Nær hámarki um klukkan 9

Svona er vindaspáin klukkan níu í dag. Eins og sjá ...
Svona er vindaspáin klukkan níu í dag. Eins og sjá má verður þá veðrið verst á suðvestanverðu landinu. Skjáskot/Veðurstofa Íslands

„Þetta verður hvellur eins og við spáðum,“ segir Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, um storm og ofsaveður sem gengur yfir landið í dag. Veðrið mun ná hámarki um klukkan 9 suðvestanlands og þar með á höfuðborgarsvæðinu. Það lægir svo um hádegi vestanlands en þá færir óveðrið sig yfir á Norðurland um klukkan 11-12 í dag. „Það verður bálhvasst þar,“ segir Þorsteinn. Fyrst mun hvessa norðvestanlands og síðar á Norðausturlandi. „Það verður svo áfram hvassviðri og stormur á austanverðu landinu fram á nótt.“ 

Á vef Veðurstofunnar má finna eftirfarandi viðvörunarorð vegna veðursins:

Með morgninum fer kröpp og djúp lægð hratt til norðurs fyrir vestan land. Úrkomusvæði lægðarinnar gengur inn á Suðvesturland og hvessir þá verulega, en búist er við suðaustanstormi eða -roki víða á landinu er líður að hádegi og jafnvel ofsaveðri vestan til. Rignir talsvert á sunnanverðu landinu í dag, úrhelli að kalla suðaustan til. Slydda norðvestan til, en úrkomulítið á Norðausturlandi. Vakin er athygli á gulum og appelsínugulum viðvörunum, sem eru í gildi. 

Um hádegi er lægðin er að mestu farin hjá og lægir þá ört og rofar til á vestanverðu landinu, þó áfram verði stormur og sums staðar úrkomusamt fyrir austan fram á nótt. Illviðrinu fylgja hlýindi þ.a. snjórinn heldur áfram að bráðna, en þá er vissara er að halda niðurföllum og ræsum opnum.

Á morgun er veðrið gengið niður, en í staðinn komin stíf suðvestanátt með éljum og mun lægri hitatölum. Léttir þó smám saman til fyrir norðan og austan. Á föstudag er síðan von á enn einni óveðurslægð, þó að það veður ná ekki sömu hæðum og í dag.“

Svona verður vindur á landinu klukkan 13 í dag.
Svona verður vindur á landinu klukkan 13 í dag. Skjáskot/Veðurstofa Íslands

Veðrinu fylgir sum sé ekki aðeins mikill vindur heldur einnig úrkoma. Nú klukkan rúmlega 6 er þegar byrjað að snjóa og víða skafrenningur, m.a. á höfuðborgarsvæðinu. „En svo fer þetta nú fljótlega yfir í rigningu á láglendi,“ segir Þorsteinn í samtali við mbl.is. Hann segir að talsvert muni rigna, sérstaklega á suðaustanverðu landinu. „Það verður mikil rigning í dag, allan daginn og fram á nótt. Það má segja að þar verði úrhellisrigning.“

Þorsteinn bendir á að enn sé frost upp á Hellisheiði og í Þrengslum. „Þar er nú skafrenningur og leiðindaveður.“ Hér getur þú fylgst með færð á vegum.

En hvernig verður veðrið á höfuðborgarsvæðinu?

„Það snjóar núna en svo fer þetta yfir í slyddu og rigningu fljótlega eða um klukkan átta og níu,“ sagði Þorsteinn klukkan rúmlega sex í morgun. „Svo verður þetta dottið niður um hádegisbilið.“ Þá verður veðrið hægt og gott en mögulega él með kvöldinu.

Á þessu spákorti Veðurstofunnar sést hvernig vindhraðinn verður á höfuðborgarsvæðinu ...
Á þessu spákorti Veðurstofunnar sést hvernig vindhraðinn verður á höfuðborgarsvæðinu klukkan 9 í dag. Fjólublái liturinn táknar að vindur verður á bilinu 16-22 m/s en sá bleiki og rauði að hraðinn verði 22-28 m/s. Skjáskot/Veðurstofa Íslands

Stormur í efri byggðum

Hvað vindhraðann varðar hefur Veðurstofan spáð 20-28 m/s í efri byggðum á höfuðborgarsvæðinu og á Kjalarnesi. Þar hafði vindhraðinn þegar farið í 27 m/s í hviðum snemma í morgun. Þorsteinn segir að ofsaveðri, 11 vindstigum eða vindhraða yfir 28 metrum á sekúndu, sé spáð m.a. í kringum höfuðborgina, svo sem uppi á Hellisheiði. Þá má eiga von á svo miklum vindi á Kjalarnesi, undir Hafnarfjalli og Snæfellsnesi. „Svo getur getur þetta orðið mikill hvellur á norðvesturlandi þegar vindur nær sér á strik þar eftir klukkan 11 í dag.“

Þorsteinn segir að „sem betur fer gangi þetta veður tiltölulega hratt yfir“ og suðvestanlands verði það eins og fyrr segir búið í hádeginu. 

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Borgarráð ræðir mál OR á morgun

Í gær, 23:05 Málefni Orkuveitu Reykjavíkur og Orku náttúrunnar verða tekin fyrir á fundi borgarráðs á morgun. „Hugmyndin er að borgarráð fái upplýsingar um stöðu mála og hvernig stjórnin sér fyrir sér næstu vikur,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs. Meira »

Berlínar- og rauðvínsmaraþon

Í gær, 22:08 Sigurjón Ragnar ljósmyndari hefur hlaupið átta maraþon um ævina en fyrsta hlaupið fór hann 42 ára, er hann vildi hlaupa einn kílómetra fyrir hvert aldursár. Um síðustu helgi kláraði hann Berlínarmaraþonið og helgina þar áður kláraði hann rauðvínsmaraþon í Frakklandi. Meira »

Mál forstjórans einnig til skoðunar

Í gær, 21:59 Stjórnarformaður OR vonast til þess að óháð úttekt á vinnustaðarmenningu fyrirtækisins verði til þess að þar á verði hægt að gera breytingar til batnaðar. Aðkoma Bjarna Bjarnasonar forstjóra að ráðningu Bjarna Más Júlíussonar er meðal þess sem tekið verður til skoðunar. Meira »

Öryggi starfsmanna ekki tryggt við Safnahúsið

Í gær, 21:31 Við eftirlitsheimsókn Vinnueftirlitsins á byggingarvinnustað við Safnahúsið við Hverfisgötu í Reykjavík kom í ljós að aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi starfsmanna var ekki í samræmi við lög og reglur. Öll vinna var því bönnuð á vinnupöllum. Meira »

Stjórn OR féllst á ósk Bjarna

Í gær, 21:25 Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur ákvað á fundi sínum í kvöld að fallast ósk Bjarna Bjarnasonar forstjóra að stíga til hliðar. Hildur Jónsdóttir verður starfandi forstjóri OR til tveggja mánaða í fjarveru Bjarna. Meira »

Segir að fyrirkomulagið virki ekki

Í gær, 20:54 Heilbrigðisráðherra segir að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur um samning Sjúkratrygginga Íslands og sérfræðilækna sýni að fyrirkomulagið við að hafna umsóknum virkar ekki. Meira »

Tilraunakennd kvikmyndagerð fyrir ungt fólk

Í gær, 20:36 Kaliforníumaðurinn Lee Lynch hefur verið búsettur á Íslandi í fimm ár ásamt íslenskri konu og syni. Lee er kvikmyndagerðarmaður og er að fara af stað með sitt sjötta námskeið í Hinu húsinu nú í lok september fyrir ungt fólk á aldrinum 16-25 ára en það hefst þann 25.september. Meira »

Bræla alla heimsiglinguna

Í gær, 20:18 „Makríllinn hefur stækkað eftir því sem liðið hefur á sumarið og fiskurinn í fyrsta holinu okkar var að jafnaði rúmlega 500 gramma þungur. Síðan lækkaði meðalvigtin örlítið og annar afli var fiskur rétt undir 500 grömmum að jafnaði.“ Meira »

Stjórnarfundur OR hafinn

Í gær, 20:16 Stjórnarfundur Orkuveitu Reykjavíkur í höfuðstöðvum fyrirtækisins er hafinn. Þar mun stjórnin fara yfir ósk Bjarna Bjarnasonar forstjóra um að stíga tímabundið til hliðar, en Bjarni situr sjálfur fundinn á meðan erindi hans er tekið fyrir. Meira »

Lögreglan leitar tveggja drengja

Í gær, 20:01 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að tveimur piltum, 7 og 8 ára, þeim Stefáni Sölva og Ísak Helga. Drengirnir fóru frá Háteigsskóla klukkan 15 í dag, en síðast er vitað af þeim þar. Meira »

Frímúrarar taka kjólfötin með

Í gær, 19:37 „Ísrael er upplifun. Sagan opnast svo auðvelt verður að skapa í huganum myndir af þeim atburðum sem gerðust fyrir um tvö þúsund árum og segir frá í Biblíunni. Fólkið sem ég fer með núna er búið að setja sig vel inn í málin; lesa og sækja fyrirlestra. Það er skemmtilegt að ferðast með slíku fólki.“ Meira »

Berst gegn framsali til Póllands

Í gær, 19:35 Íslensk stjórnvöld hafa samþykkt að framselja meintan höfuðpaur í hinu svokallaða Euro Market-máli til Póllands.  Meira »

Samkomulag ríkis og borgar brotið

Í gær, 19:19 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir ljóst að samkomulag ríkis og borgar frá 2013 hafi verið brotið í dag þegar flogið var með utanríkisráðherra og nokkra þingmenn í utanríkismálanefnd um borð í flugmóðurskipið USS Harry S. Truman. Meira »

Allir þurfa að þekkja sín sköp

Í gær, 18:56 „Það þarf að fjarlægja leyndarhjúpinn sem umlykur kynhegðun. Staðgóð þekking á því hvernig líkaminn virkar auðveldar konum að taka ákvarðanir af öryggi og sjálfstrausti,“ segja höfundar bókarinnar Gleðin að neðan. Meira »

Komast ekki á legudeildir

Í gær, 18:01 „Álagið felst í því að það eru margir sjúklingar sem hafa lokið fyrstu meðferð á bráðamóttöku en komast ekki til innlagnar á sérhæfðum legudeildum,“ segir Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítala. Meira »

Vogabyggð tekur á sig mynd

Í gær, 18:00 Mikill gangur er kominn á uppbyggingu í Vogabyggð þar sem fram fer umfangsmikil enduruppbygging, fyrsta húsið við Trilluvog er farið að rísa og áætluð verklok á því eru í júlí á næsta ári. Alls er áætlað að íbúðir á svæðinu verði á bilinu 1.100 til 1.300. Meira »

„Menn vinna svona rólega og af öryggi“

Í gær, 17:50 Bana­slys varð í gærmorgun þegar er­lend­ur karl­maður féll er á hann var á göngu á Kirkju­felli á Snæ­fellsnesi. Að sögn lög­regl­unn­ar á Vest­ur­landi komu ferðamenn auga á mann­inn þar sem hann lá um klukkan 10 og var þá haft sam­band við Neyðarlín­una. Meira »

Tóku fyrstu skóflustungurnar

Í gær, 17:31 Fyrstu skóflustungur að nýjum háskólagörðum HR voru teknar í dag við Nauthólsveg, gegnt Reykjavik Natura.  Meira »

Leiguverð hækkar en íbúðaverð lækkar

Í gær, 17:03 Vísitala leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,9% í ágúst, á sama tíma og íbúðaverð lækkaði um 0,1%. Þetta kemur fram í nýbirtum tölum Þjóðskrár Íslands, en hækkun leiguverðs umfram hækkun íbúðaverðs hefur aldrei verið meiri á milli mánaða frá því að mælingar hófust. Meira »