Opið á umferð um Kjalarnes

Björgunarsveitir lokuðu m.a. Reykjanesbraut við Vogastapa í morgun.
Björgunarsveitir lokuðu m.a. Reykjanesbraut við Vogastapa í morgun. Víkurfréttir/Hilmar Bragi Bárðarson

Búið er að opna fyrir umferð um Kjalarnes, undir Hafnarfjalli og hluta Mosfellsheiðar. Þá var Reykjanesbrautin opnuð á ný um hálftíu í morgun.

Enn er hins vegar lokað á Hellisheiði, í Þrengslum, Sand­skeiði, Lyng­dals­heiði, Mosfellsheiði, Fróðár­heiði, Stein­gríms­fjarðar­heiði, Þrösk­ulda, Holta­vörðuheiði, Bröttu­brekku.

Veðrið náði hámarki á Suðvesturhorninu um tíuleytið í morgun og hefur haldist nokkuð stöðugt síðan, en að sögn Veðurstofunnar má gera ráð fyrir að úrkoman lægi þar að mestu nú um hádegisbil.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert