði farið fyrir fyrra félaginu. Kvaðst hann þó hafa verið reynslunni ríkari þegar Endurbætur hófu starfsemi sína og þekkt betur til ábyrgðar sinnar en áður. Aðspurður kvaðst hann hafa áttað sig á því að staða félagsins væri slök en hann hefði svifið um á „bleiku skýi“, að því er segir í dómnum.

Þá sagðist Örn einnig vita að þegar félagið Endurbætur ehf. hefði liðið undir lok hefði allt runnið inn í rekstur nýs félags, Viðhald og viðgerðir ehf. Báðir neituðu þeir sök í málinu.

Var það niðurstaða héraðsdóms að Kristjáns skyldi sæta fangelsi í 15 mánuði og Örn 14, en fullnustu refsingar er frestað og fellur hún niður að tveimur árum liðnum haldi þeir skilorð. Þá er Kristjáni gert að greiða tæplega 50 milljóna króna sekt í ríkissjóð innan fjögurra vikna, ella sæta fangelsi í 270 daga. Hvað Örn varðar, skal hann greiða um 52,5 milljóna króna sekt í ríkissjóð innan sama tíma, ella sæta sömu refsingu.

mbl.is

Innlent »

Fall reyndist fararheill

20:55 Anna Berglind Pálmadóttir lét ekki leðju og úrhelli stöðva sig þegar hún þeystist fram úr öðrum keppendum í Tenerife Blue Trail-utanvegahlaupinu fyrr í mánuðinum. Anna var fyrst kvenna í mark og hefur einungis ein íslensk kona fengið fleiri stig í alþjóðlegri stigagjöf fyrir utanvegahlaup erlendis. Meira »

Allur strandveiðiafli fari á fiskmarkaði

20:34 Skylda ætti allan strandveiðiafla til sölu á íslenskum fiskmörkuðum. Þetta segir Arnar Atlason, formaður Samtaka fiskframleiðenda og -útflytjenda. Í stuttum pistli sem hann hefur sent 200 mílum bendir hann á að verð á íslenskum fiskmörkuðum myndi grunn að allri verðmyndun á flestum fisktegundum á Íslandi. Meira »

Vill afnema greiðslur fyrir fundarsetu

20:29 Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, mun leggja fram tillögu á fyrsta fundi nýrrar borgarstjórnar á morgun um afnám þóknunar borgarfulltrúa fyrir að sitja fundi í stjórnum, ráðum og nefndum sem haldnir eru á vinnutíma. Meira »

„Þetta skapar afleitt fordæmi“

20:05 „Þetta er alls ekki heppilegt og þetta skapar afleitt fordæmi,“ segir Stefán Már Stefánsson, lagaprófessor og sérfræðingur í Evrópurétti, um þá ákvörðun stjórnvalda að fallast á að framsal framkvæmdavalds og dómsvalds til stofnana ESB með samþykkt persónuverndarlöggjafar sambandsins í síðustu viku. Meira »

Konan komin til byggða

19:57 Konan, sem leitaði aðstoðar björgunarsveita eftir að hafa lent í sjálfheldu á Ingólfsfjalli fyrr í kvöld, er komin til byggða heil á höldnu. Þetta staðfestir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Meira »

Mið-Ísland skemmti landsliðinu

19:53 Fjórir úr uppistandshópnum Mið-Íslandi skemmti íslenska landsliðshópnum í knattspyrnu á hóteli liðsins í strandbænum Kabardinka við Svartahaf í kvöld. Að því loknu héldu skemmtikraftarnir til móts við íslenska fjölmiðlahópinn sem er ytra og óhætt að segja að frammistaða þeirra féll í góðan jarðveg. Meira »

„Súrrealískt“ að sjá Alfreð skora

19:15 „Þetta var fáránleg tilfinning, mjög súrrealískt,“ segir Hildigunnur Finnbogadóttir, systir landsliðsframherjans Alfreð Finnbogasonar, um þá tilfinningu sem hún upplifði á Spartak-vellinum á laugardag er litli bróðir hennar lagði boltann snyrtilega í mark Argentínumanna. Meira »

Sækja örmagna konu í sjálfheldu

18:35 Björgunarsveitir frá Selfossi, Þorlákshöfn, Eyrabakka og Hveragerði voru kallaðar út á sjötta tímanum vegna örmagna konu sem er í sjálfheldu á Ingólfsfjalli. Meira »

Matur og menning í Viðey

18:29 Það var margt um að vera í Viðey á laugardaginn þar sem landkynningaverkefnið #TeamIceland hélt glæsilegan viðburð sem varpa átti sérstöku ljósi á íslenska matarmenningu. Tæplega hundrað manna blanda af erlendum fjölmiðlum, ferðamönnum og Íslendingum sóttu viðburðinn sem var skemmtilegt tækifæri til að sýna gæði íslenskrar matargerðar og hráefnis. Meira »

