Dæmdir fyrir 100 milljóna skattsvik

Mennirnir voru ekki sammála um það fyrir dómi hver hefði ...
Mennirnir voru ekki sammála um það fyrir dómi hver hefði borið ábyrgð á daglegri stjórn félagsins. mbl.is/Þorsteinn Ásgrímsson

Héraðsdómur dæmdi í gær tvo karlmenn, Örn Björnsson og Kristján Ólason, í 14 og 15 mánaða fangelsi fyrir meiri háttar brot á skattalögum upp á samtals tæplega 100 milljónir króna. Brotin tengjast rekstri einkahlutafélagsins Endurbætur, en reksturinn sem um ræðir virðist reglulega hafa verið færður yfir á nýja kennitölu á síðustu árum. Voru þeir Kristján og Örn báðir framkvæmdastjórar félagsins og prófkúruhafar hvor á sínu tímabilinu.

Fram kemur í dómi héraðsdóms að þegar Endurbætur ehf. hafi orðið gjaldþrota hafi það runnið inn í nýtt félag, Viðhald og viðgerðir ehf., en Reykjavíkurborg hefur átt í viðskiptum við það síðarnefnda. Á síðasta ári tók borgin tveimur tilboðum félagsins í verk, annars vegar í áhorfendastúku við leikvöll Þróttar í Laugardal og hins vegar gluggaskipti í Klettaskóla.

DV greindi frá því um miðjan júlí á síðasta ári að fyrirtæki Kristjáns, Viðhald og viðgerðir ehf., væri nú starf­rækt á fjórðu kenni­töl­unni og var hann sagður með slóð gjaldþrota í viðskipta­sögu sinni. Hann hefði keyrt sex fé­lög í þrot frá ár­inu 2007.

Þá hafði rannsókn skattrannsóknarstjóra á brotum Kristjáns og Arnar staðið yfir í nokkurn tíma, en í desember árið 2016 var þeim tilkynnt um lok rannsóknarinnar og fyrirhugaða ákvarðanatöku um refsimeðferð í málinu.

Rannsókn skattrannsóknarstjóra leiddi í ljós meiri háttar brot á skattalögum og var málið sent embætti héraðssaksóknara til rannsóknar í júní 2017. Í október sama ár gaf héraðssaksóknari svo út ákæru í málinu.

Héldu eftir staðgreiðslu og skiluðu ekki virðisauka

Er þeim Kristjáni og Erni gert að sök að hafa staðið skil á efnislega röngum virðisaukaskattskýrslum vegna tímabilanna maí til júní og nóvember til desember rekstrarárið 2015, að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskattskýrslu félagsins á lögmætum tíma vegna uppgjörsímabilsins september til október rekstrarárið 2015 og hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti vegna uppgjörstímabilanna mars til apríl og nóvember til desember sama ár. Upphæðin sem ekki var staðið skil á er sú sama hvað þá báða varðar, eða rúmar 23 milljónir króna.

Þá er þeim báðum einnig gefið að sök að hafa ekki staðið ríkissjóði skil á staðgreiðslu opinberra gjalda sem haldið var eftir af launum starfsmanna félagsins vegna greiðslutímabilanna frá apríl til og með desember árið 2015. Vangoldin staðgreiðsla hvað Kristján varðar er rúmar 26 milljónir króna, en hvað Örn varðar tæpar 28 milljónir króna.

„Copy paste“ af Allt viðhald ehf. 

Fyrir dómi kvað Kristján það hafa verið sinnuleysi að gera Örn ekki að framkvæmdastjóra félagsins strax því hann hafi haldið utan um fjármál þess frá upphafi, stýrt tilboðsgerð og fleiru. Hann hafi síðar falið Erni stjórn félagsins enda hafi hann sóst eftir því. Upplýsti hann að vangoldin staðgreiðsla opinberra gjalda hefði runnið inn í rekstur félagsins.

Fyrir dómi sagðist Örn ekki hafa sóst eftir því að vera framkvæmdastjóri félagsins og ekki hafa haft með höndum daglega stjórn. Kvaðst hann hafa litið á sig sem „verkefnastjóra“ Endurbóta ehf. en sjálfur hefði hann verið verktaki og aldrei verið á launaskrá hjá félaginu. Þetta félag hafi verið „copy paste“ af félaginu Allt viðhald ehf. (síðar ABHHH ehf.). Kristján hafi beðið hann að skrifa upp á að vera í stjórn félagsins. Hafi skráningin verið mistök sem hann sjái eftir í dag. Hafi hann ekki hugleitt hvernig hefði farið fyrir fyrra félaginu. Kvaðst hann þó hafa verið reynslunni ríkari þegar Endurbætur hófu starfsemi sína og þekkt betur til ábyrgðar sinnar en áður. Aðspurður kvaðst hann hafa áttað sig á því að staða félagsins væri slök en hann hefði svifið um á „bleiku skýi“, að því er segir í dómnum.

Þá sagðist Örn einnig vita að þegar félagið Endurbætur ehf. hefði liðið undir lok hefði allt runnið inn í rekstur nýs félags, Viðhald og viðgerðir ehf. Báðir neituðu þeir sök í málinu.

Var það niðurstaða héraðsdóms að Kristjáns skyldi sæta fangelsi í 15 mánuði og Örn 14, en fullnustu refsingar er frestað og fellur hún niður að tveimur árum liðnum haldi þeir skilorð. Þá er Kristjáni gert að greiða tæplega 50 milljóna króna sekt í ríkissjóð innan fjögurra vikna, ella sæta fangelsi í 270 daga. Hvað Örn varðar, skal hann greiða um 52,5 milljóna króna sekt í ríkissjóð innan sama tíma, ella sæta sömu refsingu.

mbl.is

Innlent »

Tillaga um nýtt sjúkrahús til borgarráðs

22:22 „Það var enginn sem gat mælt gegn þessu,“ segir Eyþór Arnalds. Borgarstjórn samþykkti í kvöld að vísa tillögu hans um staðarvalsgreiningu fyrir aðra sjúkrahúsuppbyggingu í Reykjavík í borgarráð til úrvinnslu. „Það þarf líka að ná sátt í þessum málum og ekki vera í skotgröfum.“ Meira »

Landakotsskóli í stappi við borgina

22:06 Landakotsskóli hefur staðið í miklu stappi við Reykjavíkurborg varðandi kostnaðarþátttöku borgarinnar í frístund. Skólinn hefur boðið upp á hljóðfæranám og marga aðra áhugaverða kosti í frístund án þess að rukka sérstaklega fyrir þá og að vonast er til þess að svo verði hægt áfram. Meira »

Reykjavík önnur dýrasta borgin

21:18 Reykjavík er önnur dýrasta borg í Evrópu samkvæmt ferðavefnum Wanderu og fylgir þar á hæla Mónakó sem er dýrasta borgin og er aðgangur að reykvískum söfnum 28 sinnum hærri en í Chisinau í Moldvaíu, þar sem hann var ódýrastur. Ódýrasta borgin er hins vegar Skopje í Makedóníu Meira »

Vilja tryggja trúverðugleika úttektar

20:45 „Mál Áslaugar verður að sjálfsögðu skoðað sem hluti þessarar úttektar, og það verður skoðað frá öllum hliðum,“ segir Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur. Að hennar sögn verður aðkoma óðháðs aðila að úttektinni tekin til skoðunar á stjórnarfundi á morgun. Meira »

Jáeindaskanninn kominn í notkun

20:33 Jáeindaskanninn á Landspítalanum við Hringbraut var tekinn í notkun í síðustu viku. Pétur H. Hannesson, yfirlæknir á röntgendeild Landspítala, staðfestir í samtali við mbl.is að byrjað sé að nota skannann og að níu sjúklingar hafi þegar gengist undir rannsókn í tækinu. Meira »

„Auðvitað gekk ýmislegt á“

20:22 „Það er ánægjulegt að sjá þennan vilja til að fjárfesta í sjávarútvegi í Vestmannaeyjum,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, í samtali við 200 mílur um kaup FISK-Seafood á öllum hlut Brims hf. í Vinnslustöðinni. Meira »

Pysjum bjargað í Vestmannaeyjum

20:05 Pysjutíðin stendur sem hæst um þessar mundir í Vestmannaeyjum og hafa margir Eyjamenn gert sér glaðan dag og bjargað pysjum.  Meira »

Reiði og tómleikatilfinning

19:53 Al­gengt er að fólk með jaðar­per­sónu­leikarösk­un sé rang­lega greint með geðhvörf (bipol­ar) en þar standa sveifl­ur í skapi yfir í lengri tíma og eru sjald­gæfari ásamt því að önn­ur ein­kenni en skapsveifl­ur greina á milli hvorri rösk­un fyr­ir sig. Um 2-6% fólks er með röskunina. Meira »

Vænta góðs samstarfs eftir kaupin

19:15 Jón Eðvald Friðriksson, framkvæmdastjóri FISK-Seafood ehf., segir fyrirtækið sjá mikil tækifæri í rekstri Vinnslustöðvarinnar. 200 mílur greindu fyrr í dag frá kaupum FISK á öllum hlut Brims hf. í útgerðinni, fyrir 9,4 milljarða króna. Meira »

Opnun nýrrar stólalyftu frestast um ár

19:03 Ný stólalyfta í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar verður ekki opnuð í vetur eins og til stóð. Vegna ágreinings verktakans G. Hjálmarssonar og Vina Hlíðarfjalls, félagsins sem stendur að uppsetningu lyftunnar, mun opnun lyftunnar frestast um eitt ár. Meira »

Krabbameinslyf ófáanleg í 4 mánuði

19:01 Samheitalyfið Exemestan hefur ekki verið fáanlegt hér á landi síðan um miðjan maí, en það er nauðsynlegt fólki með brjóstakrabbamein. Fjölmiðlafulltrúi Actavis, sem flytur lyfið til landsins, segir að vonast sé til þess að ný sending komi til landsins á næstu dögum. Meira »

Enginn sett sig í samband við Áslaugu

18:51 „Við höfum fundið fyrir gríðarlegum stuðningi frá vinum og vandamönnum, og meira að segja fólki sem við þekkjum ekki neitt. Okkur þykir vænt um það og erum þakklát fyrir það, en það hefur enginn haft samband við Áslaugu sem einhverja ábyrgð ber á þessu máli,“ segir Einar Bárðarson. Meira »

„Við gerum þetta af ástríðu“

18:36 Þau eiga engra hagsmuna að gæta en tóku sig samt til og slógu Laugarneshólinn sem var kominn á kaf í kerfil og njóla. Hóllinn sá geymir dýrmætar æskuminningar systkinanna Þuríðar og Gunnþórs sem fæddust þar og ólust upp. Meira »

Hafa ráðið í 97,5% stöðugilda leikskóla

18:03 Í Reykja­vík á eft­ir að ráða í 38,8 stöðugildi í leik­skóla, 16,5 stöðugildi í grunn­skóla og 64 stöðugildi í frí­stunda­heim­ili og sér­tæk­ar fé­lags­miðstöðvar, sam­kvæmt upplýsingum sem safnað var 13. september. Meira »

Samþykkt að tryggja framgang borgarlínu

17:56 Borgarstjórn samþykkti rétt í þessu að fela umhverfis- og skipulagssviði að hefja fjögur verkefni til að tryggja framgöngu borgarlínu sem hágæðakerfis almenningssamgangna. Meira »

Einn slasaðist í hörðum árekstri

17:44 Einn slasaðist í hörðum árekstri tveggja fólksbíla á gatnamótum Háaleitisbrautar og Miklubrautar um fimmleytið í dag.  Meira »

Minnsta hækkun íbúðaverðs í sjö ár

17:24 Vísitala íbúðaverðs lækkaði um 0,1% í ágúst samkvæmt nýbirtum tölum Þjóðskrár Íslands og hefur nú hækkað um 4,1% undanfarna 12 mánuði. Meira »

Reglugerð endurskoðuð til að jafna rétt barna

16:58 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að láta endurskoða ákvæði reglugerðar um greiðsluþátttöku sjúkratrygginga fyrir tannlækningar og tannréttingar barna vegna afleiðinga meðfæddra galla, slysa og sjúkdóma. Meira »

Borgin skoði málið þegar rannsókn lýkur

16:44 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vill gefa stjórn Orkuveitunnar ákveðið svigrúm til að vinna að þeim málum sem tengjast uppsögnum innan Orku náttúrunnar. „Þetta eru mjög alvarleg mál sem eru að koma upp. Stjórn fyrirtækisins sem er með þetta á sínu borði lítur þetta alvarlegum augum.“ Meira »
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfsk., disel, 7 manna
Til sölu LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfskiptur, dísel, 7 manna ekinn 197.000 km...
Giftingar- og trúlofunarhringar frá ERNU
Dæmi um handsmíðað par úr silfri með alexandrite-steini, sem gefur mikið litafló...
Egat Standard Rafmagns - Nuddbekkur V :193.000 Tilboð:179.000 út sept
Egat Standard.Rafmagnsnuddbekkur Verð 193.000 Tilboð:179.000 út sept Olíu og V...