Nær hámarki um klukkan 9

Svona er vindaspáin klukkan níu í dag. Eins og sjá ...
Svona er vindaspáin klukkan níu í dag. Eins og sjá má verður þá veðrið verst á suðvestanverðu landinu. Skjáskot/Veðurstofa Íslands

„Þetta verður hvellur eins og við spáðum,“ segir Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, um storm og ofsaveður sem gengur yfir landið í dag. Veðrið mun ná hámarki um klukkan 9 suðvestanlands og þar með á höfuðborgarsvæðinu. Það lægir svo um hádegi vestanlands en þá færir óveðrið sig yfir á Norðurland um klukkan 11-12 í dag. „Það verður bálhvasst þar,“ segir Þorsteinn. Fyrst mun hvessa norðvestanlands og síðar á Norðausturlandi. „Það verður svo áfram hvassviðri og stormur á austanverðu landinu fram á nótt.“ 

Á vef Veðurstofunnar má finna eftirfarandi viðvörunarorð vegna veðursins:

Með morgninum fer kröpp og djúp lægð hratt til norðurs fyrir vestan land. Úrkomusvæði lægðarinnar gengur inn á Suðvesturland og hvessir þá verulega, en búist er við suðaustanstormi eða -roki víða á landinu er líður að hádegi og jafnvel ofsaveðri vestan til. Rignir talsvert á sunnanverðu landinu í dag, úrhelli að kalla suðaustan til. Slydda norðvestan til, en úrkomulítið á Norðausturlandi. Vakin er athygli á gulum og appelsínugulum viðvörunum, sem eru í gildi. 

Um hádegi er lægðin er að mestu farin hjá og lægir þá ört og rofar til á vestanverðu landinu, þó áfram verði stormur og sums staðar úrkomusamt fyrir austan fram á nótt. Illviðrinu fylgja hlýindi þ.a. snjórinn heldur áfram að bráðna, en þá er vissara er að halda niðurföllum og ræsum opnum.

Á morgun er veðrið gengið niður, en í staðinn komin stíf suðvestanátt með éljum og mun lægri hitatölum. Léttir þó smám saman til fyrir norðan og austan. Á föstudag er síðan von á enn einni óveðurslægð, þó að það veður ná ekki sömu hæðum og í dag.“

Svona verður vindur á landinu klukkan 13 í dag.
Svona verður vindur á landinu klukkan 13 í dag. Skjáskot/Veðurstofa Íslands

Veðrinu fylgir sum sé ekki aðeins mikill vindur heldur einnig úrkoma. Nú klukkan rúmlega 6 er þegar byrjað að snjóa og víða skafrenningur, m.a. á höfuðborgarsvæðinu. „En svo fer þetta nú fljótlega yfir í rigningu á láglendi,“ segir Þorsteinn í samtali við mbl.is. Hann segir að talsvert muni rigna, sérstaklega á suðaustanverðu landinu. „Það verður mikil rigning í dag, allan daginn og fram á nótt. Það má segja að þar verði úrhellisrigning.“

Þorsteinn bendir á að enn sé frost upp á Hellisheiði og í Þrengslum. „Þar er nú skafrenningur og leiðindaveður.“ Hér getur þú fylgst með færð á vegum.

En hvernig verður veðrið á höfuðborgarsvæðinu?

„Það snjóar núna en svo fer þetta yfir í slyddu og rigningu fljótlega eða um klukkan átta og níu,“ sagði Þorsteinn klukkan rúmlega sex í morgun. „Svo verður þetta dottið niður um hádegisbilið.“ Þá verður veðrið hægt og gott en mögulega él með kvöldinu.

Á þessu spákorti Veðurstofunnar sést hvernig vindhraðinn verður á höfuðborgarsvæðinu ...
Á þessu spákorti Veðurstofunnar sést hvernig vindhraðinn verður á höfuðborgarsvæðinu klukkan 9 í dag. Fjólublái liturinn táknar að vindur verður á bilinu 16-22 m/s en sá bleiki og rauði að hraðinn verði 22-28 m/s. Skjáskot/Veðurstofa Íslands

Stormur í efri byggðum

Hvað vindhraðann varðar hefur Veðurstofan spáð 20-28 m/s í efri byggðum á höfuðborgarsvæðinu og á Kjalarnesi. Þar hafði vindhraðinn þegar farið í 27 m/s í hviðum snemma í morgun. Þorsteinn segir að ofsaveðri, 11 vindstigum eða vindhraða yfir 28 metrum á sekúndu, sé spáð m.a. í kringum höfuðborgina, svo sem uppi á Hellisheiði. Þá má eiga von á svo miklum vindi á Kjalarnesi, undir Hafnarfjalli og Snæfellsnesi. „Svo getur getur þetta orðið mikill hvellur á norðvesturlandi þegar vindur nær sér á strik þar eftir klukkan 11 í dag.“

Þorsteinn segir að „sem betur fer gangi þetta veður tiltölulega hratt yfir“ og suðvestanlands verði það eins og fyrr segir búið í hádeginu. 

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Gæslan í Laugardal betri í kvöld

Í gær, 23:30 „Auðvitað eru alltaf einhverjir sem eru að drekka en meginparturinn af öllum unglingum sem eru þarna inni eru bara í þeim tilgangi að hlusta á góða tónlist og fara svo heim,“ segir Þórhildur Rafns Jónsdóttir deildarstjóri unglingastarfs hjá frístundamiðstöðinni Kringlumýri. Meira »

„Kjöraðstæður fyrir unglingadrykkju“

Í gær, 21:52 Varaformaður foreldrafélags Laugalækjarskóla segir að aðstandendum tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice hafi mistekist að standa við gefin loforð þess efnis að sporna við unglingadrykkju á hátíðinni. Meira »

Las á íslensku fyrir börnin í Rússlandi

Í gær, 21:30 Ævar Þór Benediktsson, vísindamaður og rithöfundur, var nýverið í Rússlandi þar sem hann eyddi dágóðum tíma með rússneskum börnum við leik og fræðslu. Meira »

„Eins rússneskt og það getur orðið“

Í gær, 20:56 „Þetta var eins rússneskt og það getur orðið,“ segir Eyþór Jóvinsson leikstjóri um matarboð í uppsveitum Volgograd sem honum var boðið í. Eyþór gistir hjá rússneskri stelpu í Volgograd á meðan dvöl hans í Rússlandi stendur yfir. Meira »

Tryggingamiðstöðin býður í Lykil

Í gær, 20:48 Tryggingamiðstöðin hf. (TM) hefur sett fram skuldbindandi kauptilboð í alla hluti í Lykli fjármögnun hf. Frá þessu var greint í fréttatilkynningu til Kauphallarinnar síðdegis í dag. Meira »

Einstök tengslastund og slökun

Í gær, 20:30 Hin svissneska Valerie Gaillard býður upp á vatnsmeðferðarnámskeið fyrir börn í Lágafellslaug í Mosfellsbæ um næstu helgi. Þar gefst foreldrum, ömmum, öfum eða öðrum tækifæri til að koma með börn og njóta nús. Meira »

Jarðskjálfti í öskju Öræfajökuls

Í gær, 18:34 Jarðskjálfti af stærð 2,7 mældist í öskju Öræfajökuls á tólfta tímanum í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni fylgdu nokkrir minni skjálftar í kjölfarið. Meira »

„Nígería skreið yfir Íslendinga“

Í gær, 18:15 Leikurinn gegn Nígeríu á Volgograd Arena fór ekki á þann veg sem Íslendingar hefðu kosið. Margir á Twitter eru daprir vegna úrslitanna, en þó vitum við flest að enn er von og Íslandi gæti farið áfram úr D-riðlinum með sigri gegn Króatíu í Rostov á þriðjudag. Meira »

„Við sitjum ekki í Rostov!“

Í gær, 18:13 Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir og Ómar Ingi Bragason eru stödd í Volgograd en þau hafa fylgt landsliðinu eftir í fyrstu tveimur leikjunum og ætla sér nú til Rostov í síðasta leik landsliðsins í riðlakeppninni. Þau segja gaman í Rússlandi þrátt fyrir tap. Meira »

Berdreymin kona vann 36 milljónir

Í gær, 18:05 Konu á besta aldri sem hafði lottað fyrir síðasta laugardag dreymdi um helgina að hún hefði unnið stóra vinninginn. Hún ákvað því að fara á sölustað í vikunni til að láta skoða miðann. Þar fékk hún hins vegar þau svör að ekki væri hægt að greiða vinninginn á staðnum þar sem upphæðin væri of há. Meira »

Birkir Már hlaðinn lofi á Twitter

Í gær, 15:57 Þjóðin fylgdist spennt með fyrri hálfleiknum í leik Íslands og Nígeríu. Margir gáfu sér þó tíma til að taka augun af skjánum annað veifið og tísta um það sem fyrir augu bar í Volgograd eða annað tengt leiknum mikilvæga. Meira »

Fjölmenni í Hljómskálagarðinum

Í gær, 15:49 Það viðrar ágætlega til fótboltaáhorfs og stuðningsmenn Íslands hafa fjölmennt í Hljómskólagarðinn til að fylgjast með leik Íslands og Nígeríu á HM í fótbolta. Meira »

Gylfi Ólafsson nýr forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða

Í gær, 15:45 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur skipað Gylfa Ólafsson forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Í tilkynningu frá velferðarráðuneytinu segir að ákvörðun ráðherra sé í samræmi við niðurstöðu lögskipaðrar nefndar sem metur hæfni umsækjenda um stöður forstjóra heilbrigðisstofnana. Meira »

Dagur mættur til Volgograd

Í gær, 13:56 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, er kominn til Volgograd til þess að horfa á leik Íslands og Nígeríu, en hann var einnig á leik Íslands og Argentínu í Moskvu síðustu helgi. Meira »

Íslendingar mættir á völlinn

Í gær, 13:46 Fyrstu Íslendingarnir eru mættir á Volgograd Arena þar sem leikur Íslands á móti Nígeríu mun fara fram klukkan 15 í dag. Glampandi sól er í Volgograd og hitinn er í kringum 32 stig. Meira »

Víða mikil stemning vegna leiksins

Í gær, 13:36 Sannkölluð hátíðarstemning hefur verið víða á höfuðborgarsvæðinu í dag vegna leiks Íslands og Nígeríu á HM í knattspyrnu. Bláar landsliðstreyjur, íslenskir fánar, víkingahorn og sólgleraugu með íslenska fánanum voru ósjaldgæf sjón auk þess sem mikil gleði ríkti hjá flestum. Meira »

Sjálfstæðismenn una niðurstöðunni

Í gær, 13:32 Sjálfstæðisflokkurinn í Vestmannaeyjum mun ekki áfrýja úrskurði kjörnefndar, sem tók fyrir kæru flokksins, til dómsmálaráðuneytisins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum. Flokkurinn kærði talningu bæjarstjórnarkosninganna í síðasta mánuði en einungis vantaði fimm atkvæði upp á að flokkurinn næði sínum fimmta bæjarfulltrúa og héldi meirihluta í bænum. Meira »

Framkvæmdastjóri kærður fyrir fjárdrátt

Í gær, 13:12 Stjórn ADHD-samtakanna hefur kært Þröst Emilsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra til lögreglu en hann er grunaður um að hafa dregið sér fé. Grunur leikur á um að fjárhæðirnar séu verulegar og ekki talinn vafi um að Þröstur hafi misnotað aðstöðu sína. Meira »

Vara við ferðum um Svínafellsjökul

Í gær, 13:06 Vegna mögulegra skriðufalla við Svínafellsjökul vara Almannavarnir við ferðum um jökulinn og er aðilum í ferðaþjónustu ráðlagt að fara ekki með hópa um svæðið. Gróft mat gerir ráð fyrir að efnið sem er að hreyfast á svæðinu sé um 60 milljónir rúmmetrar. Meira »
SÆT ÍBÚÐ TIL LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Vel búin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvallarsvæði. 2 sun...
Ódýr Nýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir - þyngd 18.5 k...
Vantar gæslu fyrir kisu/kisann?
www.kattholt.is rekur hótel fyrir kisu/kisann. kattholt@kattholt.is // s;567 ...