Vilja bæta starfshætti Eystrasaltsráðsins

18:23 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra lagði áherslu á mikilvægi svæðisbundinnar samvinnu og frjálslynd og lýðræðisleg gildi á utanríkisráðherrafundi Eystrasaltsráðsins, sem haldinn var í Stokkhólmi í dag. Meira »

Sinna bara bráðamálum vegna lokana

17:55 „Ég vona alltaf að þetta sé síðasta sumarið sem ég þarf að loka. Við lokum minna í ár en í fyrra, en þetta eru enn þá umtalsverðar lokanir. Ég vona núna að þetta sé síðasta árið sem ég þarf að standa í þessu. Þetta er ekki gott,“ segir María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans. Meira »

Framkvæmdum við Geirsgötu lýkur í haust

17:27 Framkvæmdum við Geirsgötu og gatnamót við Lækjargötu og Kalkofnsveg miðar vel áfram og stefnt er á að framkvæmdum á gatnamótunum ljúki í haust. Búið er að hleypa umferð á allar fjórar akreinar Kalkofnsvegar, auk þess sem ný umferðarljós á gatnamótunum hafa verið virkjuð. Meira »

Vongóðir um litlar skemmdir

17:15 Ísfisktogarinn Akurey AK-10 var staddur norður af Patreksfirði um klukkan fimm í nótt þegar svokölluð undirlyftustöng í aðalvél skipsins brotnaði. Skipið átti þá eftir rúman sólarhring á veiðum en um 140 tonna afli er í lest skipsins, að sögn Eiríks Jónssonar skipstjóra. Meira »

Segir auglýsingasölu RÚV samræmast lögum

16:59 Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins, telur vandséð að ójöfn samkeppni hafi verið fyrir hendi á auglýsingamarkaði í aðdraganda heimsmeistaramótsins í knattspyrnu. Þetta kemur fram í skriflegu svari hans til mbl.is. Meira »

Skjálftinn bætir upplifunina

16:34 Ein tilkynning barst Veðurstofunni frá gesti Bláa lónsins um jarðskjálfta í morgun norðvestan af Grindavík. Sigþrúðru Ármannsdóttir náttúruvársérfræðingur segir að því tilkynning um skjálftann hafi verið send út í samræmi við verklagsreglur. „Þegar einhver finnur skjálfta í byggð þá setjum við það á vefinn.“ Meira »

Eva áfram oddviti Árneshrepps

16:20 Eva Sigurbjörnsdóttir var endurkjörin oddviti Árneshrepps í dag þegar hreppsnefndin kom saman í fyrsta sinn eftir sveitarstjórnarkosningar í maí. Meira »

30 skólar fá styrk til forritunarkennslu

16:09 30 skólar víðs vegar á landinu fengu úthlutaðan fjárstyrk úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar, en tilgangur sjóðsins er að efla tækni- og forritunarkennslu í grunn- og framhaldsskólum landsins. Heildarúthlutun sjóðsins í ár nemur 4,1 milljón króna í formi fjárstyrkja og 4,55 milljónir króna í formi tölvubúnaðar, að því er segir í tilkynningu sjóðsins. Meira »

Íslendingar nokkuð bjartsýnir

15:51 Íslenska þjóðin er hóflega bjartsýn á gengi íslenska landsliðsins á HM í Rússlandi samkvæmt könnun MMR. Rúmlega helmingur taldi íslenska liðið líklegt til að komast upp úr riðlakeppninni en þar af töldu tæplega tuttugu prósent aðspurðra að liðið kæmist í 8-liða úrslit eða lengra. Meira »

Mat á afkastagetu „ónákvæmt“

15:45 Í sjálfbærnismati fyrir Hellisheiðarvirkjun eru gerðir annmarkar við ákvörðunina að byggja virkjunina. Þá er tekið fram að afkastageta og umhverfisáhrif hafi verið vanmetin sem leitt hafi til aukinna fjárahagsskuldbindinga sem draga úr arðsemi virkjunarinnar. Meira »
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: START/BYRJA: 2018: 28/5, 25/6, 2...
Til sölu - Marína
Til sölu La Marína á Spáni 25 mín. frá Alicante flugvelli. Gott einbýlishús, stu...
Perlur sem ekki þarf að strauja !!
Nýtt á Íslandi, perlur sem ekki þarf að strauja, einungis sprauta vatni á og þær...
Kvæði Bjarna Thorarensen 1847
Til sölu afar fágæt ljóðabók eftir Bjarna Thorarensen amtmann, Kvæði, prentuð í ...