Dæmdir fyrir 100 milljóna skattsvik

Mennirnir voru ekki sammála um það fyrir dómi hver hefði ...
Mennirnir voru ekki sammála um það fyrir dómi hver hefði borið ábyrgð á daglegri stjórn félagsins. mbl.is/Þorsteinn Ásgrímsson

Héraðsdómur dæmdi í gær tvo karlmenn, Örn Björnsson og Kristján Ólason, í 14 og 15 mánaða fangelsi fyrir meiri háttar brot á skattalögum upp á samtals tæplega 100 milljónir króna. Brotin tengjast rekstri einkahlutafélagsins Endurbætur, en reksturinn sem um ræðir virðist reglulega hafa verið færður yfir á nýja kennitölu á síðustu árum. Voru þeir Kristján og Örn báðir framkvæmdastjórar félagsins og prófkúruhafar hvor á sínu tímabilinu.

Fram kemur í dómi héraðsdóms að þegar Endurbætur ehf. hafi orðið gjaldþrota hafi það runnið inn í nýtt félag, Viðhald og viðgerðir ehf., en Reykjavíkurborg hefur átt í viðskiptum við það síðarnefnda. Á síðasta ári tók borgin tveimur tilboðum félagsins í verk, annars vegar í áhorfendastúku við leikvöll Þróttar í Laugardal og hins vegar gluggaskipti í Klettaskóla.

DV greindi frá því um miðjan júlí á síðasta ári að fyrirtæki Kristjáns, Viðhald og viðgerðir ehf., væri nú starf­rækt á fjórðu kenni­töl­unni og var hann sagður með slóð gjaldþrota í viðskipta­sögu sinni. Hann hefði keyrt sex fé­lög í þrot frá ár­inu 2007.

Þá hafði rannsókn skattrannsóknarstjóra á brotum Kristjáns og Arnar staðið yfir í nokkurn tíma, en í desember árið 2016 var þeim tilkynnt um lok rannsóknarinnar og fyrirhugaða ákvarðanatöku um refsimeðferð í málinu.

Rannsókn skattrannsóknarstjóra leiddi í ljós meiri háttar brot á skattalögum og var málið sent embætti héraðssaksóknara til rannsóknar í júní 2017. Í október sama ár gaf héraðssaksóknari svo út ákæru í málinu.

Héldu eftir staðgreiðslu og skiluðu ekki virðisauka

Er þeim Kristjáni og Erni gert að sök að hafa staðið skil á efnislega röngum virðisaukaskattskýrslum vegna tímabilanna maí til júní og nóvember til desember rekstrarárið 2015, að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskattskýrslu félagsins á lögmætum tíma vegna uppgjörsímabilsins september til október rekstrarárið 2015 og hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti vegna uppgjörstímabilanna mars til apríl og nóvember til desember sama ár. Upphæðin sem ekki var staðið skil á er sú sama hvað þá báða varðar, eða rúmar 23 milljónir króna.

Þá er þeim báðum einnig gefið að sök að hafa ekki staðið ríkissjóði skil á staðgreiðslu opinberra gjalda sem haldið var eftir af launum starfsmanna félagsins vegna greiðslutímabilanna frá apríl til og með desember árið 2015. Vangoldin staðgreiðsla hvað Kristján varðar er rúmar 26 milljónir króna, en hvað Örn varðar tæpar 28 milljónir króna.

„Copy paste“ af Allt viðhald ehf. 

Fyrir dómi kvað Kristján það hafa verið sinnuleysi að gera Örn ekki að framkvæmdastjóra félagsins strax því hann hafi haldið utan um fjármál þess frá upphafi, stýrt tilboðsgerð og fleiru. Hann hafi síðar falið Erni stjórn félagsins enda hafi hann sóst eftir því. Upplýsti hann að vangoldin staðgreiðsla opinberra gjalda hefði runnið inn í rekstur félagsins.

Fyrir dómi sagðist Örn ekki hafa sóst eftir því að vera framkvæmdastjóri félagsins og ekki hafa haft með höndum daglega stjórn. Kvaðst hann hafa litið á sig sem „verkefnastjóra“ Endurbóta ehf. en sjálfur hefði hann verið verktaki og aldrei verið á launaskrá hjá félaginu. Þetta félag hafi verið „copy paste“ af félaginu Allt viðhald ehf. (síðar ABHHH ehf.). Kristján hafi beðið hann að skrifa upp á að vera í stjórn félagsins. Hafi skráningin verið mistök sem hann sjái eftir í dag. Hafi hann ekki hugleitt hvernig hefði farið fyrir fyrra félaginu. Kvaðst hann þó hafa verið reynslunni ríkari þegar Endurbætur hófu starfsemi sína og þekkt betur til ábyrgðar sinnar en áður. Aðspurður kvaðst hann hafa áttað sig á því að staða félagsins væri slök en hann hefði svifið um á „bleiku skýi“, að því er segir í dómnum.

Þá sagðist Örn einnig vita að þegar félagið Endurbætur ehf. hefði liðið undir lok hefði allt runnið inn í rekstur nýs félags, Viðhald og viðgerðir ehf. Báðir neituðu þeir sök í málinu.

Var það niðurstaða héraðsdóms að Kristjáns skyldi sæta fangelsi í 15 mánuði og Örn 14, en fullnustu refsingar er frestað og fellur hún niður að tveimur árum liðnum haldi þeir skilorð. Þá er Kristjáni gert að greiða tæplega 50 milljóna króna sekt í ríkissjóð innan fjögurra vikna, ella sæta fangelsi í 270 daga. Hvað Örn varðar, skal hann greiða um 52,5 milljóna króna sekt í ríkissjóð innan sama tíma, ella sæta sömu refsingu.

mbl.is

Innlent »

Fasteignaskattar lækka í Hafnarfirði

21:20 Álagningarstuðull fasteignaskatta lækkar og komið er til móts við barnafjölskyldur í fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2019, sem samþykkt var á bæjarstjórnarfundi í dag. Meira »

Sannar gjafir fara víða um heim

20:47 „Allar gjafirnar eiga það sameiginlegt að bæta líf barna sem þurfa á hjálp okkar að halda. Það er því yndislegt að sjá hvað almenningur og fyrirtæki hér á Íslandi láta sig heilsu og réttindi barna varða og hversu margir kjósa að gefa Sannar gjafir um jólin,“ segir Ingibjörg Magnúsdóttir hjá UNICEF á Íslandi. Meira »

Ferðaþjónustan á fullu yfir hátíðirnar

20:32 Ferðaþjónusta í Reykjavík er í töluverðum viðskiptum yfir jól og áramót en staðan er ekki eins góð úti á landi. Í höfuðstaðnum eru hótel mörg fullbókuð. Meira »

Nikkan leynivopn í skötuklúbbnum

19:41 Þorláksmessuskatan er handan við hornið en Íslenski skötuklúbburinn, The Icelandic Skate Club upp á útlensku, ekki síst fyrir færeyska félagsmanninn Ásvald Simonsen, tekur ávallt forskot á sæluna og heldur árlega skötuveislu í hádeginu á laugardegi um miðjan desember. Meira »

Án rafmagns í tæpan sólarhring

19:28 Nokkur íbúðarhús á Leiruvegi á Kjalarnesi voru rafmagnslaus vegna háspennubilunar í tæplega sólarhring áður en rafmagn kom aftur á nú rétt fyrir kl. 19. Íbúi á svæðinu hefur fjárfest í rafstöð vegna tíðra bilana. Meira »

Fjórtán verkefni tengd hjúkrunarrýmum

19:03 Alls eru fjórtán verkefni í farvatninu á vegum ríkisins tengd hjúkrunarrýmum og eru þau mislangt á veg komin. Þetta segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. 50 aldraðir liggja á bráðadeildum. Meira »

Báðir ökumenn fluttir á Landspítala

18:50 Ökumaður annars bílsins sem lenti í árekstri á Gaulverjabæjarvegi laust fyrir klukkan 17 í dag var fluttur á Landspítala með þyrlu Landhelgisgæslunnar, sem lenti þar klukkan rúmlega 18 í kvöld. Meira »

50 hafi keypt vændi af fatlaðri konu

18:41 Grunsemdir eru uppi um að í kringum fimmtíu karlmenn hafi keypt vændi af fatlaðri konu á nokkurra mánaða tímabili. Konan hefur leitað til Bjarkarhlíðar, sem er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Meira »

Sóttu svartfugl í jólamatinn

18:33 „Svartfuglinn er styggur og að skjóta hann er talsverð kúnst,“ segir Sævar Guðjónsson á Mjóeyri við Eskifjörð.   Meira »

Ómerktir ofnæmisvaldar í sósu

18:15 Matvælastofnun varar neytendur með ofnæmi eða óþol fyrir eggjarauðum, sinnepi, hveiti og/eða selleríi við neyslu á „Ópal heitreyktum laxabita m/muldum pipar“ frá Ópal Sjávarfangi. Meira »

Nærri helmingur notar síma undir stýri

17:34 Hátt í helmingur landsmanna, 49%, segist hafa notað farsíma undir stýri fyrir símtöl með handfrjálsum búnaði á síðustu tólf mánuðum, en 34% segjast hafa talað í síma við akstur án handfrjáls búnaðar. Meira »

„Hafa enga skyldu til að mæta“

17:20 Miðflokkurinn segir að þeir þingmenn sem hafa verið boðaðir á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hafi enga skyldu til að mæta. „Það er afar fátítt að þingnefndir séu notaðar í jafn augljósum pólitískum tilgangi og átti að gera. Slíkt á ekki að viðgangast.“ Meira »

Harður árekstur á Gaulverjabæjarvegi

17:03 Tveggja bíla árekstur varð á Gaulverjabæjarvegi skammt frá Hraunsá nú rétt fyrir kl 17. Slökkvilið, ásamt lögreglu og sjúkraflutningafólki, er á staðnum og unnið er að því að ná fólki út úr bílunum með klippum. Meira »

„Mig langar til að gera grín að þessu“

16:58 Kári Stefánsson lét ýmis stór orð falla á formlegri opnun jáeindaskanna á Landspítalanum í dag. Í viðtali við mbl.is ræddi hann svo meint afskiptaleysi „hrokafulls heilbrigðismálaráðherra.“ Meira »

Skorar á þingmenn að gefa jólabónusinn

16:22 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, skoraði á þingheim í dag að gefa jólabónus sinn til góðgerðamála og veifaði peningum í ræðustól Alþingis. Meira »

Dæmdir fyrir árás við Kiki

16:09 Tveir karlmenn á þrítugsaldri voru í gær dæmdir í þriggja mánaða fangelsi hvor fyrir líkamsárásir á tvo dyraverði við skemmtistaðinn Kíkí í miðbæ Reykjavíkur. Eru þeir einnig fundnir sekir um að hafa ekki hlýtt fyrirmælum og að annar þeirra hafi bitið lögreglumann. Meira »

Jáeindaskanni loks formlega opnaður

15:55 Formleg opnun jáeindaskannans á Landspítalanum fór fram skömmu eftir hádegi í dag. Hann hefur verið í notkun síðan seint í sumar en er nú kominn á fullan skrið. Meira »

Dæmdur fyrir árás á barn

15:51 Karlmaður um þrítugt var í dag dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir að hafa ráðist gegn fimm ára barni í aftursæti bifreiðar við gatnamót Laugavegs og Snorrabrautar í nóvember í fyrra. Var maðurinn undir miklum áhrifum fíkniefna þegar brotið átti sér stað og sagðist ekkert muna eftir atvikinu. Meira »

„Þetta á ekki að vera svona“

15:38 „Hér er ég komin í dag til að vekja athygli á vandamáli sem hefur verið til staðar í mörg ár. Það er vandamál framhaldsskólanema af landsbyggðinni sem flytja á höfuðborgarsvæðið til að stunda nám,“ sagði Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir í jómfrúarræðu sinni á þingi. Meira »
Til leigu 150-190 m2 nýtt - góð lofthæð
Glænýtt endabil við Lambhagaveg við Bauhaus, með góðri lofthæð, stórri innkeyrsl...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Fullbúin íbúð til leigu..
Íbúðin er 3ja herb. í Norðlingaholti á efstu hæð með lyftu. leigist með húsgö...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...