Foreldrar meti aðstæður

Foreldrar barna í Árborg eru beðnir að meta aðstæður.
Foreldrar barna í Árborg eru beðnir að meta aðstæður. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Skólahald hefur ekki verið fellt niður í Árborg en foreldrar eru eins og alltaf þegar veður er vont beðnir um að meta aðstæður og fylgjast með frekari upplýsingum á heimasíðum skólanna.

Á vef Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri segir að skólabílnum verði ekki ekið fyrir hádegi í dag. Skólarnir eru hins vegar opnir og eins og fyrr segir eru foreldrar og forráðamenn barna beðnir að meta aðstæður.

Á vef Vallaskóla eru foreldrar minntir á það verklag sem er í gildi þegar kemur að slæmu veðri og ófærð: „Í óveðri eða mikilli ófærð verða foreldrar sjálfir að meta aðstæður og ákveða hvort nemendur verði sendir í skólann.“

Heimasíða Árborgar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert