Reiði ríkir meðal rithöfunda

Mikil reiði ríkir meðal íslenskra rithöfunda vegna fjölda íslenskra bóka sem nú standa til boða á hljóð- og rafbókaáskriftarveitunni Storytel, án heimildar höfunda. Rithöfundarnir telja að með þessu sé verið að brjóta útgáfusamninga höfunda um sölu til áskriftarveitna.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins mun Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Rithöfundasambandsins, birta Félagi íslenskra bókaútgefanda og Storytel bréf þessa efnis í dag. Í bréfinu verður þess krafist að allar bækur sem ekki hefur fengist heimild frá höfundum til að birta á vef Storytell skuli fjarlægðar af áskriftarveitunni sem allra fyrst.

Nú þegar hefur fjöldi íslenskra höfunda óskað eftir því að bækur þeirra verði fjarlægðar af síðu áskriftarveitunnar, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert