Ekki hætta á faraldri

Barn með mislinga.
Barn með mislinga.

„Það verður að teljast afar ólíklegt að það komi faraldur, en þó gætu komi upp einhver tilfelli,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um mikla fjölgun mislingasmitstilfella í Evrópu á síðasta ári.

Í skýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) kemur fram að fjöldi mislingasmitaðra í Evrópu hafi ríflega fjórfaldast í fyrra frá árinu 2016. Fjöldi smitaðra árið 2016 var 5.273 en fjölgaði í 21.215 árið 2017.

Þórólfur segir að í flestum tilvika hafi verið um óbólusetta einstaklinga að ræða sem undirstriki mikilvægi bólusetningar. „Hér á landi eru um 90-95% einstaklinga bólusettir og þátttakan því viðunandi. Það gerir það að verkum að líkur á faraldri hér eru afar litlar. Í löndum, þar sem smitið er hvað algengast, er ekki eins mikið um bólusetningar og því talsvert meira um smit,“ segir Þórólfur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert