Kaplakriki á floti í morgun

Dælubíll á leið frá Kaplakrika rétt eftir hádegi.
Dælubíll á leið frá Kaplakrika rétt eftir hádegi. mbl.is/Eggert

Loka þurfti Kaplakrika um tíma í dag vegna þess að þar flæddi inn. Eins og sagði á vefsíðu FH var „allt á floti og ekki æskilegt að fólk sé hér við æfingar“.

Versta veðrið er að ganga niður suðvestanlands og staðan í Kaplakrika er mun betra en hún var fyrir hádegi.

„Það var komið hátt vatnsmagn við útganginn þar sem þeir hlaupa út á knattspyrnuvöllinn. Við óttuðumst að rúðurnar myndu springa og svo lak það allt inn í búningsklefana,“ segir Elsa Hrönn Reynisdóttir, framkvæmdastjóri FH.

Elsa segir að stefnt sé að því að opna Kaplakrika fljótlega en staðan sé góð í húsinu. „Núna er eins og það hafi ekki verið óveður. Þetta fór mun betur en á horfðist.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert