Sammælast um Vesturlandsveg

Kjartan Magnússon flutti tillögu Sjálfstæðisflokksins.
Kjartan Magnússon flutti tillögu Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Ómar Óskarsson

Bæði borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins og borgarfulltrúar Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna, Pírata og Framsóknar og flugvallarvina, lögðu fram tillögur um úrbætur á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi á fundi borgarstjórnar í gær.

Fyrirhugaðar úrbætur á Vesturlandsvegi voru teknar af samgönguáætlun við lok árs 2016 og sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri að óvissa væri um hvort verkefnið yrði sett á næstu samgönguáætlun. Það þyrfti því að þrýsta á ríkisvaldið til að tryggja að verkefnið yrði sett á áætlun.

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði að það væru kærkominn tímamót að menn væru að sammælast í borgarstjórn, eitthvað sem hefði mátt gerast miklu fyrr. Ákveðið var á fundinum að freista þess að sameina tillögurnar tvær og koma málinu í gegn undir sameinaðri tillögu með þverpólitískri sátt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert